Leigubílstjórar eru ekki börn Jóhannes Stefánsson skrifar 11. júní 2022 13:01 Íslenskir leigubílstjórar hafa það ekkert sérstaklega gott. Á síðasta ári voru regluleg heildarlaun einka- leigu- og sendibifreiðastjóra kr. 579.000,- á mánuði, að meðaltali. Eins og við hin þurfa þeir að hafa í sig og á, borga af lánum og þvíumlíkt. En þeir þurfa líka (flestir) að kaupa mikið eldsneyti, borga dýrar tryggingar af leigubílnum, viðhald, dekk og annað slíkt. Í ofanálag borga þeir stöðvargjald á leigubílastöð, sirka 100.000 krónur á mánuði, sem þeir verða ennþá að gera samkvæmt lögum þótt það standi til bóta. Það situr líklega ekki mjög mikið eftir í lok mánaðar. Vinnuálagið sveiflast síðan á milli þess að bíða löngum stundum eftir verkefnum á virkum dögum, en anna ekki eftirspurn um helgar og á frídögum. Leigubílstjórar þurfa oft að vinna á næturnar og þegar við hin erum í fríi að njóta tíma með vinum og fjölskyldu. Farþegarnir eru ekkert alltaf upp á sitt besta. Bundnir í báða skó Leigubílstjórar ákveða ekki verð fyrir þjónustuna sjálfir og geta ekki aðlagað hana að því sem neytendur biðja um. Þeir mega til dæmis ekki bjóða lægra verð þegar það er lítið að gera og geta því ekki freistað þess að hafa meira að gera á daginn. Þeir gætu kannski haft meira upp úr krafsinu þannig. Leigubílastöðvarnar ákveða verðið fyrir þá, með undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu. Það er bara ein ríkislausn í boði. Leigubílstjórar eru síðan í harðnandi samkeppni við aðra valkosti. Almenningssamgöngur, hjól, hlaupahjól, deilibíla en líka ólöglega skutlara. Þessir síðastnefndu eru til þjónustu reiðubúnir hverju sem tautar og raular og þurfa aldeilis ekki ekki að borga sama kostnað og leigubílstjórarnir. Það er spurning hvort það sé ekki betra að taka þá bara inn í kerfið með einhverjum skynsamlegum hætti, allavega þá sem uppfylla lágmarksskilyrði. Leigubílstjórar mega ekki stofna fyrirtæki utan um reksturinn, ólíkt okkur. Þeir geta ekki bundist böndum og stofnað félög sem sjá til dæmis um að kaupa bíla með magnafslætti eða tryggingar á betri kjörum. Þeir þurfa sjálfir að sjá um allt viðhald og þrif. Ef bíllinn bilar eða þeir veikjast, þá bera þeir einir áhættuna og kostnaðinn. Þeir eru bundnir vistarböndum. Þessu á ekki að breyta. Full á torgum bæjarins Á hinum endanum erum það við, neytendurnir. Stundum er ekkert mál að fá bíl. Stundum er það alls ekki hægt, eins og á álagstímum um helgar. Þá safnast fólk saman á götum og torgum bæjarins þar sem það bíður jafnvel klukkutímum saman eftir að röðin komi að sér. Það er ekki gott að fólk í misjöfnu ástandi sé að bíða mjög lengi eftir að komast heim til sín (eða annarra). Stundum gefst fólk upp á biðinni og keyrir eða tekur hlaupahjól heim. Sumir eiga erfitt með að haga sér undir áhrifum og beita ofbeldi. Þetta getur verið mjög hættulegt. Stundum þegar maður pantar leigubíl þá kemur glæsileg lúxuskerra. Einstaka sinnum kemur bíll sem maður veltir fyrir sér hvernig geti verið með skoðunarmiða. Það er samt sama verðið fyrir þá báða. Flestum finnst frekar dýrt að taka leigubíl, þótt bílstjórarnir hafi heilt yfir ekki mikið upp úr akstrinum. Það er þó rétt að taka það fram að það er mun ódýrara að taka stundum leigubíl í staðinn fyrir að eiga bíl sjálfur, ef maður getur. Leigubílstjórar eru traustsins verðir Þetta er semsagt ekki fullkomið kerfi, þótt eigendur leigubifreiðastöðva haldi því fram. Leigubílstjórar og neytendur njóta ekki góðs af haftafyrirkomulaginu, þótt eigendur stöðvanna vilji telja þeim trú um það. Leigubílstjórar eru ekki börn og það á ekki að koma fram við þá eins og þeir séu það. Þeim er fyllilega treystandi til þess að veita okkur hinum þjónustuna sem við viljum. En þeir mega bara ekki gera það, því það er búið að banna það með lögum. Þeir geta ekki boðið upp á nýjungar og þjónustan er bundin í fortíðarfyrirkomulagi. Núna er Alþingi á lokametrunum við að afgreiða ný leigubílalög. Þau gera áfram ráð fyrir því að komið sé fram við leigubílstjóra eins og þeir séu börn. Eins og þeir geti ekki ákveðið sjálfir hvernig þjónustu þeir vilja veita og komið til móts við þarfir okkar, neytendanna. Framtíðin bíður eftir leigubílstjórum. Eigum við ekki að hleypa þeim þangað? Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Umsagnir Viðskiptaráðs um leigubílafrumvarpið má skoða hér, hér og hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Stefánsson Leigubílar Alþingi Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Íslenskir leigubílstjórar hafa það ekkert sérstaklega gott. Á síðasta ári voru regluleg heildarlaun einka- leigu- og sendibifreiðastjóra kr. 579.000,- á mánuði, að meðaltali. Eins og við hin þurfa þeir að hafa í sig og á, borga af lánum og þvíumlíkt. En þeir þurfa líka (flestir) að kaupa mikið eldsneyti, borga dýrar tryggingar af leigubílnum, viðhald, dekk og annað slíkt. Í ofanálag borga þeir stöðvargjald á leigubílastöð, sirka 100.000 krónur á mánuði, sem þeir verða ennþá að gera samkvæmt lögum þótt það standi til bóta. Það situr líklega ekki mjög mikið eftir í lok mánaðar. Vinnuálagið sveiflast síðan á milli þess að bíða löngum stundum eftir verkefnum á virkum dögum, en anna ekki eftirspurn um helgar og á frídögum. Leigubílstjórar þurfa oft að vinna á næturnar og þegar við hin erum í fríi að njóta tíma með vinum og fjölskyldu. Farþegarnir eru ekkert alltaf upp á sitt besta. Bundnir í báða skó Leigubílstjórar ákveða ekki verð fyrir þjónustuna sjálfir og geta ekki aðlagað hana að því sem neytendur biðja um. Þeir mega til dæmis ekki bjóða lægra verð þegar það er lítið að gera og geta því ekki freistað þess að hafa meira að gera á daginn. Þeir gætu kannski haft meira upp úr krafsinu þannig. Leigubílastöðvarnar ákveða verðið fyrir þá, með undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu. Það er bara ein ríkislausn í boði. Leigubílstjórar eru síðan í harðnandi samkeppni við aðra valkosti. Almenningssamgöngur, hjól, hlaupahjól, deilibíla en líka ólöglega skutlara. Þessir síðastnefndu eru til þjónustu reiðubúnir hverju sem tautar og raular og þurfa aldeilis ekki ekki að borga sama kostnað og leigubílstjórarnir. Það er spurning hvort það sé ekki betra að taka þá bara inn í kerfið með einhverjum skynsamlegum hætti, allavega þá sem uppfylla lágmarksskilyrði. Leigubílstjórar mega ekki stofna fyrirtæki utan um reksturinn, ólíkt okkur. Þeir geta ekki bundist böndum og stofnað félög sem sjá til dæmis um að kaupa bíla með magnafslætti eða tryggingar á betri kjörum. Þeir þurfa sjálfir að sjá um allt viðhald og þrif. Ef bíllinn bilar eða þeir veikjast, þá bera þeir einir áhættuna og kostnaðinn. Þeir eru bundnir vistarböndum. Þessu á ekki að breyta. Full á torgum bæjarins Á hinum endanum erum það við, neytendurnir. Stundum er ekkert mál að fá bíl. Stundum er það alls ekki hægt, eins og á álagstímum um helgar. Þá safnast fólk saman á götum og torgum bæjarins þar sem það bíður jafnvel klukkutímum saman eftir að röðin komi að sér. Það er ekki gott að fólk í misjöfnu ástandi sé að bíða mjög lengi eftir að komast heim til sín (eða annarra). Stundum gefst fólk upp á biðinni og keyrir eða tekur hlaupahjól heim. Sumir eiga erfitt með að haga sér undir áhrifum og beita ofbeldi. Þetta getur verið mjög hættulegt. Stundum þegar maður pantar leigubíl þá kemur glæsileg lúxuskerra. Einstaka sinnum kemur bíll sem maður veltir fyrir sér hvernig geti verið með skoðunarmiða. Það er samt sama verðið fyrir þá báða. Flestum finnst frekar dýrt að taka leigubíl, þótt bílstjórarnir hafi heilt yfir ekki mikið upp úr akstrinum. Það er þó rétt að taka það fram að það er mun ódýrara að taka stundum leigubíl í staðinn fyrir að eiga bíl sjálfur, ef maður getur. Leigubílstjórar eru traustsins verðir Þetta er semsagt ekki fullkomið kerfi, þótt eigendur leigubifreiðastöðva haldi því fram. Leigubílstjórar og neytendur njóta ekki góðs af haftafyrirkomulaginu, þótt eigendur stöðvanna vilji telja þeim trú um það. Leigubílstjórar eru ekki börn og það á ekki að koma fram við þá eins og þeir séu það. Þeim er fyllilega treystandi til þess að veita okkur hinum þjónustuna sem við viljum. En þeir mega bara ekki gera það, því það er búið að banna það með lögum. Þeir geta ekki boðið upp á nýjungar og þjónustan er bundin í fortíðarfyrirkomulagi. Núna er Alþingi á lokametrunum við að afgreiða ný leigubílalög. Þau gera áfram ráð fyrir því að komið sé fram við leigubílstjóra eins og þeir séu börn. Eins og þeir geti ekki ákveðið sjálfir hvernig þjónustu þeir vilja veita og komið til móts við þarfir okkar, neytendanna. Framtíðin bíður eftir leigubílstjórum. Eigum við ekki að hleypa þeim þangað? Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Umsagnir Viðskiptaráðs um leigubílafrumvarpið má skoða hér, hér og hér.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun