Grænir hvatar í bláu hafi Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. júní 2022 14:01 Í dag, 8. júní, er alþjóðlegur dagur hafsins, en Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað hafinu þennan dag síðan árið 2008. Þótt það sé vissulega við hæfi alla daga að meta hafið að verðleikum er það sérstaklega við hæfi í dag. Hafið hefur ekki aðeins nært okkur frá upphafi byggðar, það hefur líka gefið okkur mikil verðmæti. En það eru blikur á lofti, og súrnun sjávar er raunverulegt og áþreifanlegt vandamál sem gæti haft afdrifarík áhrif á vistkerfi heimsins og afkomu Íslendinga. Okkur duga engin vettlingatök í þessum efnum og þurfum öll að leggjast á árarnar. Heilbrigð höf tryggja heilbrigða fæðu Heimshöfin eru óumdeilanlega ein af stærstu forsendum lífs á jörðinni. En þau eru í hættu, bæði vegna mengunar og ofveiði. Sú staðreynd knýr okkur til að endurmeta kúrsinn og sigla fram hjá skerjum. Við þurfum græna hvata í kerfin okkar sem aldrei fyrr. Einnig að endurhugsa og endurhanna veiðarfæri og endurskoða fiskveiðilöggjöfina svo sporna megi við ofveiði og brottkasti. Við verðum að draga úr sóun og mengun, ekki síst af völdum plasts, og endurheimta heilbrigð höf. Um 200 milljónir manna eiga allt sitt undir sjávarútvegi komið og jarðarbúar sækja stóran hluta af sínu lifibrauði til hafsins. Ekki verður heldur horft fram hjá þeirri staðreynd að helmingur súrefnis jarðar kemur úr sjónum. Hafið getur líka bundið mikið koltvíoxíð úr andrúmslofti og geymir mikið magn kolefnis. Til að snúa þessari óheillaþróun við hraðar en nú er gert, þurfum við að stórauka hafrannsóknir og fara af fullum þunga í orkuskipti. Sýnum auðlindinni virðingu Við Íslendingar eigum mikilla hagsmuna að gæta í þessum efnum og því er mikilvægt að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi og virðum alþjóðlegar skuldbindingar. Við getum og eigum að sýna gott fordæmi. Sjávarútvegur á Íslandi hefur verið í fremstu röð á heimsvísu og þeirri stöðu viljum við halda. Það gerum við með því að bera virðingu fyrir auðlindinni, stunda sjálfbærar veiðar og vernda eftir fremsta megni viðkvæm vistkerfi í hafi. Sem matvælaráðherra ætla ég að beita mér fyrir aukinni áherslu á vistkerfisnálgun þannig að tekið sé tillit til allra þátta vistkerfa við stjórn veiða. Ég vil efla verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins í samræmi við þær áherslur og markmið sem sett hafa verið í alþjóðasamningum. Og ég vil að við skoðum betur þátt hafsins í loftslagsmálum, hvort við völdum losun koltvíoxíðs úr hafinu og hvort við getum jafnvel aukið kolefnisbindingu t.d. í þara. Við höfum fjölmörg tækifæri til að vernda og nýta sem best þá miklu auðlind sem hafið er, okkar er að gæta að þeim. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í dag, 8. júní, er alþjóðlegur dagur hafsins, en Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað hafinu þennan dag síðan árið 2008. Þótt það sé vissulega við hæfi alla daga að meta hafið að verðleikum er það sérstaklega við hæfi í dag. Hafið hefur ekki aðeins nært okkur frá upphafi byggðar, það hefur líka gefið okkur mikil verðmæti. En það eru blikur á lofti, og súrnun sjávar er raunverulegt og áþreifanlegt vandamál sem gæti haft afdrifarík áhrif á vistkerfi heimsins og afkomu Íslendinga. Okkur duga engin vettlingatök í þessum efnum og þurfum öll að leggjast á árarnar. Heilbrigð höf tryggja heilbrigða fæðu Heimshöfin eru óumdeilanlega ein af stærstu forsendum lífs á jörðinni. En þau eru í hættu, bæði vegna mengunar og ofveiði. Sú staðreynd knýr okkur til að endurmeta kúrsinn og sigla fram hjá skerjum. Við þurfum græna hvata í kerfin okkar sem aldrei fyrr. Einnig að endurhugsa og endurhanna veiðarfæri og endurskoða fiskveiðilöggjöfina svo sporna megi við ofveiði og brottkasti. Við verðum að draga úr sóun og mengun, ekki síst af völdum plasts, og endurheimta heilbrigð höf. Um 200 milljónir manna eiga allt sitt undir sjávarútvegi komið og jarðarbúar sækja stóran hluta af sínu lifibrauði til hafsins. Ekki verður heldur horft fram hjá þeirri staðreynd að helmingur súrefnis jarðar kemur úr sjónum. Hafið getur líka bundið mikið koltvíoxíð úr andrúmslofti og geymir mikið magn kolefnis. Til að snúa þessari óheillaþróun við hraðar en nú er gert, þurfum við að stórauka hafrannsóknir og fara af fullum þunga í orkuskipti. Sýnum auðlindinni virðingu Við Íslendingar eigum mikilla hagsmuna að gæta í þessum efnum og því er mikilvægt að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi og virðum alþjóðlegar skuldbindingar. Við getum og eigum að sýna gott fordæmi. Sjávarútvegur á Íslandi hefur verið í fremstu röð á heimsvísu og þeirri stöðu viljum við halda. Það gerum við með því að bera virðingu fyrir auðlindinni, stunda sjálfbærar veiðar og vernda eftir fremsta megni viðkvæm vistkerfi í hafi. Sem matvælaráðherra ætla ég að beita mér fyrir aukinni áherslu á vistkerfisnálgun þannig að tekið sé tillit til allra þátta vistkerfa við stjórn veiða. Ég vil efla verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins í samræmi við þær áherslur og markmið sem sett hafa verið í alþjóðasamningum. Og ég vil að við skoðum betur þátt hafsins í loftslagsmálum, hvort við völdum losun koltvíoxíðs úr hafinu og hvort við getum jafnvel aukið kolefnisbindingu t.d. í þara. Við höfum fjölmörg tækifæri til að vernda og nýta sem best þá miklu auðlind sem hafið er, okkar er að gæta að þeim. Höfundur er matvælaráðherra.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun