Kæru Miðflokksins vegna meints ágalla á kjörseðlum hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2022 14:27 Hér má sjá hvernig kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn saman. Yst til hægri á seðlinum er listi Miðflokksins, en á milli hans og lista Sjálfstæðisflokksins er listi Garðabæjarlistans. Kópavogs- og Garðapósturinn. Úrskurðarnefnd kosningamála hafnaði kröfu Miðflokksins í Garðabæ um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna þar vegna ágalla sem flokkurinn taldi á kjörseðlum. Frágangur kjörseðla hafi verið innan svigrúms sem yfirkjörstjórnir hafa um útlit þeirra. Kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn í tveimur brotum þegar hann var afhentur kjósendum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn. M-listi Miðflokksins fékk 3,7% atkvæða og náði ekki inn manni í bæjarstjórn. Miðflokkurinn kærði framkvæmd kosninganna og vísaði til þess að dæmi væru um að kjósendur hefðu ekki áttað sig á að fleiri listar væru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda. Umboðsmenn M-listans gerðu athugasemd á kjördag og segir framboðið að yfirkjörstjórn hafi viðurkennt mistök í kjölfarið. Starfsmönnum kjörstjórnir hafi þá verið sagt að breyta verklagi sínu. Hlutdeild flokksins í atkvæðatölum hafi aukist eftir það. „Í fyrstu og öðrum tölum hafi Miðflokkurinn mælst með samtals 3,3% en í lokatölum, eftir að verklagi hafði verið breytt, hafi flokkurinn mælst með 4,6%. Ekki sé unnt að fullyrða hvort tilviljun hafi ráðið eða ekki en ljóst sé að jafnræði hafi ekki verið viðhaft þegar sum framboð hafi verið auðsjáanleg á kjörseðli en önnur ekki,“ segir í lýsingu á málavöxtum í úrskurðinum. Miðflokkurinn hélt því meðal annars fram í kærunni að brjóta bæri kjörseðlana í miðju. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að miðjubrot væri meginregla sem kjörstjórnum bæri að líta til. Hönnun kjörfundargagna réðist meðal annars af fjölda framboðslista í viðkomandi sveitarfélagi og því ekki hægt að gefa fyrir fram út nákvæm fyrirmæli um hönnun og brot kjörseðlanna. Taldi úrskurðarnefndin að kjörgögnin í Garðabæ hafi verið í samræmi við lög. Kjósendum sem gengu inn í kjördeildir í bænum hafi ekki getað dulist að fimm listar væru í framboði. Í því ljósi yrði að telja að frágangur kjörseðilsins hefði verið innan þess svigrúms sem yfirkjörstjórni hafa til að útfæra útlit kjörseðla. Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn í tveimur brotum þegar hann var afhentur kjósendum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn. M-listi Miðflokksins fékk 3,7% atkvæða og náði ekki inn manni í bæjarstjórn. Miðflokkurinn kærði framkvæmd kosninganna og vísaði til þess að dæmi væru um að kjósendur hefðu ekki áttað sig á að fleiri listar væru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda. Umboðsmenn M-listans gerðu athugasemd á kjördag og segir framboðið að yfirkjörstjórn hafi viðurkennt mistök í kjölfarið. Starfsmönnum kjörstjórnir hafi þá verið sagt að breyta verklagi sínu. Hlutdeild flokksins í atkvæðatölum hafi aukist eftir það. „Í fyrstu og öðrum tölum hafi Miðflokkurinn mælst með samtals 3,3% en í lokatölum, eftir að verklagi hafði verið breytt, hafi flokkurinn mælst með 4,6%. Ekki sé unnt að fullyrða hvort tilviljun hafi ráðið eða ekki en ljóst sé að jafnræði hafi ekki verið viðhaft þegar sum framboð hafi verið auðsjáanleg á kjörseðli en önnur ekki,“ segir í lýsingu á málavöxtum í úrskurðinum. Miðflokkurinn hélt því meðal annars fram í kærunni að brjóta bæri kjörseðlana í miðju. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að miðjubrot væri meginregla sem kjörstjórnum bæri að líta til. Hönnun kjörfundargagna réðist meðal annars af fjölda framboðslista í viðkomandi sveitarfélagi og því ekki hægt að gefa fyrir fram út nákvæm fyrirmæli um hönnun og brot kjörseðlanna. Taldi úrskurðarnefndin að kjörgögnin í Garðabæ hafi verið í samræmi við lög. Kjósendum sem gengu inn í kjördeildir í bænum hafi ekki getað dulist að fimm listar væru í framboði. Í því ljósi yrði að telja að frágangur kjörseðilsins hefði verið innan þess svigrúms sem yfirkjörstjórni hafa til að útfæra útlit kjörseðla.
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira