Af hverju er gíraffinn með svona langan háls? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. júní 2022 08:01 Vísindamenn telja langan háls gíraffa geta verið af kynferðislegum toga. Getty Vísindamenn telja sig hafa fundið nýja skýringu á því af hverju gíraffar eru með svona langan háls. Og eins og svo oft í líffræðinni þá er skýringin af kynferðislegum toga. Ein af stóru ráðgátum náttúrunnar hefur löngum verið af hverju gíraffar eru með svona ógurlega langan háls. Það hlýtur jú að vera ástæða fyrir svona löngum hálsi sem veldur dýrinu margvíslegum erfiðleikum. Þó ekki væri nema bara fyrir þær sakir að hjartað þarf að dæla blóðinu upp í gegnum 2ja metra langan háls, sem krefst þess að blóðþrýstingur dýrsins þarf að vera mjög hár til þess að komast hjá yfirliði eða hreinlega hjartaáfalli. „Trjákrónukenningin“ Það má segja að franski náttúrufræðingurinn Jean-Baptiste Lamarck hafi í byrjun 19. sett fram kenningu sem menn hafa hallast að æ síðan. Þetta snýst jú allt um að hinir hæfustu lifi af og í tilviki gíraffanna þá höfðu þeir það fram yfir aðrar plöntuætur að þeir sátu einir að hlaðborði laufblaðanna efst í trjákrónunni. Þannig að það var alltaf nóg að bíta og brenna fyrir þá. Þessi skýring fellur einnig vel að þróunarkenningu Darwins sem var sett fram um hálfri öld síðar. En á þessum langa hálsi gæti verið önnur skýring og hana má finna í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Science, sem er eitt hið virtasta sinnar tegundar. Hún byggist hreinlega á því að ástæða þessa langa háls gíraffans sé af kynferðislegum toga. Hin nýja kenning Fyrir aldarfjórðungi fann kínverski steingervingafræðingurinn Jin Meng undarlega og óþekkta hauskúpu í Norður-Kína. Árum saman áttuðu menn sig ekki á því hvaða skepna þetta gæti verið og hún gekk einfaldlega undir heitinu „skrýtin skepna“ (guài shòu). Það sem meira er, hún virðist hafa verið einhyrningur. Áralangar rannsóknir Mengs og félaga hans hafa nú leitt til þeirrar niðurstöðu að skepnan skrýtna hafi verið náskyld gíröffum nútímans og verið uppi fyrir tæpum 17 milljónum ára. Þeir telja víst að sjaldan eða aldrei hafi verið uppi dýr með eins rammgert höfuð og sterka hálsvöðva. Og baráttan um kvendýrin fór fram með sama hætti og hjá gíröffum nútímans (og reyndar jórturdýrum yfirleitt), það er að segja, gíraffakarlarnir berjast um kerlingarnar með því að berja saman hausum. Og þá fóru yfirburðir þeirra sem höfðu lengri háls að sýna sig, þeir gátu beitt höfðinu víðar á líkama andstæðingsins og þar með barið á honum þar til hann laut í gras, bókstaflega. Þessir gíraffar fortíðarinnar yfirgáfu á einhverjum tímapunkti heimkynni sín í Kína og héldu suður á bóginn, þar komu þeir á svæði þar sem langur háls var kostur til þess að ná til fæðu sem önnur dýr náðu ekki til. Og áfram héldu hálsar þeirra að lengjast. Víst er að áhangendur „trjákrónukenningarinnar“ munu ekki gefa sig þrátt fyrir þessa rannsókn og vísindamenn munu áfram deila um þessa heillandi ráðgátu. Svo er til þriðja kenningin, reyndar nýtur lítils fylgis. Hún tengist bandaríska kvikmyndaleikaranum Chuck Norris og er svona: „Einu sinni gaf Chuck Norris hesti á kjaftinn. Afkomendur hans eru kallaðir gíraffar...“ Dýr Vísindi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Ein af stóru ráðgátum náttúrunnar hefur löngum verið af hverju gíraffar eru með svona ógurlega langan háls. Það hlýtur jú að vera ástæða fyrir svona löngum hálsi sem veldur dýrinu margvíslegum erfiðleikum. Þó ekki væri nema bara fyrir þær sakir að hjartað þarf að dæla blóðinu upp í gegnum 2ja metra langan háls, sem krefst þess að blóðþrýstingur dýrsins þarf að vera mjög hár til þess að komast hjá yfirliði eða hreinlega hjartaáfalli. „Trjákrónukenningin“ Það má segja að franski náttúrufræðingurinn Jean-Baptiste Lamarck hafi í byrjun 19. sett fram kenningu sem menn hafa hallast að æ síðan. Þetta snýst jú allt um að hinir hæfustu lifi af og í tilviki gíraffanna þá höfðu þeir það fram yfir aðrar plöntuætur að þeir sátu einir að hlaðborði laufblaðanna efst í trjákrónunni. Þannig að það var alltaf nóg að bíta og brenna fyrir þá. Þessi skýring fellur einnig vel að þróunarkenningu Darwins sem var sett fram um hálfri öld síðar. En á þessum langa hálsi gæti verið önnur skýring og hana má finna í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Science, sem er eitt hið virtasta sinnar tegundar. Hún byggist hreinlega á því að ástæða þessa langa háls gíraffans sé af kynferðislegum toga. Hin nýja kenning Fyrir aldarfjórðungi fann kínverski steingervingafræðingurinn Jin Meng undarlega og óþekkta hauskúpu í Norður-Kína. Árum saman áttuðu menn sig ekki á því hvaða skepna þetta gæti verið og hún gekk einfaldlega undir heitinu „skrýtin skepna“ (guài shòu). Það sem meira er, hún virðist hafa verið einhyrningur. Áralangar rannsóknir Mengs og félaga hans hafa nú leitt til þeirrar niðurstöðu að skepnan skrýtna hafi verið náskyld gíröffum nútímans og verið uppi fyrir tæpum 17 milljónum ára. Þeir telja víst að sjaldan eða aldrei hafi verið uppi dýr með eins rammgert höfuð og sterka hálsvöðva. Og baráttan um kvendýrin fór fram með sama hætti og hjá gíröffum nútímans (og reyndar jórturdýrum yfirleitt), það er að segja, gíraffakarlarnir berjast um kerlingarnar með því að berja saman hausum. Og þá fóru yfirburðir þeirra sem höfðu lengri háls að sýna sig, þeir gátu beitt höfðinu víðar á líkama andstæðingsins og þar með barið á honum þar til hann laut í gras, bókstaflega. Þessir gíraffar fortíðarinnar yfirgáfu á einhverjum tímapunkti heimkynni sín í Kína og héldu suður á bóginn, þar komu þeir á svæði þar sem langur háls var kostur til þess að ná til fæðu sem önnur dýr náðu ekki til. Og áfram héldu hálsar þeirra að lengjast. Víst er að áhangendur „trjákrónukenningarinnar“ munu ekki gefa sig þrátt fyrir þessa rannsókn og vísindamenn munu áfram deila um þessa heillandi ráðgátu. Svo er til þriðja kenningin, reyndar nýtur lítils fylgis. Hún tengist bandaríska kvikmyndaleikaranum Chuck Norris og er svona: „Einu sinni gaf Chuck Norris hesti á kjaftinn. Afkomendur hans eru kallaðir gíraffar...“
Dýr Vísindi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira