Úkraínsku meistararnir gætu tekið þátt í þýsku B-deildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2022 07:00 Motor Zaporozhye gæti fengið að taka þátt í þýski B-deildinni í handbolta. Dmytro Smolyenko/ Ukrinform/Barcroft Media via Getty Images Úkraínsku meistararnir í handbolta, Motor Zaporozhye, gætu tekið þátt í þýsku B-deildinni á næsta tímabili, án þess þó að taka þátt í deildarkeppninni sjálfri. Frá þessu er greint á handboltamiðlinum Handball-World, en deildarkeppnin í Úkraínu hefur legið í dvala eftir að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Þetta yrði gert til að liðsmenn Motor Zaporozhye gætu haldið sér í leikformi fyrir átökin í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur verið með fast sæti síðan tímabilið 2013-2014. Samkvæmt heimildum handboltamiðilsins íhugar þýska handknattleikssambandið það nú fyrir alvöru að veita Motor Zaporozhye einhverskonar gestasæti í þýsku B-deildinni. Félagið þurfti að draga sig úr keppni í Meistaradeildinni á þessu tímabili sökum stríðsins í heimalandinu, en liðið gæti þó fengið keppnisrétt á næsta tímabili í gegnum svokallað „Wildcard“. Úkraínska liðið myndi þá leika heimaleiki sína í Þýskalandi og halda sér í leikformi með því að spila í þýsku B-deildinni. The Ukranian top club Motor Zaporozhye may be able to participate in the 2nd Bundesliga next season. And maybe after all also the EHF Champions League. Great news!https://t.co/azHbGN7GxR#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 7, 2022 Fækkun liða gæti reynst happafengur fyrir Zaporozhye Ástæðan fyrir því að þessi möguleiki er fyrir hendi er sú að nú er unnið í því að fækka liðum í þýsku B-deildinni. Á nýafstöðnu tímabili voru 20 lið í deildinni, en þrjú lið féllu á meðan aðeins tvö fóru upp í úrvalsdeildina. Á næsta tímabili verður liðunum svo fækkað niður í 18. Þar sem að 19 lið verða í deildinni á næsta tímabili þýðir það að eitt lið situr hjá í hverri umferð. Það myndi gefa Zaporozhye tækifæri til að spila gegn því liði þá vikuna og koma þannig í veg fyrir að eitt lið lendi í langri pásu á milli leikja. Motor Zaporozhye gæti þó ekki beint tekið þátt í þýsku B-deildinni af lagalegum ástæðum. Leikir liðsins gegn þýsku liðunum myndu ekki telja til stiga í deildarkeppninni. Þetta fyrirkomulag myndi þó gefa þýsku liðunum einn auka heimaleik á næsta tímabili. Eitt auka tækifæri til að spila fyrir framan sína stuðningsmenn og á sama tíma beina athyglinni að þeim atburðum sem nú eiga sér stað í Úkraínu. Þýski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Frá þessu er greint á handboltamiðlinum Handball-World, en deildarkeppnin í Úkraínu hefur legið í dvala eftir að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Þetta yrði gert til að liðsmenn Motor Zaporozhye gætu haldið sér í leikformi fyrir átökin í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur verið með fast sæti síðan tímabilið 2013-2014. Samkvæmt heimildum handboltamiðilsins íhugar þýska handknattleikssambandið það nú fyrir alvöru að veita Motor Zaporozhye einhverskonar gestasæti í þýsku B-deildinni. Félagið þurfti að draga sig úr keppni í Meistaradeildinni á þessu tímabili sökum stríðsins í heimalandinu, en liðið gæti þó fengið keppnisrétt á næsta tímabili í gegnum svokallað „Wildcard“. Úkraínska liðið myndi þá leika heimaleiki sína í Þýskalandi og halda sér í leikformi með því að spila í þýsku B-deildinni. The Ukranian top club Motor Zaporozhye may be able to participate in the 2nd Bundesliga next season. And maybe after all also the EHF Champions League. Great news!https://t.co/azHbGN7GxR#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 7, 2022 Fækkun liða gæti reynst happafengur fyrir Zaporozhye Ástæðan fyrir því að þessi möguleiki er fyrir hendi er sú að nú er unnið í því að fækka liðum í þýsku B-deildinni. Á nýafstöðnu tímabili voru 20 lið í deildinni, en þrjú lið féllu á meðan aðeins tvö fóru upp í úrvalsdeildina. Á næsta tímabili verður liðunum svo fækkað niður í 18. Þar sem að 19 lið verða í deildinni á næsta tímabili þýðir það að eitt lið situr hjá í hverri umferð. Það myndi gefa Zaporozhye tækifæri til að spila gegn því liði þá vikuna og koma þannig í veg fyrir að eitt lið lendi í langri pásu á milli leikja. Motor Zaporozhye gæti þó ekki beint tekið þátt í þýsku B-deildinni af lagalegum ástæðum. Leikir liðsins gegn þýsku liðunum myndu ekki telja til stiga í deildarkeppninni. Þetta fyrirkomulag myndi þó gefa þýsku liðunum einn auka heimaleik á næsta tímabili. Eitt auka tækifæri til að spila fyrir framan sína stuðningsmenn og á sama tíma beina athyglinni að þeim atburðum sem nú eiga sér stað í Úkraínu.
Þýski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða