Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. júní 2022 23:14 Staðan á bráðamóttökunni, og víðar í heilbrigðiskerfinu, er þung um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. Landspítalinn hefur ítrekað varað við slæmri stöðu á bráðamóttökunni undanfarnar vikur en Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu og lyflækninga spítalans, segir að mönnun sé áfram takmarkandi þáttur. Nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum vegna álags undanfarnar vikur og er staðan þung. „Eins og hefur komið fram þá hefur heilbrigðiskerfið verið að blæða með tilliti til mönnunar. Bæði á þetta við um hjúkrunarfræðinga og lækna, einkum og sér í lagi. Það er liður í þessum erfiðleikum sem að okkur steðja,“ segir Már. Fagráð Landspítala sendi frá sér ályktun í gær um mönnunina og í kjölfarið greindi heilbrigðisráðuneytið frá því að nýtt viðbragðsteymi hafi verið myndað um bráðaþjónustu í landinu, í samræmi við ráðleggingar landlæknis. Már fagnar því en hann segir það nýlundu að það sé reynt að taka á vandanum á kerfislægan hátt með svona stórum hóp. „Það er lykilatriði að allir þessir aðilar vinni saman að samþættri aðgerðaráætlun um það hvernig best sé að bregðast við þessu,“ segir Már en þjónustuaðilar víðs vegar af landinu koma að teyminu. Tíminn verði að leiða í ljós hvort aðgerðirnar dugi til Að sögn Más er skipulagsleysi ein helsta rót vandans. Of margir leiti á bráðamóttöku vegna vægra veikinda sem þola bið á sama tíma og margir eru fastir á bráðamóttökunni og öðrum legudeildum sem ættu að vera í endurhæfingu eða á dvalarheimilum. „Alla vega eins og þetta birtist Landspítala þá er ákveðið ólag á skipulaginu sem hefur gert það að verkum að fólk er að leita sér að þjónustu á röngum stað í kerfinu, eða þá að við höfum ekki getað komið einstaklingum á réttan stað í kerfinu,“ segir Már. Bætt skipulag og stjórnun er eitt helsta markmið hópsins en einnig hefur verið rætt um að auka þurfi fjármuni til spítalans. Már segir að koma þurfi skipulaginu á réttan stað áður en umræða fer fram um aukið fjármagn eða annað slíkt. „Ég held að þetta sé ágætis upphafsstef þessa viðbragðs og síðan verður tíminn svolítið að leiða það í ljós hvort að þetta dugar,“ segir Már. „Ég held að við eigum að reyna að svara því fyrst hvort við séum að hámarka getu okkar í núverandi kerfi, og finna síðan hvað stendur út af þegar við erum búin að fara í þessa vinnu.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51 Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30 Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Landspítalinn hefur ítrekað varað við slæmri stöðu á bráðamóttökunni undanfarnar vikur en Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu og lyflækninga spítalans, segir að mönnun sé áfram takmarkandi þáttur. Nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum vegna álags undanfarnar vikur og er staðan þung. „Eins og hefur komið fram þá hefur heilbrigðiskerfið verið að blæða með tilliti til mönnunar. Bæði á þetta við um hjúkrunarfræðinga og lækna, einkum og sér í lagi. Það er liður í þessum erfiðleikum sem að okkur steðja,“ segir Már. Fagráð Landspítala sendi frá sér ályktun í gær um mönnunina og í kjölfarið greindi heilbrigðisráðuneytið frá því að nýtt viðbragðsteymi hafi verið myndað um bráðaþjónustu í landinu, í samræmi við ráðleggingar landlæknis. Már fagnar því en hann segir það nýlundu að það sé reynt að taka á vandanum á kerfislægan hátt með svona stórum hóp. „Það er lykilatriði að allir þessir aðilar vinni saman að samþættri aðgerðaráætlun um það hvernig best sé að bregðast við þessu,“ segir Már en þjónustuaðilar víðs vegar af landinu koma að teyminu. Tíminn verði að leiða í ljós hvort aðgerðirnar dugi til Að sögn Más er skipulagsleysi ein helsta rót vandans. Of margir leiti á bráðamóttöku vegna vægra veikinda sem þola bið á sama tíma og margir eru fastir á bráðamóttökunni og öðrum legudeildum sem ættu að vera í endurhæfingu eða á dvalarheimilum. „Alla vega eins og þetta birtist Landspítala þá er ákveðið ólag á skipulaginu sem hefur gert það að verkum að fólk er að leita sér að þjónustu á röngum stað í kerfinu, eða þá að við höfum ekki getað komið einstaklingum á réttan stað í kerfinu,“ segir Már. Bætt skipulag og stjórnun er eitt helsta markmið hópsins en einnig hefur verið rætt um að auka þurfi fjármuni til spítalans. Már segir að koma þurfi skipulaginu á réttan stað áður en umræða fer fram um aukið fjármagn eða annað slíkt. „Ég held að þetta sé ágætis upphafsstef þessa viðbragðs og síðan verður tíminn svolítið að leiða það í ljós hvort að þetta dugar,“ segir Már. „Ég held að við eigum að reyna að svara því fyrst hvort við séum að hámarka getu okkar í núverandi kerfi, og finna síðan hvað stendur út af þegar við erum búin að fara í þessa vinnu.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51 Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30 Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
„Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51
Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30
Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01