Lið Óttars segir öldungardeildarþingmanni að halda sig frá félaginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 08:31 Lið Oakland Roots. Óttar Magnús Karlsson er þriðji frá hægri í efri röð. Twitter@oaklandrootssc Bandaríska fótboltaliðið Oakland Roots hefur sent öldungardeildarþingmanninum Ted Cruz skýr skilaboð eftir nýjasta útspil þingmannsins á Twitter-síðu sinni. Óttar Magnús Karlsson leikur með félaginu. Fótboltaliðið Oakland Roots var stofnað árið 2018. Er það staðsett í Oakland í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Framherjinn Óttar Magnús leikur með liðinu á láni frá ítalska félaginu Venezia. GOATar.Iceman @ottar7 is up for @USLChampionship Player of the Month. Be sure to place your votes by Monday, June 6 at 9 AM PT.Vote Now: https://t.co/MKCFpl8roM#KnowYourRoots pic.twitter.com/hdcI2XMObm— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 2, 2022 Óttar Magnús hefur verið frábær í treyju Oakland og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu liðsins. Hefur hann fengið mikið hrós á Twitter-síðu Oakland en það er ljóst að þar eru málefni líðandi stundar einnig tækluð. Þannig er mál með vexti að Repúblikaninn Ted Cruz birti hreyfimynd (e. GIF) á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Cruz er einkar umdeildur í starfi en hann er öldungardeildarþingmaður fyrir Texas-ríki. Sjá einnig: Strunsaði út úr viðtali þegar hann var spurður um landlægar skotárásir í Bandaríkjunum Cruz birti hreyfimynd á Twitter-síðu sinni þar sem leikmaður Oakland Roots sést segja „án leigu elskan,“ stendur það einnig á ensku á hreyfimyndinni. Með þessu er þingmaðurinn að gefa í skyn að hann búi án leigu í höfðinu á sumu fólki. Þessu tók Oakland Roots einkar illa og ljóst er að félaginu líkar ekki vel við Ted Cruz. Svarið gaf það einfaldlega til kynna: Yo @tedcruz, keep Roots GIFs off your feed and out your mouth. Oakland don t like you. https://t.co/eiOtcokOhT— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 9, 2022 „Yo Ted Cruz, haltu hreyfimyndum Roots frá síðunni þinni og munninum á þér. Oakland líkar ekki vel við þig.“ Það má reikna með því óþol félagsns fyrir Cruz byggist á ummælum hans um Kaliforníu frá árinu 2020. Þar gagnrýndi ástandið í Kaliforníu og sagði ríkið ekki geta veitt þegnum sínum áreiðanlegt rafmagn. California is now unable to perform even basic functions of civilization, like having reliable electricity. Biden/Harris/AOC want to make CA s failed energy policy the standard nationwide. Hope you don t like air conditioning! https://t.co/UkKBq9HkoK— Ted Cruz (@tedcruz) August 19, 2020 Þá skaut hann í kjölfarið á Joe Bidin, Kamölu Harris (núverandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna) sem og Alexandriu Ocasio-Cortez en þau eru öll Demókratar. Fótbolti Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Sjá meira
Fótboltaliðið Oakland Roots var stofnað árið 2018. Er það staðsett í Oakland í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Framherjinn Óttar Magnús leikur með liðinu á láni frá ítalska félaginu Venezia. GOATar.Iceman @ottar7 is up for @USLChampionship Player of the Month. Be sure to place your votes by Monday, June 6 at 9 AM PT.Vote Now: https://t.co/MKCFpl8roM#KnowYourRoots pic.twitter.com/hdcI2XMObm— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 2, 2022 Óttar Magnús hefur verið frábær í treyju Oakland og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu liðsins. Hefur hann fengið mikið hrós á Twitter-síðu Oakland en það er ljóst að þar eru málefni líðandi stundar einnig tækluð. Þannig er mál með vexti að Repúblikaninn Ted Cruz birti hreyfimynd (e. GIF) á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Cruz er einkar umdeildur í starfi en hann er öldungardeildarþingmaður fyrir Texas-ríki. Sjá einnig: Strunsaði út úr viðtali þegar hann var spurður um landlægar skotárásir í Bandaríkjunum Cruz birti hreyfimynd á Twitter-síðu sinni þar sem leikmaður Oakland Roots sést segja „án leigu elskan,“ stendur það einnig á ensku á hreyfimyndinni. Með þessu er þingmaðurinn að gefa í skyn að hann búi án leigu í höfðinu á sumu fólki. Þessu tók Oakland Roots einkar illa og ljóst er að félaginu líkar ekki vel við Ted Cruz. Svarið gaf það einfaldlega til kynna: Yo @tedcruz, keep Roots GIFs off your feed and out your mouth. Oakland don t like you. https://t.co/eiOtcokOhT— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 9, 2022 „Yo Ted Cruz, haltu hreyfimyndum Roots frá síðunni þinni og munninum á þér. Oakland líkar ekki vel við þig.“ Það má reikna með því óþol félagsns fyrir Cruz byggist á ummælum hans um Kaliforníu frá árinu 2020. Þar gagnrýndi ástandið í Kaliforníu og sagði ríkið ekki geta veitt þegnum sínum áreiðanlegt rafmagn. California is now unable to perform even basic functions of civilization, like having reliable electricity. Biden/Harris/AOC want to make CA s failed energy policy the standard nationwide. Hope you don t like air conditioning! https://t.co/UkKBq9HkoK— Ted Cruz (@tedcruz) August 19, 2020 Þá skaut hann í kjölfarið á Joe Bidin, Kamölu Harris (núverandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna) sem og Alexandriu Ocasio-Cortez en þau eru öll Demókratar.
Fótbolti Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Sjá meira