Lið Óttars segir öldungardeildarþingmanni að halda sig frá félaginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 08:31 Lið Oakland Roots. Óttar Magnús Karlsson er þriðji frá hægri í efri röð. Twitter@oaklandrootssc Bandaríska fótboltaliðið Oakland Roots hefur sent öldungardeildarþingmanninum Ted Cruz skýr skilaboð eftir nýjasta útspil þingmannsins á Twitter-síðu sinni. Óttar Magnús Karlsson leikur með félaginu. Fótboltaliðið Oakland Roots var stofnað árið 2018. Er það staðsett í Oakland í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Framherjinn Óttar Magnús leikur með liðinu á láni frá ítalska félaginu Venezia. GOATar.Iceman @ottar7 is up for @USLChampionship Player of the Month. Be sure to place your votes by Monday, June 6 at 9 AM PT.Vote Now: https://t.co/MKCFpl8roM#KnowYourRoots pic.twitter.com/hdcI2XMObm— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 2, 2022 Óttar Magnús hefur verið frábær í treyju Oakland og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu liðsins. Hefur hann fengið mikið hrós á Twitter-síðu Oakland en það er ljóst að þar eru málefni líðandi stundar einnig tækluð. Þannig er mál með vexti að Repúblikaninn Ted Cruz birti hreyfimynd (e. GIF) á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Cruz er einkar umdeildur í starfi en hann er öldungardeildarþingmaður fyrir Texas-ríki. Sjá einnig: Strunsaði út úr viðtali þegar hann var spurður um landlægar skotárásir í Bandaríkjunum Cruz birti hreyfimynd á Twitter-síðu sinni þar sem leikmaður Oakland Roots sést segja „án leigu elskan,“ stendur það einnig á ensku á hreyfimyndinni. Með þessu er þingmaðurinn að gefa í skyn að hann búi án leigu í höfðinu á sumu fólki. Þessu tók Oakland Roots einkar illa og ljóst er að félaginu líkar ekki vel við Ted Cruz. Svarið gaf það einfaldlega til kynna: Yo @tedcruz, keep Roots GIFs off your feed and out your mouth. Oakland don t like you. https://t.co/eiOtcokOhT— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 9, 2022 „Yo Ted Cruz, haltu hreyfimyndum Roots frá síðunni þinni og munninum á þér. Oakland líkar ekki vel við þig.“ Það má reikna með því óþol félagsns fyrir Cruz byggist á ummælum hans um Kaliforníu frá árinu 2020. Þar gagnrýndi ástandið í Kaliforníu og sagði ríkið ekki geta veitt þegnum sínum áreiðanlegt rafmagn. California is now unable to perform even basic functions of civilization, like having reliable electricity. Biden/Harris/AOC want to make CA s failed energy policy the standard nationwide. Hope you don t like air conditioning! https://t.co/UkKBq9HkoK— Ted Cruz (@tedcruz) August 19, 2020 Þá skaut hann í kjölfarið á Joe Bidin, Kamölu Harris (núverandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna) sem og Alexandriu Ocasio-Cortez en þau eru öll Demókratar. Fótbolti Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Fótboltaliðið Oakland Roots var stofnað árið 2018. Er það staðsett í Oakland í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Framherjinn Óttar Magnús leikur með liðinu á láni frá ítalska félaginu Venezia. GOATar.Iceman @ottar7 is up for @USLChampionship Player of the Month. Be sure to place your votes by Monday, June 6 at 9 AM PT.Vote Now: https://t.co/MKCFpl8roM#KnowYourRoots pic.twitter.com/hdcI2XMObm— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 2, 2022 Óttar Magnús hefur verið frábær í treyju Oakland og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu liðsins. Hefur hann fengið mikið hrós á Twitter-síðu Oakland en það er ljóst að þar eru málefni líðandi stundar einnig tækluð. Þannig er mál með vexti að Repúblikaninn Ted Cruz birti hreyfimynd (e. GIF) á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Cruz er einkar umdeildur í starfi en hann er öldungardeildarþingmaður fyrir Texas-ríki. Sjá einnig: Strunsaði út úr viðtali þegar hann var spurður um landlægar skotárásir í Bandaríkjunum Cruz birti hreyfimynd á Twitter-síðu sinni þar sem leikmaður Oakland Roots sést segja „án leigu elskan,“ stendur það einnig á ensku á hreyfimyndinni. Með þessu er þingmaðurinn að gefa í skyn að hann búi án leigu í höfðinu á sumu fólki. Þessu tók Oakland Roots einkar illa og ljóst er að félaginu líkar ekki vel við Ted Cruz. Svarið gaf það einfaldlega til kynna: Yo @tedcruz, keep Roots GIFs off your feed and out your mouth. Oakland don t like you. https://t.co/eiOtcokOhT— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 9, 2022 „Yo Ted Cruz, haltu hreyfimyndum Roots frá síðunni þinni og munninum á þér. Oakland líkar ekki vel við þig.“ Það má reikna með því óþol félagsns fyrir Cruz byggist á ummælum hans um Kaliforníu frá árinu 2020. Þar gagnrýndi ástandið í Kaliforníu og sagði ríkið ekki geta veitt þegnum sínum áreiðanlegt rafmagn. California is now unable to perform even basic functions of civilization, like having reliable electricity. Biden/Harris/AOC want to make CA s failed energy policy the standard nationwide. Hope you don t like air conditioning! https://t.co/UkKBq9HkoK— Ted Cruz (@tedcruz) August 19, 2020 Þá skaut hann í kjölfarið á Joe Bidin, Kamölu Harris (núverandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna) sem og Alexandriu Ocasio-Cortez en þau eru öll Demókratar.
Fótbolti Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira