Frábært ef ég get verið fyrirmynd fyrir unga feður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2022 10:30 Jayson Tatum, leikmaður Boston Celtics og faðir. Ezra Shaw/Getty Images Jayson Tatum, stjörnuleikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, segir það frábært ef hann getur verið fyrirmynd fyrir unga feður. Hinn 24 ára gamli Tatum hefur verið í NBA deildinni frá árinu 2017. Hann lét strax til sín taka og nú fer ekki á milli mála að um er að ræða einn besta leikmann deildarinnar í dag. Tatum er stór ástæða þess að Boston Celtics er loks komið aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar en liðið mætir Golden State Warriors í þriðja leik liðanna í nótt. Skömmu eftir að Tatum kom inn í deildina varð hann faðir. Þann 6. desember 2017 eignaðist hann soninn Jayson Tatum Junior eða einfaldlega Deuce eins og hann er nær alltaf kallaður. When Dad throws it down but it s after bedtime pic.twitter.com/xoWKIrF0hr— Boston Celtics (@celtics) March 4, 2022 Í viðtali nýverið fór Tatum yfir það hvernig sonur hans hefur hjálpað honum undanfarin ár, haldið honum einbeittum og í raun gert hann að betri manni. Hann viðurkenndi einnig að það hefði hins vegar verið erfitt að verða faðir aðeins 19 ára gamall. Tatum sér þetta þó jákvæðum augum og vonast til að geta haft áhrif á aðra unga feður. „Ef ég er fyrirmynd fyrir aðra unga feður út í heimi þá er það frábært. Ég held að við þurfum fleiri slíkar fyrirmyndir. Við þurfum einfaldlega að fleiri feður séu til staðar,“ sagði leikmaðurinn nýverið en hann og móðir Deuce, Toriah Lachell, eru ekki saman í dag. Jayson Tatum spoke on what it means to be a father to Deuce while playing in the NBA @jaytatum0 pic.twitter.com/vNiyskyemA— ESPN (@espn) June 7, 2022 Það er hins vegar ljóst að Tatum leggur sig allan fram við að vera góður faðir sem og góður körfuboltamaður. Sem stendur virðist það ganga nokkuð vel og hver veit nema Deuce geti fagnað NBA meistaratitli með pabba sínum fyrr en síðar. Staðan í einvígi Boston Celtics og Golden State Warriors í úrslitum NBA deildarinnar er 1-1 fyrir þriðja leik liðanna í kvöld. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00.25 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn sjálfur klukkan 01.00. Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Tatum hefur verið í NBA deildinni frá árinu 2017. Hann lét strax til sín taka og nú fer ekki á milli mála að um er að ræða einn besta leikmann deildarinnar í dag. Tatum er stór ástæða þess að Boston Celtics er loks komið aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar en liðið mætir Golden State Warriors í þriðja leik liðanna í nótt. Skömmu eftir að Tatum kom inn í deildina varð hann faðir. Þann 6. desember 2017 eignaðist hann soninn Jayson Tatum Junior eða einfaldlega Deuce eins og hann er nær alltaf kallaður. When Dad throws it down but it s after bedtime pic.twitter.com/xoWKIrF0hr— Boston Celtics (@celtics) March 4, 2022 Í viðtali nýverið fór Tatum yfir það hvernig sonur hans hefur hjálpað honum undanfarin ár, haldið honum einbeittum og í raun gert hann að betri manni. Hann viðurkenndi einnig að það hefði hins vegar verið erfitt að verða faðir aðeins 19 ára gamall. Tatum sér þetta þó jákvæðum augum og vonast til að geta haft áhrif á aðra unga feður. „Ef ég er fyrirmynd fyrir aðra unga feður út í heimi þá er það frábært. Ég held að við þurfum fleiri slíkar fyrirmyndir. Við þurfum einfaldlega að fleiri feður séu til staðar,“ sagði leikmaðurinn nýverið en hann og móðir Deuce, Toriah Lachell, eru ekki saman í dag. Jayson Tatum spoke on what it means to be a father to Deuce while playing in the NBA @jaytatum0 pic.twitter.com/vNiyskyemA— ESPN (@espn) June 7, 2022 Það er hins vegar ljóst að Tatum leggur sig allan fram við að vera góður faðir sem og góður körfuboltamaður. Sem stendur virðist það ganga nokkuð vel og hver veit nema Deuce geti fagnað NBA meistaratitli með pabba sínum fyrr en síðar. Staðan í einvígi Boston Celtics og Golden State Warriors í úrslitum NBA deildarinnar er 1-1 fyrir þriðja leik liðanna í kvöld. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00.25 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn sjálfur klukkan 01.00.
Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Sjá meira