Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 11:39 Eyþór Ívar forseti Akademias, Harpa framkvæmdastjóri Hoobla og Guðmundur Arnar framkvæmdastjóri Akademias. Aðsend Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. Í tilkynningu segir að kaupin hafi gengið í gegn í apríl síðstliðinn og hafi vörumerkin þegar verið tengd saman. Ekkert segir um kaupverð í tilkynningunni. Þar segir að yfir fjögur hundruð sérfræðingar séu nú aðgengilegir viðskiptavinum Hoobla, sem aðstoði fyrirtæki við að fá sérfræðinga til starfa í tímabundin verkefni og störf í lágu starfshlutfalli. Félagið hóf starfsemi sína um mitt ár í fyrra. „Samlegðaráhrif fyrirtækjanna tveggja eru ótvíræð. Hoobla hverfist um að skapa vettvang sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að finna réttu sérfræðingana, til lengri eða skemmri tíma, í afmörkuð verkefni og sömuleiðis aðstoðar Hoobla sjálfstætt starfandi sérfræðinga við að fá verkefni. Akademias hefur frá stofnun verið vettvangur menntunar og þjálfunar sérfræðinga, hvort sem um ræðir einstaklinga eða innan fyrirtækja eða stofnana, þar sem meginmarkmiðið er að efla þekkingu, hugvit og færni,“ segir í tilkynningunni. Fjölgun „giggarastarfa“ Haft er eftir Hörpu Magnúsdóttur, stofnanda, framkvæmdastjóra og hinum eiganda Hoobla, að í samstarfi við klasann starfi fjölbreyttur hópur sérfræðinga, yfir fjögur hundruð manns, á sviði mannauðsmála, gæðamála, fjármála, sölu- og markaðsmála, upplýsingatækni og stjórnunar. „En skortur á aðgengi að sérfræðingum skilar sér í hröðum vexti í giggarastörfum á Íslandi. Ávinningur fyrirtækja, sérstaklega lítilla og millistórra fyrirtækja, er ótvíræður. Fyrirtæki eru þá að nýta sér þjónustu sérfræðinga og stjórnenda í 10-20% starfshlutfalli eða í tímabundin verkefni, sem þeir hefðu ekki kost á að hafa í fullu starfi,” segir Harpa. Breyttur vinnumarkaður Þá segir Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, að vinnumarkaðurinn sé að breytast og að sífellt stærri hluti hans eru sérfræðingar sem vinna fyrir fleiri en eitt fyrirtæki til skemmri og lengri tíma. „Það er hagkvæmt bæði fyrir fyrirtæki og sérfræðinga. Starfsmenn Hoobla og Akademias eru átta talsins auk þess sem fyrirtækin nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Starfsemi fyrirtækjanna er til húsa í Borgartúni 23, þar sem má finna bæði skrifstofur, snjallkennslustofur og upptökuver. Kaup og sala fyrirtækja Vinnumarkaður Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Í tilkynningu segir að kaupin hafi gengið í gegn í apríl síðstliðinn og hafi vörumerkin þegar verið tengd saman. Ekkert segir um kaupverð í tilkynningunni. Þar segir að yfir fjögur hundruð sérfræðingar séu nú aðgengilegir viðskiptavinum Hoobla, sem aðstoði fyrirtæki við að fá sérfræðinga til starfa í tímabundin verkefni og störf í lágu starfshlutfalli. Félagið hóf starfsemi sína um mitt ár í fyrra. „Samlegðaráhrif fyrirtækjanna tveggja eru ótvíræð. Hoobla hverfist um að skapa vettvang sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að finna réttu sérfræðingana, til lengri eða skemmri tíma, í afmörkuð verkefni og sömuleiðis aðstoðar Hoobla sjálfstætt starfandi sérfræðinga við að fá verkefni. Akademias hefur frá stofnun verið vettvangur menntunar og þjálfunar sérfræðinga, hvort sem um ræðir einstaklinga eða innan fyrirtækja eða stofnana, þar sem meginmarkmiðið er að efla þekkingu, hugvit og færni,“ segir í tilkynningunni. Fjölgun „giggarastarfa“ Haft er eftir Hörpu Magnúsdóttur, stofnanda, framkvæmdastjóra og hinum eiganda Hoobla, að í samstarfi við klasann starfi fjölbreyttur hópur sérfræðinga, yfir fjögur hundruð manns, á sviði mannauðsmála, gæðamála, fjármála, sölu- og markaðsmála, upplýsingatækni og stjórnunar. „En skortur á aðgengi að sérfræðingum skilar sér í hröðum vexti í giggarastörfum á Íslandi. Ávinningur fyrirtækja, sérstaklega lítilla og millistórra fyrirtækja, er ótvíræður. Fyrirtæki eru þá að nýta sér þjónustu sérfræðinga og stjórnenda í 10-20% starfshlutfalli eða í tímabundin verkefni, sem þeir hefðu ekki kost á að hafa í fullu starfi,” segir Harpa. Breyttur vinnumarkaður Þá segir Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, að vinnumarkaðurinn sé að breytast og að sífellt stærri hluti hans eru sérfræðingar sem vinna fyrir fleiri en eitt fyrirtæki til skemmri og lengri tíma. „Það er hagkvæmt bæði fyrir fyrirtæki og sérfræðinga. Starfsmenn Hoobla og Akademias eru átta talsins auk þess sem fyrirtækin nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Starfsemi fyrirtækjanna er til húsa í Borgartúni 23, þar sem má finna bæði skrifstofur, snjallkennslustofur og upptökuver.
Kaup og sala fyrirtækja Vinnumarkaður Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira