Ölgerðin hringd inn í Kauphöllina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2022 10:05 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og Magnús Harðarsson, forstjóri Kauphallarinnar, með bjölluna góðu. Vísir/Einar Ölgerðin er formlega orðið nýjasta fyrirtækið á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri félagsins, hringdi félagið inn á markað í morgun. Tæplega sjö þúsund hluthafar bættust í hluthafahóp Ölgerðarinnar eftir hlutafjárútboð félagsins sem lauk 27. maí síðastliðinn Hefð er fyrir því að forstjórar nýrra félaga hringi félögin inn á markað á fyrsta degi skráningar í Kauphöllinni, og á því var engin breyting í morgun þegar Andri Þór hringdi bjöllunni í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Rúmlega fjórföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. Við opnun markaða var gengi félagsins 10,04 krónur. Stærstu hluthafarnir áfram þeir stærstu eftir útboð Búið er að birta lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Ölgerðarinnar. Þar má sjá að Horn III er ennþá stærsti hluthafi félagsins eftir skráningu með 17,6 prósent hlut. Alls átti félagið 25,1 prósent hlut fyrir útboðið. Horn III er framtakssjóður með um þrjátíu hluthafa sem meðal annars eru lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og fagfjárfestar. Félagið Sindrandi er næst stærsti hluthafinn með 13,3 prósent hlut. Félagið hélt á 14,1 prósent hlut fyrir skráningu. Félagið er í eigu Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur. Akur ÖES er þriðji stærsti hluthafinn með 12,8 prósent hlut. Fyrir skráningu átti félagið 18,2 prósent. Um er að ræða framtakssjóð sem er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða. OA eignarhaldsfélag, félag í eigu Andra Þórs, forstjóri Ölgerðarinnar, og Októ Einarssonar, stjórnarformanns Ölgerðarinnar, á eftir skráningu 11,3 prósent hlut en hélt á 16,1 prósent hlut fyrir útboð. Aðrir hluthafar eiga minna en sjá má listann yfir tuttugu stærstu hluthafa hér. Samtals eiga þeir um 81,3 prósent hluta í félaginu, aðrir hluthafar eiga 18,7 prósent. Kauphöllin Ölgerðin Tengdar fréttir Í skýjunum með að hafa fært stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar Tæplega sjö þúsund nýir hluthafar hafa bæst í hóp eigenda Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar eftir hlutafjárútboð fyrirtækisins sem lauk á föstudag. Rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. 1. júní 2022 15:44 Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19 Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Sjá meira
Tæplega sjö þúsund hluthafar bættust í hluthafahóp Ölgerðarinnar eftir hlutafjárútboð félagsins sem lauk 27. maí síðastliðinn Hefð er fyrir því að forstjórar nýrra félaga hringi félögin inn á markað á fyrsta degi skráningar í Kauphöllinni, og á því var engin breyting í morgun þegar Andri Þór hringdi bjöllunni í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Rúmlega fjórföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. Við opnun markaða var gengi félagsins 10,04 krónur. Stærstu hluthafarnir áfram þeir stærstu eftir útboð Búið er að birta lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Ölgerðarinnar. Þar má sjá að Horn III er ennþá stærsti hluthafi félagsins eftir skráningu með 17,6 prósent hlut. Alls átti félagið 25,1 prósent hlut fyrir útboðið. Horn III er framtakssjóður með um þrjátíu hluthafa sem meðal annars eru lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og fagfjárfestar. Félagið Sindrandi er næst stærsti hluthafinn með 13,3 prósent hlut. Félagið hélt á 14,1 prósent hlut fyrir skráningu. Félagið er í eigu Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur. Akur ÖES er þriðji stærsti hluthafinn með 12,8 prósent hlut. Fyrir skráningu átti félagið 18,2 prósent. Um er að ræða framtakssjóð sem er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða. OA eignarhaldsfélag, félag í eigu Andra Þórs, forstjóri Ölgerðarinnar, og Októ Einarssonar, stjórnarformanns Ölgerðarinnar, á eftir skráningu 11,3 prósent hlut en hélt á 16,1 prósent hlut fyrir útboð. Aðrir hluthafar eiga minna en sjá má listann yfir tuttugu stærstu hluthafa hér. Samtals eiga þeir um 81,3 prósent hluta í félaginu, aðrir hluthafar eiga 18,7 prósent.
Kauphöllin Ölgerðin Tengdar fréttir Í skýjunum með að hafa fært stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar Tæplega sjö þúsund nýir hluthafar hafa bæst í hóp eigenda Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar eftir hlutafjárútboð fyrirtækisins sem lauk á föstudag. Rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. 1. júní 2022 15:44 Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19 Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Sjá meira
Í skýjunum með að hafa fært stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar Tæplega sjö þúsund nýir hluthafar hafa bæst í hóp eigenda Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar eftir hlutafjárútboð fyrirtækisins sem lauk á föstudag. Rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. 1. júní 2022 15:44
Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19
Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00