Ísak frétti rétt fyrir leik af hjartaáfalli blóðpabba síns og brá þegar hann fann sjálfur verk Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2022 14:46 Ísak Snær Þorvaldsson var mættur til æfinga í Víkinni í hádeginu. vísir/arnar Það var gott hljóð í Ísak Snæ Þorvaldssyni, markahæsta leikmanni Bestu deildarinnar í fótbolta, í Víkinni í dag þó að aðeins væru tveir dagar síðan að hann fór þaðan í sjúkrabíl vegna brjóstverkja. Ísak og félagar í U21-landsliðinu undirbúa sig fyrir gríðarlega mikilvægan leik við Kýpur sem fram fer á Víkingsvelli annað kvöld. Þá ræðst hvort þeir komist í umspil um sæti á EM. Ísak kvaðst enn stefna á að spila leikinn en var skiljanlega mjög brugðið þegar hann fékk verk fyrir brjóstið á miðvikudagskvöld. Það er ekki síst vegna þess að blóðfaðir hans fékk hjartaáfall fyrr í sumar en Ísak fékk þær fréttir í aðdraganda leiks með Breiðabliki gegn ÍA sem hann skoraði svo tvö mörk í. „Mér var svolítið brugðið“ „Staðan er bara mjög góð. Ég er búinn að fara í öll test sem ég þarf að fara í til að passa upp á að það gerist ekki neitt aftur. Ég er bara góður í dag, eins og er,“ sagði Ísak í Víkinni í hádeginu. Klippa: Ísak Snær stóðst heilsupróf og mætti á æfingu Hann var skoðaður í bak og fyrir af læknum en hefur ekki fundið fyrir þeim verkjum síðasta sólarhringinn sem hann fann fyrir á miðvikudagskvöld, í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi: „Þetta var svolítið óþægilegt. Ég fann fyrir verk í bringunni í byrjun seinni hálfleiks og svo var þetta þannig út kvöldið og aðeins um morguninn eftir. Þetta er farið núna og vonandi kemur þetta ekki aftur svo ég geti spilað leikinn á morgun. Mér var svolítið brugðið, sérstaklega því þetta er nýbúið að gerast í fjölskyldunni. Blóðpabbi minn fékk hjartaáfall og er að „recovera“ núna. Það var eina ástæðan fyrir því að við fórum í öll þessi tékk, til að vera öruggir. En núna er ég bara góður. Ég þarf þó að byrja rólega og sjá hvernig bringan tekur við sér. Við tökum eitt skref í einu,“ segir Ísak. „Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir“ Eins og fyrr segir á Ísland fína möguleika á að komast í EM-umspil en til þess þarf liðið að vinna Kýpur og treysta á að Portúgal vinni Grikkland á sama tíma annað kvöld: „Við vonum að Portúgal taki þetta en við einbeitum okkur bara að okkar leik því það er eini leikurinn sem við getum stjórnað. Við förum á fullu í þennan leik og vonandi fer hinn svo eins og við viljum fara. Ég býst við hörkuleik. Ég held að Kýpverjarnir verði grjótharðir og komi af fullum krafti í pressu. Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir í það en við munum gefa okkur alla í þetta og vonandi förum við með sigur heim,“ segir Ísak, spenntur fyrir möguleikanum á að komast í lokakeppni EM en það hefur íslenska U21-landsliðið tvívegis í sögunni afrekað: „Ég held að það sé spenna í hópnum. Það er mjög stórt að komast á EM en við tökum bara einn leik í einu og svo kemur „hitt“ vonandi í kjölfarið á því.“ Leikur Íslands og Kýpur fer fram á Víkingsvelli og hefst á laugardagskvöld klukkan 19:15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala á leikinn er á tix.is. Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira
Ísak og félagar í U21-landsliðinu undirbúa sig fyrir gríðarlega mikilvægan leik við Kýpur sem fram fer á Víkingsvelli annað kvöld. Þá ræðst hvort þeir komist í umspil um sæti á EM. Ísak kvaðst enn stefna á að spila leikinn en var skiljanlega mjög brugðið þegar hann fékk verk fyrir brjóstið á miðvikudagskvöld. Það er ekki síst vegna þess að blóðfaðir hans fékk hjartaáfall fyrr í sumar en Ísak fékk þær fréttir í aðdraganda leiks með Breiðabliki gegn ÍA sem hann skoraði svo tvö mörk í. „Mér var svolítið brugðið“ „Staðan er bara mjög góð. Ég er búinn að fara í öll test sem ég þarf að fara í til að passa upp á að það gerist ekki neitt aftur. Ég er bara góður í dag, eins og er,“ sagði Ísak í Víkinni í hádeginu. Klippa: Ísak Snær stóðst heilsupróf og mætti á æfingu Hann var skoðaður í bak og fyrir af læknum en hefur ekki fundið fyrir þeim verkjum síðasta sólarhringinn sem hann fann fyrir á miðvikudagskvöld, í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi: „Þetta var svolítið óþægilegt. Ég fann fyrir verk í bringunni í byrjun seinni hálfleiks og svo var þetta þannig út kvöldið og aðeins um morguninn eftir. Þetta er farið núna og vonandi kemur þetta ekki aftur svo ég geti spilað leikinn á morgun. Mér var svolítið brugðið, sérstaklega því þetta er nýbúið að gerast í fjölskyldunni. Blóðpabbi minn fékk hjartaáfall og er að „recovera“ núna. Það var eina ástæðan fyrir því að við fórum í öll þessi tékk, til að vera öruggir. En núna er ég bara góður. Ég þarf þó að byrja rólega og sjá hvernig bringan tekur við sér. Við tökum eitt skref í einu,“ segir Ísak. „Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir“ Eins og fyrr segir á Ísland fína möguleika á að komast í EM-umspil en til þess þarf liðið að vinna Kýpur og treysta á að Portúgal vinni Grikkland á sama tíma annað kvöld: „Við vonum að Portúgal taki þetta en við einbeitum okkur bara að okkar leik því það er eini leikurinn sem við getum stjórnað. Við förum á fullu í þennan leik og vonandi fer hinn svo eins og við viljum fara. Ég býst við hörkuleik. Ég held að Kýpverjarnir verði grjótharðir og komi af fullum krafti í pressu. Það verða læti og við verðum að vera tilbúnir í það en við munum gefa okkur alla í þetta og vonandi förum við með sigur heim,“ segir Ísak, spenntur fyrir möguleikanum á að komast í lokakeppni EM en það hefur íslenska U21-landsliðið tvívegis í sögunni afrekað: „Ég held að það sé spenna í hópnum. Það er mjög stórt að komast á EM en við tökum bara einn leik í einu og svo kemur „hitt“ vonandi í kjölfarið á því.“ Leikur Íslands og Kýpur fer fram á Víkingsvelli og hefst á laugardagskvöld klukkan 19:15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala á leikinn er á tix.is.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira