Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Keflavík 3-2 | Eyjakonur tóku stigin þrjú í markaleik Einar Kárason skrifar 7. júní 2022 21:47 ÍBV vann góðan sigur í Vestmannaeyjum. Vísir/Bára Dröfn Það gustaði duglega úr austri þegar ÍBV tók á móti Keflavík á Hásteinsvelli í dag í fimm marka leik sem endaði 3-2 fyrir Eyjastúlkum. Þó stigin hafi öll orðið eftir í Vestmannaeyjum voru þau ekki auðfengin. ÍBV hóf leikinn gegn vindi en voru þrátt fyrir það mun meira með boltann í upphafi leiks og virtust líklegri til að brjóta ísinn. Samantha Murphy í marki Keflvíkinga varði skot frá bæði Olgu Sevcova og Rögnu Söru Magnúsdóttur áður en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós eftir tæplega stundarfjórðung. Þar voru gestirnir af Suðurnesjunum að verki eftir slæm varnarmistök heimaliðsins. Ana Paula Silva gerði vel í að vinna boltann inni í teig ÍBV áður en boltinn barst til Vigdísar Lilju Kristinsdóttur sem skoraði með hnitmiðuðu skoti af stuttu færi. Gestirnir komnir yfir með sinni fyrstu tilraun að marki. Eyjastúlkur sáu mun meira af boltanum og tíu mínútum eftir mark Keflvíkinga bar sóknarþungi þeirra loks árangur þegar Sandra Voitane jafnaði metin eftir sendingu frá Hönnu Kallmaier. Sandra fékk boltann inn fyrir vörn gestanna, fór framhjá Samönthu og setti boltann í autt markið. Heimastúlkur voru ekki hættar en þær komust yfir fimm mínútum síðar þegar fyrrnefnd Sandra átti frábæra fyrirgjöf frá hægri á fjærstöngina þar sem Olga var mætt og skallaði boltann í gagnstætt horn framhjá Samönthu. Við þetta vaknaði gestaliðið aftur til lífsins og áttu Keflvíkingar sín færi til að jafna metin að nýju en Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, gerði vel í markinu. Þá sér í lagi þegar Maria Pinon lét skaut að marki við vítateigshorn undir lok hálfleiksins en þar tók Guðný á honum stóra sínum og blakaði boltanum yfir markið þegar boltinn stefndi upp í samskeytin. Þegar flautað var til hálfleiks eftir fjörugar fjörtíu og fimm mínútur var staðan 2-1 fyrir ÍBV. Síðari hálfleikur var ekki nema mínútu gamall þegar dró til tíðinda. Önnur stór mistök í öftustu línu heimakvenna urðu til þess að Keflvíkingar unnu boltann sem barst því næst til Önu Silva sem gerði vel í að fara framhjá Haley Thomas, fyrirliða ÍBV, áður en hún skaut boltanum með vinstri fæti í hornið fjær framhjá Guðnýju. Áhorfendur varla sestir eftir hálfleikskaffið og leikurinn jafn á ný. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn vel og áttu tvö ágætis færi eftir jöfnunarmarkið en það var hinsvegar heimaliðið sem átti næsta leik. Olga átti þá frábæran sprett upp vinstri vænginn og komst upp að endamörkum áður en hún sendi boltann meðfram jörðinni á nærstöng þar sem Kristín Erna Sigurlásdóttur kom á ferðinni og setti boltann í netið af stuttu fæti. ÍBV komið yfir á ný þegar rúmur hálftími eftir lifði leiks. Bæði lið fengu sín færi til að bæta við en Sandra átti meðal annars skot í þverslánna áður en Samantha varði kraftlítið skot Olgu. Þrátt fyrir fínar sóknir og ágætis tilraunir beggja liða var ekki meira skorað í leiknum og lauk hann því með 3-2 sigri ÍBV sem halda áfram að gefa áhorfendum á Hásteinsvelli magasár og skemmtun beint í æð. Af hverju vann ÍBV? Heilt yfir var ÍBV sterkara liðið. Þær sýndu styrkleika sinn í að koma til baka eftir að hafa lent undir, ekki í fyrsta skiptið í sumar, og svo aftur í síðari hálfleik eftir jöfnunarmark gestanna á upphafsmínútunni. Hverjar stóðu upp úr? Framlína Eyjastúlkna bauð upp á sýningu í kvöld en þær Olga, Sandra og Kristín Erna voru frábærar og virðast þær læra betur og betur inn á hvora aðra með hverjum leiknum sem líður. Hanna Kallmaier átti einnig fínan leik á miðsvæðinu. Í liði gestanna var hin unga og efnilega Vigdís Lilja mjög spræk, þá sér í lagi í fyrri hálfleik. Hinn markaskorarinn, Anna Paula, sýndi einnig flotta takta. Hvað gekk illa? Að ónefndum dómurum leiksins sem misstu af Herjólfi og þurftu að koma sér til Eyja með Rib Safari þá voru mistök í varnarlínum beggja liða áberandi í leiknum. Bæði mörk gestanna komu eftir mistök ásamt því að fyrsta mark ÍBV var full einfalt. Hvað gerist næst? ÍBV tekur á móti Stjörnunni í Mjólkurbikarnum á föstudaginn næstkomandi en Keflvíkingar gera slíkt hið sama nema í Bestu deildinni á þriðjudaginn eftir viku. Jonathan Glenn: Sýndum styrk í að koma til baka Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV.Vísir/Vilhelm „Þetta var frábær leikur fyrir áhorfendur,” sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, að leik loknum. „Við virðumst gera okkur sjálfum þetta erfitt fyrir hérna heima fyrir, sem er gott. Við viljum fá fleira fólk á völlinn. Við sköpuðum mörg færi í dag, skutum í markrammann og skorum þrjú mörk en ég er ekki ánægður með mörkin sem við fengum á okkur. Við gáfum þeim þau, en þess fyrir utan er ég mjög ánægður.” „Fyrra mark þeirra kemur þegar við erum með öll völd á vellinum. Það var smá högg en við sýndum styrk í að koma til baka. Við sýndum viljan til þess að sækja og skora mörk. Við héldum áfram og ýttum á þær. Í hálfleik sagði ég við stelpurnar að við hefðum vindinn í bakið í seinni hálfleik og að þær ættu ekki að taka óþarfa áhættur í vörninni. Svo á fyrstu mínútu mætum við og gefum þeim mark, en það er eitthvað sem gerist. Þetta er fótbolti og svona hlutir gerast.” „Þriðja markið er eitthvað sem við erum búin að vinna með. Við viljum að framherjinn okkar mæti á nærstöngina og hún (Kristín Erna) hefur verið að vinna í þessu. Það er frábært að sjá hlutina sem við æfum virka úti á velli.” „Það er mikilvægt að þær skilji af hverju okkur gengur vel. Það er grundvöllur fyrir því. Við þurfum að vera skipulögð, skila vinnuframlagi og verjast vel. Þegar við gerum það gefur það okkur möguleika til að skapa færi. Ég þarf að halda þeim á jörðinni því allir leikir í þessari deild eru erfiðir. Við mætum ekki í neinn leik eins og hann sé gefins og ég segi þeim það á hverri einustu æfingu. Við þurfum að leggja okkur fram, á hverjum einasta degi. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkur og byggja upp sjálfstraust.” Gunnar Magnús: Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga.vísir/vilhelm Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var ánægður með fótboltann sem spilaður var á Hásteinsvelli í kvöld en var vonsvikinn með að fá ekki neitt úr leiknum. „Við höfum unnið með áherslubreytingar í sóknarleiknum sem hefur batnað mikið. Við skorum mörk í kvöld sem er eitthvað sem við höfum átt í vandræðum með. Við erum samt að leka of mörgum ódýrum mörkum. Við verðum að læra að sigla svona leikjum heim og ná sigrunum.” „Við erum að gefa of mörg mörk en í dag er ég andskoti súr með annað markið (sem Olga Sevcova skorar). Dómarinn lætur boltann detta og segir við leikmanninn að hann eigi að senda boltann til baka en þær fara upp í stórsókn og skora. Mér fannst það vera ,,unfair play” í því marki.” „Vindurinn vinnur ekki leiki en hann hjálpar til með ýmsa hluti,” sagði Gunnar varðandi mörkin tvö sem hans lið fékk á sig í fyrri hálfleik. „Það er oft gott að spila á móti vindi eins og eitt mark þeirra sýndi þar sem þær ná að stinga boltanum innfyrir. Við vorum að pressa á þær með vindinn í bakið í fyrri hálfleik. Fórum hátt á þær og komum þeim í vandræði. Þetta var kaflaskipt og þær ná að setja tvö mörk á okkur. Frammistaðan á þeim kafla var döpur en mér fannst stelpurnar svara vel og koma til baka. Seinni hálfleikurinn var að mörgu leyti góður en það neikvæða er þessi ódýru mörk sem við fengum á okkur.” „Við erum að fara hærra á völlinn. Við byrjum mótið varnarsinnuð en erum að færa okkur framar. Við sýnum fína pressu sem virkaði vel í dag. Þetta er mjög gott lið og að mörgu leyti með betri liðum sem ég hef verið með og ég er búinn að vera lengi hér í Keflavík. Þetta eru flottir leikmenn en það kannski vantar aðeins upp á þennan andlega þátt. Að kunna betur á ákvarðanatökur. Við erum að taka slæmar ákvarðanir á okkar vallarhelmingi og gefum boltann illa frá okkur. Það er eitthvað sem þarf að fínstilla. Þetta er spennandi lið en þetta er nýtt lið frá því í fyrra. Maður sér það að þær eru að slípast betur og betur saman. Þær verða að vera þolinmóðar og halda áfram þessari spilamennsku sem hefur verið á mikilli uppleið, sérstaklega sóknarleikurinn. Þá erum við hvergi bangin með framhaldið.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna ÍBV Keflavík ÍF
Það gustaði duglega úr austri þegar ÍBV tók á móti Keflavík á Hásteinsvelli í dag í fimm marka leik sem endaði 3-2 fyrir Eyjastúlkum. Þó stigin hafi öll orðið eftir í Vestmannaeyjum voru þau ekki auðfengin. ÍBV hóf leikinn gegn vindi en voru þrátt fyrir það mun meira með boltann í upphafi leiks og virtust líklegri til að brjóta ísinn. Samantha Murphy í marki Keflvíkinga varði skot frá bæði Olgu Sevcova og Rögnu Söru Magnúsdóttur áður en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós eftir tæplega stundarfjórðung. Þar voru gestirnir af Suðurnesjunum að verki eftir slæm varnarmistök heimaliðsins. Ana Paula Silva gerði vel í að vinna boltann inni í teig ÍBV áður en boltinn barst til Vigdísar Lilju Kristinsdóttur sem skoraði með hnitmiðuðu skoti af stuttu færi. Gestirnir komnir yfir með sinni fyrstu tilraun að marki. Eyjastúlkur sáu mun meira af boltanum og tíu mínútum eftir mark Keflvíkinga bar sóknarþungi þeirra loks árangur þegar Sandra Voitane jafnaði metin eftir sendingu frá Hönnu Kallmaier. Sandra fékk boltann inn fyrir vörn gestanna, fór framhjá Samönthu og setti boltann í autt markið. Heimastúlkur voru ekki hættar en þær komust yfir fimm mínútum síðar þegar fyrrnefnd Sandra átti frábæra fyrirgjöf frá hægri á fjærstöngina þar sem Olga var mætt og skallaði boltann í gagnstætt horn framhjá Samönthu. Við þetta vaknaði gestaliðið aftur til lífsins og áttu Keflvíkingar sín færi til að jafna metin að nýju en Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, gerði vel í markinu. Þá sér í lagi þegar Maria Pinon lét skaut að marki við vítateigshorn undir lok hálfleiksins en þar tók Guðný á honum stóra sínum og blakaði boltanum yfir markið þegar boltinn stefndi upp í samskeytin. Þegar flautað var til hálfleiks eftir fjörugar fjörtíu og fimm mínútur var staðan 2-1 fyrir ÍBV. Síðari hálfleikur var ekki nema mínútu gamall þegar dró til tíðinda. Önnur stór mistök í öftustu línu heimakvenna urðu til þess að Keflvíkingar unnu boltann sem barst því næst til Önu Silva sem gerði vel í að fara framhjá Haley Thomas, fyrirliða ÍBV, áður en hún skaut boltanum með vinstri fæti í hornið fjær framhjá Guðnýju. Áhorfendur varla sestir eftir hálfleikskaffið og leikurinn jafn á ný. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn vel og áttu tvö ágætis færi eftir jöfnunarmarkið en það var hinsvegar heimaliðið sem átti næsta leik. Olga átti þá frábæran sprett upp vinstri vænginn og komst upp að endamörkum áður en hún sendi boltann meðfram jörðinni á nærstöng þar sem Kristín Erna Sigurlásdóttur kom á ferðinni og setti boltann í netið af stuttu fæti. ÍBV komið yfir á ný þegar rúmur hálftími eftir lifði leiks. Bæði lið fengu sín færi til að bæta við en Sandra átti meðal annars skot í þverslánna áður en Samantha varði kraftlítið skot Olgu. Þrátt fyrir fínar sóknir og ágætis tilraunir beggja liða var ekki meira skorað í leiknum og lauk hann því með 3-2 sigri ÍBV sem halda áfram að gefa áhorfendum á Hásteinsvelli magasár og skemmtun beint í æð. Af hverju vann ÍBV? Heilt yfir var ÍBV sterkara liðið. Þær sýndu styrkleika sinn í að koma til baka eftir að hafa lent undir, ekki í fyrsta skiptið í sumar, og svo aftur í síðari hálfleik eftir jöfnunarmark gestanna á upphafsmínútunni. Hverjar stóðu upp úr? Framlína Eyjastúlkna bauð upp á sýningu í kvöld en þær Olga, Sandra og Kristín Erna voru frábærar og virðast þær læra betur og betur inn á hvora aðra með hverjum leiknum sem líður. Hanna Kallmaier átti einnig fínan leik á miðsvæðinu. Í liði gestanna var hin unga og efnilega Vigdís Lilja mjög spræk, þá sér í lagi í fyrri hálfleik. Hinn markaskorarinn, Anna Paula, sýndi einnig flotta takta. Hvað gekk illa? Að ónefndum dómurum leiksins sem misstu af Herjólfi og þurftu að koma sér til Eyja með Rib Safari þá voru mistök í varnarlínum beggja liða áberandi í leiknum. Bæði mörk gestanna komu eftir mistök ásamt því að fyrsta mark ÍBV var full einfalt. Hvað gerist næst? ÍBV tekur á móti Stjörnunni í Mjólkurbikarnum á föstudaginn næstkomandi en Keflvíkingar gera slíkt hið sama nema í Bestu deildinni á þriðjudaginn eftir viku. Jonathan Glenn: Sýndum styrk í að koma til baka Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV.Vísir/Vilhelm „Þetta var frábær leikur fyrir áhorfendur,” sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, að leik loknum. „Við virðumst gera okkur sjálfum þetta erfitt fyrir hérna heima fyrir, sem er gott. Við viljum fá fleira fólk á völlinn. Við sköpuðum mörg færi í dag, skutum í markrammann og skorum þrjú mörk en ég er ekki ánægður með mörkin sem við fengum á okkur. Við gáfum þeim þau, en þess fyrir utan er ég mjög ánægður.” „Fyrra mark þeirra kemur þegar við erum með öll völd á vellinum. Það var smá högg en við sýndum styrk í að koma til baka. Við sýndum viljan til þess að sækja og skora mörk. Við héldum áfram og ýttum á þær. Í hálfleik sagði ég við stelpurnar að við hefðum vindinn í bakið í seinni hálfleik og að þær ættu ekki að taka óþarfa áhættur í vörninni. Svo á fyrstu mínútu mætum við og gefum þeim mark, en það er eitthvað sem gerist. Þetta er fótbolti og svona hlutir gerast.” „Þriðja markið er eitthvað sem við erum búin að vinna með. Við viljum að framherjinn okkar mæti á nærstöngina og hún (Kristín Erna) hefur verið að vinna í þessu. Það er frábært að sjá hlutina sem við æfum virka úti á velli.” „Það er mikilvægt að þær skilji af hverju okkur gengur vel. Það er grundvöllur fyrir því. Við þurfum að vera skipulögð, skila vinnuframlagi og verjast vel. Þegar við gerum það gefur það okkur möguleika til að skapa færi. Ég þarf að halda þeim á jörðinni því allir leikir í þessari deild eru erfiðir. Við mætum ekki í neinn leik eins og hann sé gefins og ég segi þeim það á hverri einustu æfingu. Við þurfum að leggja okkur fram, á hverjum einasta degi. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkur og byggja upp sjálfstraust.” Gunnar Magnús: Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga.vísir/vilhelm Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var ánægður með fótboltann sem spilaður var á Hásteinsvelli í kvöld en var vonsvikinn með að fá ekki neitt úr leiknum. „Við höfum unnið með áherslubreytingar í sóknarleiknum sem hefur batnað mikið. Við skorum mörk í kvöld sem er eitthvað sem við höfum átt í vandræðum með. Við erum samt að leka of mörgum ódýrum mörkum. Við verðum að læra að sigla svona leikjum heim og ná sigrunum.” „Við erum að gefa of mörg mörk en í dag er ég andskoti súr með annað markið (sem Olga Sevcova skorar). Dómarinn lætur boltann detta og segir við leikmanninn að hann eigi að senda boltann til baka en þær fara upp í stórsókn og skora. Mér fannst það vera ,,unfair play” í því marki.” „Vindurinn vinnur ekki leiki en hann hjálpar til með ýmsa hluti,” sagði Gunnar varðandi mörkin tvö sem hans lið fékk á sig í fyrri hálfleik. „Það er oft gott að spila á móti vindi eins og eitt mark þeirra sýndi þar sem þær ná að stinga boltanum innfyrir. Við vorum að pressa á þær með vindinn í bakið í fyrri hálfleik. Fórum hátt á þær og komum þeim í vandræði. Þetta var kaflaskipt og þær ná að setja tvö mörk á okkur. Frammistaðan á þeim kafla var döpur en mér fannst stelpurnar svara vel og koma til baka. Seinni hálfleikurinn var að mörgu leyti góður en það neikvæða er þessi ódýru mörk sem við fengum á okkur.” „Við erum að fara hærra á völlinn. Við byrjum mótið varnarsinnuð en erum að færa okkur framar. Við sýnum fína pressu sem virkaði vel í dag. Þetta er mjög gott lið og að mörgu leyti með betri liðum sem ég hef verið með og ég er búinn að vera lengi hér í Keflavík. Þetta eru flottir leikmenn en það kannski vantar aðeins upp á þennan andlega þátt. Að kunna betur á ákvarðanatökur. Við erum að taka slæmar ákvarðanir á okkar vallarhelmingi og gefum boltann illa frá okkur. Það er eitthvað sem þarf að fínstilla. Þetta er spennandi lið en þetta er nýtt lið frá því í fyrra. Maður sér það að þær eru að slípast betur og betur saman. Þær verða að vera þolinmóðar og halda áfram þessari spilamennsku sem hefur verið á mikilli uppleið, sérstaklega sóknarleikurinn. Þá erum við hvergi bangin með framhaldið.”
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti