Sádar borga til að mæta Íslandi: „Skil alveg að það séu ekki allir sáttir“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2022 08:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir samspil íþrótta og pólitíkur flókið. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður knattspyrnusambands Íslands, kveðst skilja það að ekki séu allir sáttir við þá ákvörðun KSÍ að þiggja boð Sádi-Arabíu um vináttulandsleik. Hún telji þó betra að eiga samtal og reyna að nýta fótboltann til góðs en að sniðganga þjóðir. Karlalandslið Íslands í fótbolta mun mæta Sádi-Arabíu í vináttulandsleik 6. nóvember, í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu greiðir allan kostnað vegna leiksins fyrir KSÍ en Sádar nýta leikinn til að undirbúa sig fyrir sitt sjötta heimsmeistaramót; hið umdeilda HM í Katar sem hefst tveimur vikum eftir leikinn. „Allur kostnaður er greiddur af þeim“ Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International auk Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa bent á að mannréttindi séu fótum troðin í Sádi-Arabíu. Síðustu ár hefur til að mynda verið fjallað um mikinn fjölda dauðarefsinga og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en einnig að pyntingar séu notaðar sem refsing, tjáningarfrelsi sé heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda kveðst vel meðvituð um umræðuna um mannréttindabrot í Sádi-Arabíu og það sjónarmið sumra að KSÍ hefði átt að hafna tilboði Sáda en bendir á að Sádar séu fullgildir meðlimir í alþjóða fótboltasamfélaginu. Sambandið hafi þó leitað ráðlegginga hjá utanríkisráðuneytinu í fyrra varðandi möguleikann á að semja við Sáda og fengið það svar að ráðuneytið sæi ekkert athugavert við það. Íslenska landsliðið fer til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í nóvember og spilar þar við Sádi-Arabíu.vísir/Diego „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ segir Vanda. Frumkvæðið að því að leikurinn færi fram kom frá Sádum: „Þeir höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ segir Vanda. Leituðu ráða hjá utanríkisráðuneytinu „Þetta er líka svolítið flókið; hvort íþróttir og pólitík eigi leið saman. Hvaða lönd megum við þá spila við og hver ekki? Við höfum sagt að í stað þess að sniðganga sé betra að ná samtali, leiða fólk saman og fá breytingar þannig. Nota íþróttirnar sem tæki til félagslegra breytinga. Við heyrðum í utanríkisráðuneytinu á sínum tíma [í fyrra] til að vita hvort að þar væri talið að eitthvað mælti gegn því að við spiluðum þennan leik. Svo var ekki. Við höfum því frekar viljað fara þessa leið. Taka samtalið og reyna að nota fótboltann til breytinga til góðs,“ segir Vanda. Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Sádi-Arabía Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Karlalandslið Íslands í fótbolta mun mæta Sádi-Arabíu í vináttulandsleik 6. nóvember, í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu greiðir allan kostnað vegna leiksins fyrir KSÍ en Sádar nýta leikinn til að undirbúa sig fyrir sitt sjötta heimsmeistaramót; hið umdeilda HM í Katar sem hefst tveimur vikum eftir leikinn. „Allur kostnaður er greiddur af þeim“ Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International auk Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa bent á að mannréttindi séu fótum troðin í Sádi-Arabíu. Síðustu ár hefur til að mynda verið fjallað um mikinn fjölda dauðarefsinga og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en einnig að pyntingar séu notaðar sem refsing, tjáningarfrelsi sé heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda kveðst vel meðvituð um umræðuna um mannréttindabrot í Sádi-Arabíu og það sjónarmið sumra að KSÍ hefði átt að hafna tilboði Sáda en bendir á að Sádar séu fullgildir meðlimir í alþjóða fótboltasamfélaginu. Sambandið hafi þó leitað ráðlegginga hjá utanríkisráðuneytinu í fyrra varðandi möguleikann á að semja við Sáda og fengið það svar að ráðuneytið sæi ekkert athugavert við það. Íslenska landsliðið fer til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í nóvember og spilar þar við Sádi-Arabíu.vísir/Diego „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ segir Vanda. Frumkvæðið að því að leikurinn færi fram kom frá Sádum: „Þeir höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ segir Vanda. Leituðu ráða hjá utanríkisráðuneytinu „Þetta er líka svolítið flókið; hvort íþróttir og pólitík eigi leið saman. Hvaða lönd megum við þá spila við og hver ekki? Við höfum sagt að í stað þess að sniðganga sé betra að ná samtali, leiða fólk saman og fá breytingar þannig. Nota íþróttirnar sem tæki til félagslegra breytinga. Við heyrðum í utanríkisráðuneytinu á sínum tíma [í fyrra] til að vita hvort að þar væri talið að eitthvað mælti gegn því að við spiluðum þennan leik. Svo var ekki. Við höfum því frekar viljað fara þessa leið. Taka samtalið og reyna að nota fótboltann til breytinga til góðs,“ segir Vanda.
Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Sádi-Arabía Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira