Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 13:27 Gengið hefur á ýmsu hjá Lula da Silva frá því að hann lét af embætti sem forseti árið 2011. Hann var sakfelldur fyrir spillingu, bannað að bjóða sig fram til forseta en dómurinn síðar ógiltur. Vísir/EPA Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október. Lula mælist með 46% fylgi í fyrri umferð í nýrri skoðanakönnun sem var birt með, sextán prósentustigum meira en Bolsonaro, næsti keppinautur hans. Í seinni umferð þar sem kosið væri á milli þeirra tveggja mælist Lula með 54% gegn 32% Bolsonaro. Niðurstöðurnar eru í samræmi við aðrar nýlegar kannanir. Sumar þeirra benda til þess að Lula gæti unnið með allt að tuttugu og fimm prósentustiga mun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bolsonaro forseti hefur farið mikinn um möguleg kosningasvik og troðið illsakir við hæstarétt og yfirkjörstjórn landsins. Stjórnmálaskýrendur telja að þetta kunni að kosta hann stuðning á pólitísku miðjunni. Sama skoðanakönnun sem var birt í dag sýnir að 47% eru neikvæðir í garð ríkisstjórnar Bolsonaro. Lula var forseti Brasilíu frá 2003 til 2010. Saksóknarar ákærðu hann fyrir aðild að meiriháttar spillingarmáli sem skók brasilísk stjórnmál árið 2016. Hann var sakfelldur fyrir mútuþægni í tengslum við ríkisolíufyrirtækið Petrobras ári síðar og sat í fangelsi í á annað ár. Dómstóll bannaði Lula að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Spillingardómar yfir Lula voru ógiltir í fyrra og gat hann þá skráð sig aftur í framboð til forseta í ár. Brasilía Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Lula mælist með 46% fylgi í fyrri umferð í nýrri skoðanakönnun sem var birt með, sextán prósentustigum meira en Bolsonaro, næsti keppinautur hans. Í seinni umferð þar sem kosið væri á milli þeirra tveggja mælist Lula með 54% gegn 32% Bolsonaro. Niðurstöðurnar eru í samræmi við aðrar nýlegar kannanir. Sumar þeirra benda til þess að Lula gæti unnið með allt að tuttugu og fimm prósentustiga mun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bolsonaro forseti hefur farið mikinn um möguleg kosningasvik og troðið illsakir við hæstarétt og yfirkjörstjórn landsins. Stjórnmálaskýrendur telja að þetta kunni að kosta hann stuðning á pólitísku miðjunni. Sama skoðanakönnun sem var birt í dag sýnir að 47% eru neikvæðir í garð ríkisstjórnar Bolsonaro. Lula var forseti Brasilíu frá 2003 til 2010. Saksóknarar ákærðu hann fyrir aðild að meiriháttar spillingarmáli sem skók brasilísk stjórnmál árið 2016. Hann var sakfelldur fyrir mútuþægni í tengslum við ríkisolíufyrirtækið Petrobras ári síðar og sat í fangelsi í á annað ár. Dómstóll bannaði Lula að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Spillingardómar yfir Lula voru ógiltir í fyrra og gat hann þá skráð sig aftur í framboð til forseta í ár.
Brasilía Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira