Húmbúkk að lögreglan þurfi heimildir til að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2022 13:01 Hæstaréttarlögmaður segir það stórt skref afturábak ef menn ætla að taka undir orð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um þörf á auknum heimildum lögreglu til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi. Lögmaðurinn segir Evrópuráðið og stofnanir þess hafa þrýst á íslensk stjórnvöld að herða skilyrði um gæsluvarðhald. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi. Evrópuráðið hafi þrýst á íslenska löggjafann að herða skilyrðin Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður segir hugmyndina boða mikla afturför. „Þetta er skref aftur á bak í þeim lagalegu og réttarfarslegu framförum sem átt hafa sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafa þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann á Íslandi að einmitt herða skilyrðin og minnka notkun á einangrun í gæsluvarðhaldi og gæsluvarðhaldi og herða skilyrði fyrir einangrun. Þetta yrði bara mikið skref aftur á bak og myndi þar að auki stórfjölga skaðabótamálum á hendur ríkinu, mál sem einstaklingar sem hefur verið haldið að ósekju eða of lengi myndu höfða.“ Lögreglustjórinn segir rannsókn á málum er varða skipulagða brotastarfsemi flókna og að heimild til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi myndu greiða fyrir rannsókn. Sveinn Andri segir lengri gæsluvarðhaldstíma ekki réttu leiðina til að takast á við málin heldur sé þetta spurning um skipulagsatriði hjá lögreglunni og rannsóknaraðilum. „Því miður hefur lögreglan í árana tíð misnotað þær gæsluvarðhaldsheimildir sem þeir hafa og það er því fráleitt að það sé ástæða til þess að slaka á kröfunum núna.“ Ekki rétta leiðin „Þetta er ekki leiðin. Það eru svo mörg skiptin sem maður hefur einmitt upplifað það að lögregla rýkur upp til handa og fóta rétt áður en gæsluvarðhaldi lýkur og tekur skýrslu. Tilgangurinn með gæsluvarðhaldi er auðvitað margskonar. Þetta sem þarna er vísað til eru rannsóknarhagsmunir. Rannsóknarhagsmunirnir felast fyrst og fremst í því að geta tekið skýrslur af sakborningum og vitnum án þess að þeir geti borið saman bækur sínar. Lögreglan hefur hins vegar haft þá tilhneigingu að reyna að halda mönnum í gæsluvarðhaldi þar til búið er að samræma framburð, sem er ekki tilgangurinn.“ Einnig snúist gæsluvarðhald um að geta farið í húsleitir. „Í þessu öllu eru einu rannsóknarhagsmunirnir. Þeir eru ekki svo gríðarlega flóknir. Það á ekki að taka það langan tíma að fara í þær rannsóknaraðgerðir, þó að málin séu flókin, til þess að rannsaka það sem sakborningarnir geta ekki haft áhrif á, sem eru framburðir annarra vitna eða sakborninga eða húsleitir og svo framvegis. Rannsóknargögnin í þessum stóru málum sem varða peningaþvætti, þau gögn liggja öll fyrir í bönkunum o.s.frv. og það eru að lang mestu leyti atriði sem sakborningar geta ekki haft áhrif á. Þannig þetta er bara húmbúkk, að það þurfi einhverjar auknar heimildir og það er stórkostlegt skref aftur á bak ef menn ætla að fara að taka undir þessi sjónarmið. Lögreglan Tengdar fréttir Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 9. júní 2022 19:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi. Evrópuráðið hafi þrýst á íslenska löggjafann að herða skilyrðin Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður segir hugmyndina boða mikla afturför. „Þetta er skref aftur á bak í þeim lagalegu og réttarfarslegu framförum sem átt hafa sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafa þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann á Íslandi að einmitt herða skilyrðin og minnka notkun á einangrun í gæsluvarðhaldi og gæsluvarðhaldi og herða skilyrði fyrir einangrun. Þetta yrði bara mikið skref aftur á bak og myndi þar að auki stórfjölga skaðabótamálum á hendur ríkinu, mál sem einstaklingar sem hefur verið haldið að ósekju eða of lengi myndu höfða.“ Lögreglustjórinn segir rannsókn á málum er varða skipulagða brotastarfsemi flókna og að heimild til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi myndu greiða fyrir rannsókn. Sveinn Andri segir lengri gæsluvarðhaldstíma ekki réttu leiðina til að takast á við málin heldur sé þetta spurning um skipulagsatriði hjá lögreglunni og rannsóknaraðilum. „Því miður hefur lögreglan í árana tíð misnotað þær gæsluvarðhaldsheimildir sem þeir hafa og það er því fráleitt að það sé ástæða til þess að slaka á kröfunum núna.“ Ekki rétta leiðin „Þetta er ekki leiðin. Það eru svo mörg skiptin sem maður hefur einmitt upplifað það að lögregla rýkur upp til handa og fóta rétt áður en gæsluvarðhaldi lýkur og tekur skýrslu. Tilgangurinn með gæsluvarðhaldi er auðvitað margskonar. Þetta sem þarna er vísað til eru rannsóknarhagsmunir. Rannsóknarhagsmunirnir felast fyrst og fremst í því að geta tekið skýrslur af sakborningum og vitnum án þess að þeir geti borið saman bækur sínar. Lögreglan hefur hins vegar haft þá tilhneigingu að reyna að halda mönnum í gæsluvarðhaldi þar til búið er að samræma framburð, sem er ekki tilgangurinn.“ Einnig snúist gæsluvarðhald um að geta farið í húsleitir. „Í þessu öllu eru einu rannsóknarhagsmunirnir. Þeir eru ekki svo gríðarlega flóknir. Það á ekki að taka það langan tíma að fara í þær rannsóknaraðgerðir, þó að málin séu flókin, til þess að rannsaka það sem sakborningarnir geta ekki haft áhrif á, sem eru framburðir annarra vitna eða sakborninga eða húsleitir og svo framvegis. Rannsóknargögnin í þessum stóru málum sem varða peningaþvætti, þau gögn liggja öll fyrir í bönkunum o.s.frv. og það eru að lang mestu leyti atriði sem sakborningar geta ekki haft áhrif á. Þannig þetta er bara húmbúkk, að það þurfi einhverjar auknar heimildir og það er stórkostlegt skref aftur á bak ef menn ætla að fara að taka undir þessi sjónarmið.
Lögreglan Tengdar fréttir Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 9. júní 2022 19:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 9. júní 2022 19:06
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25