Telja kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2022 12:00 Það stefnir í töluverðar breytingar á leigubílamarkaði nái frumvarp innviðaráðherra fram að ganga. Vísir/Vilhelm Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra leggst alfarið gegn frumvarpi innviðaráðherra um leigubílakstur, sem ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Formaður félagsins segir að beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nokkuð harðorðri sameiginlegri umsögn Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama, um frumvarpið, sem Daníel Orri Einarsson, formaður beggja félaga sendi inn fyrir hönd þeirra. Í frumvarpinu, sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, hefur lagt fram, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fá undanþágu frá skyldu til að vera með gjaldmæli þegar þjónusta er seld gegn fyrirfram umsömdu föstu gjaldi. Þannig skapast til dæmis möguleiki til að útfæra lausnir sem falla að þjónustu sem farveitur á borð við Uber og Lyft bjóða upp á. Þungt hljóð hefur verið í leigubílstjórum vegna frumvarpsins, sem meðal annars er tilkomið vegna athugasemda ESA, eftirlitsstofnun EFTA, við regluverk á Íslandi í tengslum við leigubílaakstur. Í umsögn Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra og Frama er þess getið að leigubílstjórar verði ítrekað fyrir atvinnurógi af hálfi þeirra sem krefjist afregluvæðingar atvinnugreinarinnar, eins og það er orðað í umsögninni. Setja ofbeldi í garð leigubílstjóra í samhengi við kröfu um breytingar Þannig er ýmiskonar ofbeldi og ógnandi hegðun í garð leigubílstjóra sem sagt er hafa átt sér stað að undanförnu sett í samhengi við umræðu í samfélaginu um breytingar á leigubílamarkaði. „Andróðurinn gegn leigubifreiðastjórum hefur gengið svo langt að bifreiðastjórar hafa undanfarið mætt ítrekað vondri framkomu, svínað er í veg fyrir bíla, lamið á bifreiðum og bifreiðastjórar beittir ofbeldi. Á dögunum slasaðist bifreiðastjóri illa þegar farþegar veittust að honum og spörkuðu meðal annars í andlit hans. Við blasir að aðfarir gegn stéttinni undanfarið þar sem krafist er afregluvæðingar hafa beinlínis kynt undir ofbeldi í garð leigubifreiðastjóra,“ segir í umsögninni, þar sem jafn framt er lagt til að veittur verði tveggja ára aðlögunarfrestur ef ætlunin sé að gera grundvallarbreytingar á löggjöf um leigubílaakstur. Umsögnina má lesa hér. Alls bárust fimmtán umsagnir um frumvarpið, sem nú er til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Leigubílar Alþingi Samkeppnismál Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Leigubílsstjórar telja Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna Afar þungt hljóð er í leigubílsstjórum vegna frumvarps Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgangna sem gengur í grófum dráttum út á að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. 6. janúar 2022 11:00 Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. 5. janúar 2022 22:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nokkuð harðorðri sameiginlegri umsögn Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama, um frumvarpið, sem Daníel Orri Einarsson, formaður beggja félaga sendi inn fyrir hönd þeirra. Í frumvarpinu, sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, hefur lagt fram, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fá undanþágu frá skyldu til að vera með gjaldmæli þegar þjónusta er seld gegn fyrirfram umsömdu föstu gjaldi. Þannig skapast til dæmis möguleiki til að útfæra lausnir sem falla að þjónustu sem farveitur á borð við Uber og Lyft bjóða upp á. Þungt hljóð hefur verið í leigubílstjórum vegna frumvarpsins, sem meðal annars er tilkomið vegna athugasemda ESA, eftirlitsstofnun EFTA, við regluverk á Íslandi í tengslum við leigubílaakstur. Í umsögn Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra og Frama er þess getið að leigubílstjórar verði ítrekað fyrir atvinnurógi af hálfi þeirra sem krefjist afregluvæðingar atvinnugreinarinnar, eins og það er orðað í umsögninni. Setja ofbeldi í garð leigubílstjóra í samhengi við kröfu um breytingar Þannig er ýmiskonar ofbeldi og ógnandi hegðun í garð leigubílstjóra sem sagt er hafa átt sér stað að undanförnu sett í samhengi við umræðu í samfélaginu um breytingar á leigubílamarkaði. „Andróðurinn gegn leigubifreiðastjórum hefur gengið svo langt að bifreiðastjórar hafa undanfarið mætt ítrekað vondri framkomu, svínað er í veg fyrir bíla, lamið á bifreiðum og bifreiðastjórar beittir ofbeldi. Á dögunum slasaðist bifreiðastjóri illa þegar farþegar veittust að honum og spörkuðu meðal annars í andlit hans. Við blasir að aðfarir gegn stéttinni undanfarið þar sem krafist er afregluvæðingar hafa beinlínis kynt undir ofbeldi í garð leigubifreiðastjóra,“ segir í umsögninni, þar sem jafn framt er lagt til að veittur verði tveggja ára aðlögunarfrestur ef ætlunin sé að gera grundvallarbreytingar á löggjöf um leigubílaakstur. Umsögnina má lesa hér. Alls bárust fimmtán umsagnir um frumvarpið, sem nú er til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Leigubílar Alþingi Samkeppnismál Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Leigubílsstjórar telja Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna Afar þungt hljóð er í leigubílsstjórum vegna frumvarps Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgangna sem gengur í grófum dráttum út á að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. 6. janúar 2022 11:00 Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. 5. janúar 2022 22:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Leigubílsstjórar telja Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna Afar þungt hljóð er í leigubílsstjórum vegna frumvarps Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgangna sem gengur í grófum dráttum út á að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. 6. janúar 2022 11:00
Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00
Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. 5. janúar 2022 22:00