„Rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2022 19:45 Bjarni Fritzson er tekinn við þjálfun ÍR-inga á ný. Stöð 2 Bjarni Fritzson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild ÍR og mun því þjálfa liðið næstu árin í Olís-deild karla í handbolta. Hann segir verkefnið sem framundan er spennandi. Bjarni þjálfaði ÍR-inga með góðum árangri frá 2014 til 2020, en liðið lék í Grill66-deildinni á seinasta tímabili. „Við erum að koma hérna upp og við erum að flytja í nýja aðstöðu þannig að þetta er svakalega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ sagði Bjarni í samtali við Gaupa á Stöð 2 í dag. „Það er rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum. Við erum að ala svakalega mikið af góðum strákum upp þannig að lít á þett sem skemmtilega og spennandi áskorun.“ Seinast þegar ÍR-ingar voru í Olís-deildinni var gengið ekki gott. Liðið féll tímabilið 2020-2021 án þess að fá eitt einasta stig, en Bjarni telur þó ekki að hann þurfi að styrkja hópinn mikið fyrir komandi tímabil. „Þegar ég fór að skoða þetta aðeins betur þá er fullt af tækifærum í þessum leikmannahóp og mikið af flottum strákum sem ég þekki vel. Augljóslega þarf maður að finna góðar og réttar styrkingar þegar lið kemur svona upp og vonandi tekst það.“ Lyftistöng fyrir félagið ÍR-ingar eru að flytja sig í nýja aðstöðu og í félaginu er unnið mikið og gott starf. Bjarni segir að þetta sé eitthvað sem lengi hafi verið beðið eftir í Breiðholtinu og að þetta muni sameina félagið. „Þetta mun bara gjörbreyta öllu. Ég segi það að þetta muni færa okkur upp um mörg „level“ og líka bara sameina félagið sem við erum búin að bíða eftir síðan ég var svona sex ára. Þess vegna vill ég líka taka þátt, af því að maður er búinn að bíða eftir þessari aðstöðu og þessari umgjörð síðan maður var lítill polli. Loksins þegar þetta tekst að þá langar manni að taka þátt.“ Klippa: Bjarni Fritzson Bjarni kemur aftur inn í þjálfun eftir að hafa verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni þar sem hann gat horft á handboltann á Íslandi með öðrum augum en á hliðarlínunni. Hann segir hluta af ástæðunni fyrir því að hann hafi snúið aftur í þjálfun vera gæði deildarinnar. „Ein af ástæðunum fyrir því að mig langaði að fara aftur inn í þetta var að mér fannst handboltinn sem var spilaður hérna - sérstaklega undir lokin hjá Val og ÍBV - gjörsamlega stórkostlegur.“ „Ég algjörlega heillaðist af honum og mér fannst svo frábært að sjá hversu virkilega góðu handbolti er spilaður hérna. Þannig að mig langaði pínu að taka þátt í því. Við erum að þróa okkur í átt að því að vera þessi sjúklega hraði og skemmtilegi handbolti og svo eru menn líka að leggja alveg svakalega mikið í þetta. Ungu strákarnir eru langt á undan öllum öðrum. Byrjaðir í ólympískum lyftingum og gera sig klára. Þannig að við erum að fá þá mjög snemma bara ótrúlega flotta inn í deildina.“ „Grunnurinn er miklu betri en þegar ég var að koma upp og þessir strákar eru miklu, miklu betri en við,“ sagði Bjarni léttur að lokum. Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira
Bjarni þjálfaði ÍR-inga með góðum árangri frá 2014 til 2020, en liðið lék í Grill66-deildinni á seinasta tímabili. „Við erum að koma hérna upp og við erum að flytja í nýja aðstöðu þannig að þetta er svakalega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ sagði Bjarni í samtali við Gaupa á Stöð 2 í dag. „Það er rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum. Við erum að ala svakalega mikið af góðum strákum upp þannig að lít á þett sem skemmtilega og spennandi áskorun.“ Seinast þegar ÍR-ingar voru í Olís-deildinni var gengið ekki gott. Liðið féll tímabilið 2020-2021 án þess að fá eitt einasta stig, en Bjarni telur þó ekki að hann þurfi að styrkja hópinn mikið fyrir komandi tímabil. „Þegar ég fór að skoða þetta aðeins betur þá er fullt af tækifærum í þessum leikmannahóp og mikið af flottum strákum sem ég þekki vel. Augljóslega þarf maður að finna góðar og réttar styrkingar þegar lið kemur svona upp og vonandi tekst það.“ Lyftistöng fyrir félagið ÍR-ingar eru að flytja sig í nýja aðstöðu og í félaginu er unnið mikið og gott starf. Bjarni segir að þetta sé eitthvað sem lengi hafi verið beðið eftir í Breiðholtinu og að þetta muni sameina félagið. „Þetta mun bara gjörbreyta öllu. Ég segi það að þetta muni færa okkur upp um mörg „level“ og líka bara sameina félagið sem við erum búin að bíða eftir síðan ég var svona sex ára. Þess vegna vill ég líka taka þátt, af því að maður er búinn að bíða eftir þessari aðstöðu og þessari umgjörð síðan maður var lítill polli. Loksins þegar þetta tekst að þá langar manni að taka þátt.“ Klippa: Bjarni Fritzson Bjarni kemur aftur inn í þjálfun eftir að hafa verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni þar sem hann gat horft á handboltann á Íslandi með öðrum augum en á hliðarlínunni. Hann segir hluta af ástæðunni fyrir því að hann hafi snúið aftur í þjálfun vera gæði deildarinnar. „Ein af ástæðunum fyrir því að mig langaði að fara aftur inn í þetta var að mér fannst handboltinn sem var spilaður hérna - sérstaklega undir lokin hjá Val og ÍBV - gjörsamlega stórkostlegur.“ „Ég algjörlega heillaðist af honum og mér fannst svo frábært að sjá hversu virkilega góðu handbolti er spilaður hérna. Þannig að mig langaði pínu að taka þátt í því. Við erum að þróa okkur í átt að því að vera þessi sjúklega hraði og skemmtilegi handbolti og svo eru menn líka að leggja alveg svakalega mikið í þetta. Ungu strákarnir eru langt á undan öllum öðrum. Byrjaðir í ólympískum lyftingum og gera sig klára. Þannig að við erum að fá þá mjög snemma bara ótrúlega flotta inn í deildina.“ „Grunnurinn er miklu betri en þegar ég var að koma upp og þessir strákar eru miklu, miklu betri en við,“ sagði Bjarni léttur að lokum. Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira