Jordan Peterson á leið til landsins og treður upp í Háskólabíó Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2022 17:21 Hinn mjög svo umdeildi Jordan Peterson er væntanlegur aftur til landsins og mun halda fyrirlestur í Háskólabíó þann 25. júní næstkomandi. Síðast þegar hann kom var stappfullt á fyrirlestra hans. Vísir/Vilhelm Samningar hafa tekist við Jordan Peterson, hinn umdeilda kanadíska sálfræðing og verður hann með fyrirlestur í Háskólabíó 25. júní næstkomandi. „Hann er búinn að vera að tala um að koma aftur síðan áður en hann fór héðan síðast. Mjög hrifinn og ánægður með þetta allt saman. Margt kom upp í millitíðinni, mikil veikindi hans og Covid, en núna er hann kominn í gang aftur,“ segir Gunnlaugur Jónsson sem stendur fyrir komu hans til landsins. Jordan Peterson kom hingað til lands árið 2017 einmitt þegar frægðarsól hans var rísandi og um það bil sem hún fór í hæstu hæðir. Hann hafði þá áður svo eftir var tekið mótmælt lagasetningu í heimalandi sínu sem kveður á um að fólki sé skylt að ávarpa hvernig og einn út frá því hvernig sá skilgreinir sig. Hann gaf út bókina 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos sem fór á topp metsölulista víða um heim og hefur árum saman verið einn eftirsóttasti fyrirlesari í heimi. Viðtökur síðast framar öllum vonum Stappfullt var á tvo fyrirlestra sem hann hélt í Hörpu. Það hlýtur að hafa komið ágætlega út? Gunnlaugur segir það rétt. „Þetta er enginn stórgróðabusiness. Það er frábært að fá hann og gott ef maður tapar ekki á því. Síðast bjóst ég við 150-200 manns ef vel gengi, en það komu 1700 – hann varð heimsfrægur eftir að hann ákvað að koma en áður en hann kom.“ Með Gunnlaugi og Jordan Peterson tókust ágæt kynni og hafa þeir verið í sambandi allt frá því að Jordan Peterson kom hingað árið 2017. aðsend Gunnlaugur var í hlutverki viðmælanda eða spyrils á fyrirlestrunum og í kjölfarið tókst ágætur vinskapur með þeim tveimur. En af hverju telur Gunnlaugur vert að fá hann öðru sinni til Íslands til fyrirlestrahalds? „Það er í fyrsta lagi gaman að hlusta á hann og mikil upplifun. Hann hjálpar mörgum, hvar sem það er statt í lífinu. Í öðru lagi er hann frjáls sál, þannig að hann er ekki hræddur við að segja það sem hann telur rétt, burtséð frá því sem talið er pólitískt rétt á hverjum tíma. Það er hressandi og frelsandi.“ Óttast ekki læti vegna komu sálfræðingsins umdeilda Jordan Peterson hefur alla tíð verið umdeildur og ljóst að margir hafa horn í síðu hans. Urðu einhver læti eða neikvæðar uppákomur þegar hann kom 2017? „Nei, Íslendingar hegðuðu sér betur en ég þorði að vona. Það var smá herferð gegn honum á samfélagsmiðlum en því var flestu mætt með andsvörum. Ef eitthvað er held ég að áhuginn hafi aukist við það.“ Hvernig metur þú stöðuna núna miðað við þá; var Ísland þjakaðari af rétttrúnaði, ef þannig má að orði komast, þá en nú? Eða kannski öfugt? „Ég satt að segja veit það ekki. Kannski er það pólaríseraðra? Það eru fleiri sem taka ekki þátt í rétttrúnaðinum, finnst mér í kringum mig, þannig að fólk lætur ekki svona stjórna sér. Annars sér maður rétttrúnaðinn víða, sem fyrr.“ Þannig að þú ert við öllu búinn ef til víðtækra fordæminga á Peterson kemur? „Já, það verður bara gaman.“ Jordan Peterson komst nýverið í fréttir vegna ummæla hans sem féllu á Twitter um sundfatafyrirsætu sem birtist á forsíðu Sports Illiustrated, sundfatahefti þess tímarits. Þetta féll ekki í kramið, hörð gagnrýni á Jordan Peterson tröllreið samfélagsmiðlum um tíma og kynnti hann í kjölfarið að hann væri hættur á Twitter. Reikningur hans þar er þó enn opinn og hefur Peterson sagt að svo verði áfram en hann ætli að neita sér um að lesa athugsemdir. Hefði kosið að Peterson hefði farið varlegar með gagnrýni sína En, varla eru þessi ummæli til þess fallin að milda geð heitra aktívista á netinu sem hafa krónískt horn í síðu hans? „Nei, sennilega ekki. Mér finnst persónulega að hann hefði ekki átt að taka þann tiltekna slag. Þetta var andlitsfríð kona, þótt hún væri vel í holdum – en hann sagði að hún væri ekki falleg. En punkturinn hans, sem ég skil vel, er að það sé verið að reyna að breyta fegurðarskyni fólk í þágu þess að telja ekkert eitt betra en annað, þar með talið að óheilbrigt holdafar sé fallegt, og það á forsíðu tímarits sem kennir sig við íþróttir. Gunnlaugur og Jordan Peterson heilsast á sviðinu í Hörpu.aðsend Þar er ég sammála honum, en mér finnst að hann hefði mátt láta vera að tjá sig svona um þessa tilteknu forsíðu,“ segir Gunnlaugur. Hann telur að þarna hefði Jordan Peterson mátt telja upp á tíu áður en hann tjáði sig opinberlega með þessum hætti. „Mér finnst að maður eigi að vera kurteisari en hann var þarna. Ekki láta satt kyrrt liggja, ef þetta lá honum á hjarta, heldur setja punktinn betur fram. Hann er að segja að kona sé ekki falleg (sem reyndar í þokkabót er andlitsfríð). En maður gengur ekkert um bæinn að segja fólki að það sé ljótt, þótt það sé það kannski.“ Að sögn Gunnlaugs hafa þeir Jordan Peterson haldið sambandi eftir að með þeim tókust ágæt kynni um árið. Ekki stöðugt en með hléum í þau fjögur ár sem frá eru liðin síðan Jordan Peterson kom til Íslands. Sálfræðingurinn hefur átt við veikindi að stríða, hann dró sig þá í hlé og Gunnlaugur heyrði lítið í honum á því tímabili. Segir Jordan Peterson einkar skemmtilegan viðkynningu En, hvernig náungi er þetta? Einhvern tíma var því haldið fram að erfiðasti og þar með leiðinlegasti hópur sem um getur séu 3. árs nemar í sálfræði; þeir séu stöðugt að krefjast þess að allt sé skilgreint í þaula? Jordan Peterson kemur mér að einhverju leyti þannig fyrir sjónir? „Hann er nákvæmlega eins í eigin persónu og hann er í flestum viðtölum. Rólegur, hefur mikinn áhuga á hugmyndum. Alls ekki á leiðinlegan hátt, eins og þú nefndir með sálfræðinemana, því hann er svo sanngjarn og djúpur yfirleitt. Gunnlaugur segir ekki til tilgerð í fari Jordan Peterson, hann sé nákvæmlega eins í eigin persónu og í viðtölum.vísir/vilhelm Já, mér fannst einna merkilegast hvað honum tekst að vera einlægur í viðtölum og fyrirlestrum greinilega, því hann er eins í fámennum hópi eða einrúmi.“ En, þetta er nú ekki mikill djókari? „Jú, svipað og sést í sumum fyrirlestrum hans og viðtölum,“ segir Gunnlaugur og gefur sig ekkert með það að Jordan Peterson sé með skemmtilegri mönnum. Þá lýsir Gunnlaugur því að kanadíski sálfræðingurinn hafi verið mjög ánægður með ferðina hingað á sínum tíma og hafði orð á því á flugvellinum að hann hefði ekki getað hugsað sér neitt betra. „Auk fyrirlestranna var hann í viðtölum, skoðaði Ísland, hitti sérfræðinga um goðafræði og Íslendingasögur og fleira. Hann var alsæll með þetta,“ segir Gunnlaugur sem nú er í óða önn við að undirbúa viðburðinn sem er stutt í. Samfélagsmiðlar Háskólar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Hann er búinn að vera að tala um að koma aftur síðan áður en hann fór héðan síðast. Mjög hrifinn og ánægður með þetta allt saman. Margt kom upp í millitíðinni, mikil veikindi hans og Covid, en núna er hann kominn í gang aftur,“ segir Gunnlaugur Jónsson sem stendur fyrir komu hans til landsins. Jordan Peterson kom hingað til lands árið 2017 einmitt þegar frægðarsól hans var rísandi og um það bil sem hún fór í hæstu hæðir. Hann hafði þá áður svo eftir var tekið mótmælt lagasetningu í heimalandi sínu sem kveður á um að fólki sé skylt að ávarpa hvernig og einn út frá því hvernig sá skilgreinir sig. Hann gaf út bókina 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos sem fór á topp metsölulista víða um heim og hefur árum saman verið einn eftirsóttasti fyrirlesari í heimi. Viðtökur síðast framar öllum vonum Stappfullt var á tvo fyrirlestra sem hann hélt í Hörpu. Það hlýtur að hafa komið ágætlega út? Gunnlaugur segir það rétt. „Þetta er enginn stórgróðabusiness. Það er frábært að fá hann og gott ef maður tapar ekki á því. Síðast bjóst ég við 150-200 manns ef vel gengi, en það komu 1700 – hann varð heimsfrægur eftir að hann ákvað að koma en áður en hann kom.“ Með Gunnlaugi og Jordan Peterson tókust ágæt kynni og hafa þeir verið í sambandi allt frá því að Jordan Peterson kom hingað árið 2017. aðsend Gunnlaugur var í hlutverki viðmælanda eða spyrils á fyrirlestrunum og í kjölfarið tókst ágætur vinskapur með þeim tveimur. En af hverju telur Gunnlaugur vert að fá hann öðru sinni til Íslands til fyrirlestrahalds? „Það er í fyrsta lagi gaman að hlusta á hann og mikil upplifun. Hann hjálpar mörgum, hvar sem það er statt í lífinu. Í öðru lagi er hann frjáls sál, þannig að hann er ekki hræddur við að segja það sem hann telur rétt, burtséð frá því sem talið er pólitískt rétt á hverjum tíma. Það er hressandi og frelsandi.“ Óttast ekki læti vegna komu sálfræðingsins umdeilda Jordan Peterson hefur alla tíð verið umdeildur og ljóst að margir hafa horn í síðu hans. Urðu einhver læti eða neikvæðar uppákomur þegar hann kom 2017? „Nei, Íslendingar hegðuðu sér betur en ég þorði að vona. Það var smá herferð gegn honum á samfélagsmiðlum en því var flestu mætt með andsvörum. Ef eitthvað er held ég að áhuginn hafi aukist við það.“ Hvernig metur þú stöðuna núna miðað við þá; var Ísland þjakaðari af rétttrúnaði, ef þannig má að orði komast, þá en nú? Eða kannski öfugt? „Ég satt að segja veit það ekki. Kannski er það pólaríseraðra? Það eru fleiri sem taka ekki þátt í rétttrúnaðinum, finnst mér í kringum mig, þannig að fólk lætur ekki svona stjórna sér. Annars sér maður rétttrúnaðinn víða, sem fyrr.“ Þannig að þú ert við öllu búinn ef til víðtækra fordæminga á Peterson kemur? „Já, það verður bara gaman.“ Jordan Peterson komst nýverið í fréttir vegna ummæla hans sem féllu á Twitter um sundfatafyrirsætu sem birtist á forsíðu Sports Illiustrated, sundfatahefti þess tímarits. Þetta féll ekki í kramið, hörð gagnrýni á Jordan Peterson tröllreið samfélagsmiðlum um tíma og kynnti hann í kjölfarið að hann væri hættur á Twitter. Reikningur hans þar er þó enn opinn og hefur Peterson sagt að svo verði áfram en hann ætli að neita sér um að lesa athugsemdir. Hefði kosið að Peterson hefði farið varlegar með gagnrýni sína En, varla eru þessi ummæli til þess fallin að milda geð heitra aktívista á netinu sem hafa krónískt horn í síðu hans? „Nei, sennilega ekki. Mér finnst persónulega að hann hefði ekki átt að taka þann tiltekna slag. Þetta var andlitsfríð kona, þótt hún væri vel í holdum – en hann sagði að hún væri ekki falleg. En punkturinn hans, sem ég skil vel, er að það sé verið að reyna að breyta fegurðarskyni fólk í þágu þess að telja ekkert eitt betra en annað, þar með talið að óheilbrigt holdafar sé fallegt, og það á forsíðu tímarits sem kennir sig við íþróttir. Gunnlaugur og Jordan Peterson heilsast á sviðinu í Hörpu.aðsend Þar er ég sammála honum, en mér finnst að hann hefði mátt láta vera að tjá sig svona um þessa tilteknu forsíðu,“ segir Gunnlaugur. Hann telur að þarna hefði Jordan Peterson mátt telja upp á tíu áður en hann tjáði sig opinberlega með þessum hætti. „Mér finnst að maður eigi að vera kurteisari en hann var þarna. Ekki láta satt kyrrt liggja, ef þetta lá honum á hjarta, heldur setja punktinn betur fram. Hann er að segja að kona sé ekki falleg (sem reyndar í þokkabót er andlitsfríð). En maður gengur ekkert um bæinn að segja fólki að það sé ljótt, þótt það sé það kannski.“ Að sögn Gunnlaugs hafa þeir Jordan Peterson haldið sambandi eftir að með þeim tókust ágæt kynni um árið. Ekki stöðugt en með hléum í þau fjögur ár sem frá eru liðin síðan Jordan Peterson kom til Íslands. Sálfræðingurinn hefur átt við veikindi að stríða, hann dró sig þá í hlé og Gunnlaugur heyrði lítið í honum á því tímabili. Segir Jordan Peterson einkar skemmtilegan viðkynningu En, hvernig náungi er þetta? Einhvern tíma var því haldið fram að erfiðasti og þar með leiðinlegasti hópur sem um getur séu 3. árs nemar í sálfræði; þeir séu stöðugt að krefjast þess að allt sé skilgreint í þaula? Jordan Peterson kemur mér að einhverju leyti þannig fyrir sjónir? „Hann er nákvæmlega eins í eigin persónu og hann er í flestum viðtölum. Rólegur, hefur mikinn áhuga á hugmyndum. Alls ekki á leiðinlegan hátt, eins og þú nefndir með sálfræðinemana, því hann er svo sanngjarn og djúpur yfirleitt. Gunnlaugur segir ekki til tilgerð í fari Jordan Peterson, hann sé nákvæmlega eins í eigin persónu og í viðtölum.vísir/vilhelm Já, mér fannst einna merkilegast hvað honum tekst að vera einlægur í viðtölum og fyrirlestrum greinilega, því hann er eins í fámennum hópi eða einrúmi.“ En, þetta er nú ekki mikill djókari? „Jú, svipað og sést í sumum fyrirlestrum hans og viðtölum,“ segir Gunnlaugur og gefur sig ekkert með það að Jordan Peterson sé með skemmtilegri mönnum. Þá lýsir Gunnlaugur því að kanadíski sálfræðingurinn hafi verið mjög ánægður með ferðina hingað á sínum tíma og hafði orð á því á flugvellinum að hann hefði ekki getað hugsað sér neitt betra. „Auk fyrirlestranna var hann í viðtölum, skoðaði Ísland, hitti sérfræðinga um goðafræði og Íslendingasögur og fleira. Hann var alsæll með þetta,“ segir Gunnlaugur sem nú er í óða önn við að undirbúa viðburðinn sem er stutt í.
Samfélagsmiðlar Háskólar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira