Óvissustigi aflýst á Reykjanesskaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2022 12:11 Áfram verður fylgst náið með jarðhræringum á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefu raflýst óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jörð hefur skolfið á Reykjanesi undanfarnar vikur og var óvissustigi almananvarna vegna þess lýst yfir þann 15. maí síðastliðinn. Landris mældist vestan við Þorbjörn á tímabilinu 28. apríl – 28. maí og var mesta hækkun um 5,5 sentimetrar Samhliða því mældist aukin skjálftavirkni og mældust um átta hundruð skjálftar á sólahring þegar mest var. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni að undanförnu. Ástæða landrissins er talin vera myndun innskots á svipuðum slóðum og innskotin þrjú sem urðu til 2020. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að virknin í maí sé áframhald af óróa á Reykjanesskaga sem hófst í lok árs 2019. Mikil skjálftavirkni hefur verið síðan, nokkur innskot hafa myndast og eldgos varð í Geldingadölum 2021. Þessi atburðarrás og saga eldvirkni á Reykjanesskaga renna stoðum undir að nýtt eldgosatímabil kunni að vera að hefjast á Reykjanesskaga. Síðasta tímabil stóð yfir á árunum 800-1240 og urðu 18 gos á 440 árum. Á þessum tíma runnu hraun frá eldstöðvakerfunum Reykjanesi, Svartsengi, Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum. Þessi atburðarrás og saga eldvirkni á Reykjanesskaga renna stoðum undir að nýtt eldgosatímabil kunni að vera að hefjast á Reykjanesskaga. Síðasta tímabil stóð yfir á árunum 800-1240 og urðu 18 gos á 440 árum. Á þessum tíma runnu hraun frá eldstöðvakerfunum Reykjanesi, Svartsengi, Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum. Áfram verður unnið að gerð áhættumats, mótvægisaðgerða og viðbragðsáætlana af hálfu Almannavarna, ríkisins, sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu til þess að vera undirbúin undir óróatímabil á Reykjanesskaga. Ef jarðskjálftavirkni eykst á ný samhliða landrisi verður almannavarnastig endurskoðað. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00 Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi: Skjálfti upp á 4,3 við Grindavík Jarðskjálfti varð fyrir stundu á Reykjanesi en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er enn verið að meta stærð skjálftans. Nýjustu mælingar benda til þess að hann hafa verið 4,2 að stærð. 15. maí 2022 17:50 Enn skelfur jörð á Reykjanesi Jarðskjálfti varð 6,8 kílómetra vestnorðvestur af Reykjanestá klukkan 18:33 í kvöld. Skjálftinn varð á 6,6 kílómetra dýpi og mældist 3,8 að stærð. 20. maí 2022 18:58 Ekkert landris mælist lengur en óvissustig í gildi Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi. 2. júní 2022 14:42 Kvíðnir fyrir langvarandi jarðhræringaskeiði Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti tekið við. Hann býst við góðri mætingu á íbúafundi vegna stöðunnar í kvöld. 19. maí 2022 13:12 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Jörð hefur skolfið á Reykjanesi undanfarnar vikur og var óvissustigi almananvarna vegna þess lýst yfir þann 15. maí síðastliðinn. Landris mældist vestan við Þorbjörn á tímabilinu 28. apríl – 28. maí og var mesta hækkun um 5,5 sentimetrar Samhliða því mældist aukin skjálftavirkni og mældust um átta hundruð skjálftar á sólahring þegar mest var. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni að undanförnu. Ástæða landrissins er talin vera myndun innskots á svipuðum slóðum og innskotin þrjú sem urðu til 2020. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að virknin í maí sé áframhald af óróa á Reykjanesskaga sem hófst í lok árs 2019. Mikil skjálftavirkni hefur verið síðan, nokkur innskot hafa myndast og eldgos varð í Geldingadölum 2021. Þessi atburðarrás og saga eldvirkni á Reykjanesskaga renna stoðum undir að nýtt eldgosatímabil kunni að vera að hefjast á Reykjanesskaga. Síðasta tímabil stóð yfir á árunum 800-1240 og urðu 18 gos á 440 árum. Á þessum tíma runnu hraun frá eldstöðvakerfunum Reykjanesi, Svartsengi, Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum. Þessi atburðarrás og saga eldvirkni á Reykjanesskaga renna stoðum undir að nýtt eldgosatímabil kunni að vera að hefjast á Reykjanesskaga. Síðasta tímabil stóð yfir á árunum 800-1240 og urðu 18 gos á 440 árum. Á þessum tíma runnu hraun frá eldstöðvakerfunum Reykjanesi, Svartsengi, Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum. Áfram verður unnið að gerð áhættumats, mótvægisaðgerða og viðbragðsáætlana af hálfu Almannavarna, ríkisins, sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu til þess að vera undirbúin undir óróatímabil á Reykjanesskaga. Ef jarðskjálftavirkni eykst á ný samhliða landrisi verður almannavarnastig endurskoðað.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00 Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi: Skjálfti upp á 4,3 við Grindavík Jarðskjálfti varð fyrir stundu á Reykjanesi en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er enn verið að meta stærð skjálftans. Nýjustu mælingar benda til þess að hann hafa verið 4,2 að stærð. 15. maí 2022 17:50 Enn skelfur jörð á Reykjanesi Jarðskjálfti varð 6,8 kílómetra vestnorðvestur af Reykjanestá klukkan 18:33 í kvöld. Skjálftinn varð á 6,6 kílómetra dýpi og mældist 3,8 að stærð. 20. maí 2022 18:58 Ekkert landris mælist lengur en óvissustig í gildi Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi. 2. júní 2022 14:42 Kvíðnir fyrir langvarandi jarðhræringaskeiði Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti tekið við. Hann býst við góðri mætingu á íbúafundi vegna stöðunnar í kvöld. 19. maí 2022 13:12 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi: Skjálfti upp á 4,3 við Grindavík Jarðskjálfti varð fyrir stundu á Reykjanesi en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er enn verið að meta stærð skjálftans. Nýjustu mælingar benda til þess að hann hafa verið 4,2 að stærð. 15. maí 2022 17:50
Enn skelfur jörð á Reykjanesi Jarðskjálfti varð 6,8 kílómetra vestnorðvestur af Reykjanestá klukkan 18:33 í kvöld. Skjálftinn varð á 6,6 kílómetra dýpi og mældist 3,8 að stærð. 20. maí 2022 18:58
Ekkert landris mælist lengur en óvissustig í gildi Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi. 2. júní 2022 14:42
Kvíðnir fyrir langvarandi jarðhræringaskeiði Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti tekið við. Hann býst við góðri mætingu á íbúafundi vegna stöðunnar í kvöld. 19. maí 2022 13:12