Handbolti

Elverum mistókst að tryggja sér norska meistaratitilinn á heimavelli

Atli Arason skrifar
Aron Dagur Pálsson, leikmaður Elverum.
Aron Dagur Pálsson, leikmaður Elverum.

Elverum tapaði leik þrjú í úrslitaeinvígi norska handboltans á heimavelli gegn Arendal, 25-30.

Aron Dagur Pálsson, Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Elverum unnu fyrstu tvo leikina svo allt stefndi í stórt teiti á heimavelli eftir leik þar sem meistaratitlinum yrði fagnað en allt kom fyrir ekki og Arendal tókst a.m.k. að fresta fagnaðarlátunum með fimm marka útisigri á Terningen Arena.

Hvorki Aron né Orri komu við sögu í leiknum í kvöld. Fredrik Børm, leikmaður Arendal, var markahæstur í leiknum með sjö mörk.

Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki verður meistari. Næsti leikur liðanna fer fram á Sør Amfi vellinum í Arendal þann 11. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×