„Mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2022 16:30 Það hefur lítið gengið upp hjá Aftureldingu í sumar. Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf gott þegar þjálfari er ánægður, þá er ekkert hægt að kvarta,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, eftir viðtal þjálfara Aftureldingar sem hafði rétt á undan tapað 6-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals. Alexander Aron Davorsson stýrir nýliðum Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Liðið situr á botni töflunnar með þrjú stig að loknum átta umferðum. Liðið steinlá gegn meisturum Vals en Alexander Aron var samt sem áður sáttur. „Leikmenn hljóta þá að vera spila eftir leikplaninu sem er þetta, að sækja og vera viðbúnar að fá á sig mörk. Er það ekki?“ Spurði Helena þær Mist Rúnarsdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur en þær eru sérfræðingar þáttarins. „Jújú ætli það ekki. Þú þarft að fara inn í mótið með hugmyndafræðina þína, hversu lengi ertu fastur í henni og hversu mikla trú hefur þú á henni,“ sagði Mist. „Mér finnst hann leggja svo mikla áherslu á þetta. Við vitum að hann ætlar að sækja, hann ætlar ekki að leggjast í vörn,“ skaut Helena inn í áður en Mist fékk aftur orðið. „Það er mjög erfitt á Hlíðarenda. Mögulega með allar í þrusu fínu standi og formi getur þú gert þetta í Mosó sérstaklega gegn liðunum í kringum þig. Svo er spurning hvort þú ætlir á Hlíðarenda og taka sénsinn á því að fá skell, eins og gerðist hér í kvöld. Eða ertu til í að fórna gildunum þínum í ákveðnum aðstæðum og freista þess að halda í stigið.“ Alexander Aron er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego „Við hrósuðum Aftureldingu mikið í vetur. Hann hélt hópnum saman, var með góðan bekk og virtist vera að fá inn hörkuleikmenn sem eru svo bara allar meiddar í dag. Afturelding er vissulega ágætt í að halda boltanum en á móti Val, ég veit það ekki. Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er,“ sagði Harpa. Helena tók í kjölfarið til máls og notaði íslenska kvennalandsliðið hér áður fyrr sem dæmi um lið sem náði árangri án þess að spila blússandi sóknarbolta: „stundum þarf þetta þó það sé leiðinlegt.“ „Þetta er góður punktur. Er félagið sátt við þetta? Á núna, eins og víðar, að núllstilla sig aðeins í þessari pásu og fara í naflaskoðun? Ég trúi ekki öðru en þetta þriggja manna plús teymi setjist aðeins yfir hlutina og þeir skoðaðir á raunhæfan hátt því það er mjög mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur,“ sagði Mist að lokum. Klippa: Bestu mörkin: Leikplan Aftureldingar Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Afturelding Bestu mörkin Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Alexander Aron Davorsson stýrir nýliðum Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Liðið situr á botni töflunnar með þrjú stig að loknum átta umferðum. Liðið steinlá gegn meisturum Vals en Alexander Aron var samt sem áður sáttur. „Leikmenn hljóta þá að vera spila eftir leikplaninu sem er þetta, að sækja og vera viðbúnar að fá á sig mörk. Er það ekki?“ Spurði Helena þær Mist Rúnarsdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur en þær eru sérfræðingar þáttarins. „Jújú ætli það ekki. Þú þarft að fara inn í mótið með hugmyndafræðina þína, hversu lengi ertu fastur í henni og hversu mikla trú hefur þú á henni,“ sagði Mist. „Mér finnst hann leggja svo mikla áherslu á þetta. Við vitum að hann ætlar að sækja, hann ætlar ekki að leggjast í vörn,“ skaut Helena inn í áður en Mist fékk aftur orðið. „Það er mjög erfitt á Hlíðarenda. Mögulega með allar í þrusu fínu standi og formi getur þú gert þetta í Mosó sérstaklega gegn liðunum í kringum þig. Svo er spurning hvort þú ætlir á Hlíðarenda og taka sénsinn á því að fá skell, eins og gerðist hér í kvöld. Eða ertu til í að fórna gildunum þínum í ákveðnum aðstæðum og freista þess að halda í stigið.“ Alexander Aron er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego „Við hrósuðum Aftureldingu mikið í vetur. Hann hélt hópnum saman, var með góðan bekk og virtist vera að fá inn hörkuleikmenn sem eru svo bara allar meiddar í dag. Afturelding er vissulega ágætt í að halda boltanum en á móti Val, ég veit það ekki. Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er,“ sagði Harpa. Helena tók í kjölfarið til máls og notaði íslenska kvennalandsliðið hér áður fyrr sem dæmi um lið sem náði árangri án þess að spila blússandi sóknarbolta: „stundum þarf þetta þó það sé leiðinlegt.“ „Þetta er góður punktur. Er félagið sátt við þetta? Á núna, eins og víðar, að núllstilla sig aðeins í þessari pásu og fara í naflaskoðun? Ég trúi ekki öðru en þetta þriggja manna plús teymi setjist aðeins yfir hlutina og þeir skoðaðir á raunhæfan hátt því það er mjög mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur,“ sagði Mist að lokum. Klippa: Bestu mörkin: Leikplan Aftureldingar
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Afturelding Bestu mörkin Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira