Ölgerðin hringd inn í Kauphöllina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2022 10:05 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og Magnús Harðarsson, forstjóri Kauphallarinnar, með bjölluna góðu. Vísir/Einar Ölgerðin er formlega orðið nýjasta fyrirtækið á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri félagsins, hringdi félagið inn á markað í morgun. Tæplega sjö þúsund hluthafar bættust í hluthafahóp Ölgerðarinnar eftir hlutafjárútboð félagsins sem lauk 27. maí síðastliðinn Hefð er fyrir því að forstjórar nýrra félaga hringi félögin inn á markað á fyrsta degi skráningar í Kauphöllinni, og á því var engin breyting í morgun þegar Andri Þór hringdi bjöllunni í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Rúmlega fjórföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. Við opnun markaða var gengi félagsins 10,04 krónur. Stærstu hluthafarnir áfram þeir stærstu eftir útboð Búið er að birta lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Ölgerðarinnar. Þar má sjá að Horn III er ennþá stærsti hluthafi félagsins eftir skráningu með 17,6 prósent hlut. Alls átti félagið 25,1 prósent hlut fyrir útboðið. Horn III er framtakssjóður með um þrjátíu hluthafa sem meðal annars eru lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og fagfjárfestar. Félagið Sindrandi er næst stærsti hluthafinn með 13,3 prósent hlut. Félagið hélt á 14,1 prósent hlut fyrir skráningu. Félagið er í eigu Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur. Akur ÖES er þriðji stærsti hluthafinn með 12,8 prósent hlut. Fyrir skráningu átti félagið 18,2 prósent. Um er að ræða framtakssjóð sem er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða. OA eignarhaldsfélag, félag í eigu Andra Þórs, forstjóri Ölgerðarinnar, og Októ Einarssonar, stjórnarformanns Ölgerðarinnar, á eftir skráningu 11,3 prósent hlut en hélt á 16,1 prósent hlut fyrir útboð. Aðrir hluthafar eiga minna en sjá má listann yfir tuttugu stærstu hluthafa hér. Samtals eiga þeir um 81,3 prósent hluta í félaginu, aðrir hluthafar eiga 18,7 prósent. Kauphöllin Ölgerðin Tengdar fréttir Í skýjunum með að hafa fært stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar Tæplega sjö þúsund nýir hluthafar hafa bæst í hóp eigenda Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar eftir hlutafjárútboð fyrirtækisins sem lauk á föstudag. Rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. 1. júní 2022 15:44 Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19 Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Tæplega sjö þúsund hluthafar bættust í hluthafahóp Ölgerðarinnar eftir hlutafjárútboð félagsins sem lauk 27. maí síðastliðinn Hefð er fyrir því að forstjórar nýrra félaga hringi félögin inn á markað á fyrsta degi skráningar í Kauphöllinni, og á því var engin breyting í morgun þegar Andri Þór hringdi bjöllunni í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Rúmlega fjórföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. Við opnun markaða var gengi félagsins 10,04 krónur. Stærstu hluthafarnir áfram þeir stærstu eftir útboð Búið er að birta lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Ölgerðarinnar. Þar má sjá að Horn III er ennþá stærsti hluthafi félagsins eftir skráningu með 17,6 prósent hlut. Alls átti félagið 25,1 prósent hlut fyrir útboðið. Horn III er framtakssjóður með um þrjátíu hluthafa sem meðal annars eru lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og fagfjárfestar. Félagið Sindrandi er næst stærsti hluthafinn með 13,3 prósent hlut. Félagið hélt á 14,1 prósent hlut fyrir skráningu. Félagið er í eigu Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur. Akur ÖES er þriðji stærsti hluthafinn með 12,8 prósent hlut. Fyrir skráningu átti félagið 18,2 prósent. Um er að ræða framtakssjóð sem er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða. OA eignarhaldsfélag, félag í eigu Andra Þórs, forstjóri Ölgerðarinnar, og Októ Einarssonar, stjórnarformanns Ölgerðarinnar, á eftir skráningu 11,3 prósent hlut en hélt á 16,1 prósent hlut fyrir útboð. Aðrir hluthafar eiga minna en sjá má listann yfir tuttugu stærstu hluthafa hér. Samtals eiga þeir um 81,3 prósent hluta í félaginu, aðrir hluthafar eiga 18,7 prósent.
Kauphöllin Ölgerðin Tengdar fréttir Í skýjunum með að hafa fært stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar Tæplega sjö þúsund nýir hluthafar hafa bæst í hóp eigenda Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar eftir hlutafjárútboð fyrirtækisins sem lauk á föstudag. Rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. 1. júní 2022 15:44 Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19 Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Í skýjunum með að hafa fært stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar Tæplega sjö þúsund nýir hluthafar hafa bæst í hóp eigenda Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar eftir hlutafjárútboð fyrirtækisins sem lauk á föstudag. Rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. 1. júní 2022 15:44
Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19
Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00