Fáránlegt að fara gegn sjötíu ára baráttu verkalýðshreyfingarinnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. júní 2022 17:33 Sigmar og Flosi í hljóðveri Bylgjunnar í morgun. Vísir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sigmar Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Atvinnufjelaginu, tókust hart á um launamál í Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í dag. Sigmar vill horfa til Norðurlandanna, þar sé dagtaxti hærri og í staðinn sé prósentuálag á hann lægra. Flosi taldi aðferðafræði Sigmars vitlausa þar sem ekki væri hægt að yfirfæra hluta úr heildarkerfum annarra landa yfir til Íslands. Sigmar hóf þáttinn á að lýsa yfir að honum hafi tekist að beina athygli að umræðunni um dagtaxta og álags sem lagt er á hann. Síðan bætti hann við „Hvatinn að þessu er að þegar við horfum í kringum okkur – alls staðar í kringum okkur – þá er jafnari munur á milli þeirra sem vinna dagvinnu versus kvöld- og helgarvinnu. Við erum alveg í sérflokki.“ Sigmar tók þó fram að hann væri ekki að tala fyrir því að laun í landinu yrðu lækkuð. Enda væru lítil- og meðalstór fyrirtæki háð því að kaupmáttur launa væri sem mestur af því þetta væru fyrirtæki sem ættu í beinum samskiptum við launafólk. Launalækkun væri versta mögulega hugmyndin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki af því ef fólk ætti ekki afgang af skylduráðstöfunarútgjöldum gætu þau ekki verslað við slík fyrirtæki. Vill horfa til Norðurlanda „Hins vegar, vitum við að kjaramál munu alltaf snúast um lágmarkslaun og menn munu semja um einhvers konar grunntaxta. Þá þurfum við að horfa hvað þýðir að semja um dagtaxta. Það þýðir að álag eftir klukkan fimm er 33% ofan á dagtaxtann og helgarvinna er 45%,“ hélt Sigmar áfram. Hann bætti við að ef horft væri til Svíþjóðar þá byrjaði álag á dagvinnutaxta að tikka inn eftir klukkan átta á kvöldin, frá sex til átta væri dagvinnutaxti. Jafnframt væru prósentuálag á kvöld- og næturvinnutaxta miklu lægra en hérlendis. Til að geta nálgast þessa prósentutölu á Norðurlöndunum væri eðlilegt að hækka einungis dagtaxta samhliða því að lækka prósentutöluna í álaginu. Sjötíu ára barátta fyrir því að geta lifað á daglaunum Flosi svaraði Sigmari með stuttri söguskýringu: „Verkalýðshreyfingin í Vestur-Evrópu hefur verið að berjast fyrir því í 70 ár að menn geti lifað á dagvinnunni. Það hefur verið samkomulag í samningum, oft harðsóttum, að menn ynnu dagvinnu á bilinu átta til fimm.“ Flosi Eiríksson telur samanburð Sigmars vitlausan. Þá segir Flosi að þegar hann byrjaði sjálfur á vinnumarkaði hafi dagurinn verið þrískiptur í dagvinnu, eftirvinnu og yfirvinnu. Verkalýðshreyfingin hafi reynt að komast úr því kerfi með skipulögðum hætti af tveimur ástæðum. Annars vegar, segir Flosi, „til að fólk geti lifað á dagvinnulaunum, það er gömul krafa,“ og hins vegar að „um kvöld og helgar, þá áttu að fá að vera með þínu fólki. Til þess að ýta atvinnulífinu í þetta var tíminn utan dagvinnu dýr. Það á að vera dýrt til að menn geri það aðeins ef þess þarf. Þetta hefur líka verið svona á Norðurlöndunum.“ Flosi bætti því að álögin sem Sigmar læsi upp á Íslandi væru einungis í skipulagðri vaktavinnu. Þegar við bærum saman þessi álög við Svíþjóð og Noreg værum við að bera það saman við heildarkerfið. Sá samanburður gengi ekki upp af því það væri ekki hægt að flytja inn aðeins hluta úr heildarkerfinu. Ferðaþjónustan borgi lægst laun og brjóti mest á kjarasamningum „Þegar þú varst yngri þá var ferðaþjónusta ekki stærsta starfsgrein á Íslandi. Ferðaþjónusta í dag skiptir íslenskt samfélag gríðarmiklu máli og þungi hennar liggur á kvöldin og um helgar,“ sagði Sigmar þá um upprifjun Flosa. Sigmar Vilhjálmsson segir lítil- og meðalstór fyrirtæki afskipt af SA. „Og ferðaþjónustan á Íslandi borgar lægst laun af öllum atvinnugreinum og í ferðaþjónustunni á Íslandi eru flest mál sem verkalýðsfélögin glíma við um kjarasamningsbrot,“ var Flosi þá fljótur að svara Sigmari. Kristján Kristjánsson skaut sér þá inn í umræðuna og spurði Flosa hvort það væri ekki rétt hjá Sigmari að á Íslandi væri nú annars konar hagkerfi en áður, hagkerfi sem tikkaði allan sólarhringinn. „Ef þú ætlar að fá launþega til að koma í vinnuna á kvöldin og um helgar, þegar við hinir erum í fríi, þá á hann að fá borgað fyrir það með sanngjörnum hætti,“ svaraði Flosi um leið. Samtökum Atvinnulífsins sama um lítil- og meðalstór fyrirtæki Sigmar færði sig þá aftur til Norðurlandanna og benti á mismuninn sem er í dag á milli samninga á Íslandi annars vegar og Svíþjóðar hins vegar: „Takið nú veikindarétt og kostnaðinn, hvar hann liggur á íslensku kerfi. Hann liggur á fyrirtækjunum. Í Svíþjóð þá taka sjúkratryggingar þátt í veikindarétti starfsmanna. Fyrirtæki greiða ekki fyrir fyrsta veikindadaginn heldur annan veikindadaginn. Það var gert til að losna við mánudagsveikina.“ Þá sagði Sigmar að í dag bæru lítil og meðalstór fyrirtæki miklu hærri hlutfallslegan kostnað af veikindarétti heldur en stóru fyrirtækin. Í þokkabót beittu Samtök Atvinnulífsins sér ekki fyrir smærri fyrirtækjunum af því atkvæðarétturinn innan SA lægi hjá stóru fyrirtækjunum. Kjarasamningar í heild sinni lægju þannig að lítil- og meðalstór fyrirtæki bæru miklu meiri hlutfallslegan kostnað en stór fyrirtæki og þess vegna væri Atvinnufjelagið nauðsynlegt. Flosi benti á að í síðustu kjarasamningum hafi verið farið fram á stór hluti kjarasamninga væri með vaxtalækkanir af því það gagnaðist heimilunum og fólki með húsnæðisskuldbindingar. Þá greip Sigmar inn í að lífskjarasamningurinn hafi verið ósamningur. Flosi gaf lítið fyrir þá gagnrýni Sigmars, lífskjarasamningarnir hafi gagnast fólki og fyrirtækjum mjög vel. „Þetta er einn besti kjarasamningur sem við höfum gert lengi. Hann byggðist á krónutölum og að lækka launin hjá fólkinu með lægstu launin. Það gekk bæði eftir. Og við sömdum um hagvaxtarauka sem fól í sér að þegar gengur vel í samfélaginu þá fái fólk á taxtalaunum einhvern hlut í því en ekki bara millistéttin og þeir sem semja beint um laun,“ sagði Flosi þá nokkuð æstur í bragði. Þegar þátturinn var um það bil að klárast vildi Sigmar koma því að, að í allri umræðu um kjarasamninga kæmi aldrei fram að lítil og meðalstór fyrirtæki, sem væru í samkeppni um starfsfólk, borguðu sjaldnast grunnlaun. Í raun væru það yfirleitt opinberir aðilar og sveitarfélögin sem borguðu grunn- og lágmarkslaun. En Flosi átti hins vegar síðasta orðið þegar hann svaraði þessari yfirlýsingu: „Þetta er bara rangt. Við sjáum það hverjir borga í lífeyrissjóðina, hverjir borga félagsgjöldin og við sjáum á hvaða kaupi það er. Það er einfaldlega rangt að þetta sé með þessum hætti.“ Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. 1. júní 2022 15:01 Hugmynd um að lækka laun Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum. 3. júní 2022 07:31 Verkalýðsforingjar ekki hrifnir af óraunhæfum hugmyndum Simma Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar telja hugmyndir athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar um jafnaðarkaup ekki vera raunhæfar. Langt sé í það að fólk samþykki slíkar breytingar. 2. júní 2022 16:33 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Sigmar hóf þáttinn á að lýsa yfir að honum hafi tekist að beina athygli að umræðunni um dagtaxta og álags sem lagt er á hann. Síðan bætti hann við „Hvatinn að þessu er að þegar við horfum í kringum okkur – alls staðar í kringum okkur – þá er jafnari munur á milli þeirra sem vinna dagvinnu versus kvöld- og helgarvinnu. Við erum alveg í sérflokki.“ Sigmar tók þó fram að hann væri ekki að tala fyrir því að laun í landinu yrðu lækkuð. Enda væru lítil- og meðalstór fyrirtæki háð því að kaupmáttur launa væri sem mestur af því þetta væru fyrirtæki sem ættu í beinum samskiptum við launafólk. Launalækkun væri versta mögulega hugmyndin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki af því ef fólk ætti ekki afgang af skylduráðstöfunarútgjöldum gætu þau ekki verslað við slík fyrirtæki. Vill horfa til Norðurlanda „Hins vegar, vitum við að kjaramál munu alltaf snúast um lágmarkslaun og menn munu semja um einhvers konar grunntaxta. Þá þurfum við að horfa hvað þýðir að semja um dagtaxta. Það þýðir að álag eftir klukkan fimm er 33% ofan á dagtaxtann og helgarvinna er 45%,“ hélt Sigmar áfram. Hann bætti við að ef horft væri til Svíþjóðar þá byrjaði álag á dagvinnutaxta að tikka inn eftir klukkan átta á kvöldin, frá sex til átta væri dagvinnutaxti. Jafnframt væru prósentuálag á kvöld- og næturvinnutaxta miklu lægra en hérlendis. Til að geta nálgast þessa prósentutölu á Norðurlöndunum væri eðlilegt að hækka einungis dagtaxta samhliða því að lækka prósentutöluna í álaginu. Sjötíu ára barátta fyrir því að geta lifað á daglaunum Flosi svaraði Sigmari með stuttri söguskýringu: „Verkalýðshreyfingin í Vestur-Evrópu hefur verið að berjast fyrir því í 70 ár að menn geti lifað á dagvinnunni. Það hefur verið samkomulag í samningum, oft harðsóttum, að menn ynnu dagvinnu á bilinu átta til fimm.“ Flosi Eiríksson telur samanburð Sigmars vitlausan. Þá segir Flosi að þegar hann byrjaði sjálfur á vinnumarkaði hafi dagurinn verið þrískiptur í dagvinnu, eftirvinnu og yfirvinnu. Verkalýðshreyfingin hafi reynt að komast úr því kerfi með skipulögðum hætti af tveimur ástæðum. Annars vegar, segir Flosi, „til að fólk geti lifað á dagvinnulaunum, það er gömul krafa,“ og hins vegar að „um kvöld og helgar, þá áttu að fá að vera með þínu fólki. Til þess að ýta atvinnulífinu í þetta var tíminn utan dagvinnu dýr. Það á að vera dýrt til að menn geri það aðeins ef þess þarf. Þetta hefur líka verið svona á Norðurlöndunum.“ Flosi bætti því að álögin sem Sigmar læsi upp á Íslandi væru einungis í skipulagðri vaktavinnu. Þegar við bærum saman þessi álög við Svíþjóð og Noreg værum við að bera það saman við heildarkerfið. Sá samanburður gengi ekki upp af því það væri ekki hægt að flytja inn aðeins hluta úr heildarkerfinu. Ferðaþjónustan borgi lægst laun og brjóti mest á kjarasamningum „Þegar þú varst yngri þá var ferðaþjónusta ekki stærsta starfsgrein á Íslandi. Ferðaþjónusta í dag skiptir íslenskt samfélag gríðarmiklu máli og þungi hennar liggur á kvöldin og um helgar,“ sagði Sigmar þá um upprifjun Flosa. Sigmar Vilhjálmsson segir lítil- og meðalstór fyrirtæki afskipt af SA. „Og ferðaþjónustan á Íslandi borgar lægst laun af öllum atvinnugreinum og í ferðaþjónustunni á Íslandi eru flest mál sem verkalýðsfélögin glíma við um kjarasamningsbrot,“ var Flosi þá fljótur að svara Sigmari. Kristján Kristjánsson skaut sér þá inn í umræðuna og spurði Flosa hvort það væri ekki rétt hjá Sigmari að á Íslandi væri nú annars konar hagkerfi en áður, hagkerfi sem tikkaði allan sólarhringinn. „Ef þú ætlar að fá launþega til að koma í vinnuna á kvöldin og um helgar, þegar við hinir erum í fríi, þá á hann að fá borgað fyrir það með sanngjörnum hætti,“ svaraði Flosi um leið. Samtökum Atvinnulífsins sama um lítil- og meðalstór fyrirtæki Sigmar færði sig þá aftur til Norðurlandanna og benti á mismuninn sem er í dag á milli samninga á Íslandi annars vegar og Svíþjóðar hins vegar: „Takið nú veikindarétt og kostnaðinn, hvar hann liggur á íslensku kerfi. Hann liggur á fyrirtækjunum. Í Svíþjóð þá taka sjúkratryggingar þátt í veikindarétti starfsmanna. Fyrirtæki greiða ekki fyrir fyrsta veikindadaginn heldur annan veikindadaginn. Það var gert til að losna við mánudagsveikina.“ Þá sagði Sigmar að í dag bæru lítil og meðalstór fyrirtæki miklu hærri hlutfallslegan kostnað af veikindarétti heldur en stóru fyrirtækin. Í þokkabót beittu Samtök Atvinnulífsins sér ekki fyrir smærri fyrirtækjunum af því atkvæðarétturinn innan SA lægi hjá stóru fyrirtækjunum. Kjarasamningar í heild sinni lægju þannig að lítil- og meðalstór fyrirtæki bæru miklu meiri hlutfallslegan kostnað en stór fyrirtæki og þess vegna væri Atvinnufjelagið nauðsynlegt. Flosi benti á að í síðustu kjarasamningum hafi verið farið fram á stór hluti kjarasamninga væri með vaxtalækkanir af því það gagnaðist heimilunum og fólki með húsnæðisskuldbindingar. Þá greip Sigmar inn í að lífskjarasamningurinn hafi verið ósamningur. Flosi gaf lítið fyrir þá gagnrýni Sigmars, lífskjarasamningarnir hafi gagnast fólki og fyrirtækjum mjög vel. „Þetta er einn besti kjarasamningur sem við höfum gert lengi. Hann byggðist á krónutölum og að lækka launin hjá fólkinu með lægstu launin. Það gekk bæði eftir. Og við sömdum um hagvaxtarauka sem fól í sér að þegar gengur vel í samfélaginu þá fái fólk á taxtalaunum einhvern hlut í því en ekki bara millistéttin og þeir sem semja beint um laun,“ sagði Flosi þá nokkuð æstur í bragði. Þegar þátturinn var um það bil að klárast vildi Sigmar koma því að, að í allri umræðu um kjarasamninga kæmi aldrei fram að lítil og meðalstór fyrirtæki, sem væru í samkeppni um starfsfólk, borguðu sjaldnast grunnlaun. Í raun væru það yfirleitt opinberir aðilar og sveitarfélögin sem borguðu grunn- og lágmarkslaun. En Flosi átti hins vegar síðasta orðið þegar hann svaraði þessari yfirlýsingu: „Þetta er bara rangt. Við sjáum það hverjir borga í lífeyrissjóðina, hverjir borga félagsgjöldin og við sjáum á hvaða kaupi það er. Það er einfaldlega rangt að þetta sé með þessum hætti.“
Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. 1. júní 2022 15:01 Hugmynd um að lækka laun Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum. 3. júní 2022 07:31 Verkalýðsforingjar ekki hrifnir af óraunhæfum hugmyndum Simma Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar telja hugmyndir athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar um jafnaðarkaup ekki vera raunhæfar. Langt sé í það að fólk samþykki slíkar breytingar. 2. júní 2022 16:33 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. 1. júní 2022 15:01
Hugmynd um að lækka laun Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum. 3. júní 2022 07:31
Verkalýðsforingjar ekki hrifnir af óraunhæfum hugmyndum Simma Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar telja hugmyndir athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar um jafnaðarkaup ekki vera raunhæfar. Langt sé í það að fólk samþykki slíkar breytingar. 2. júní 2022 16:33