Kæru Miðflokksins vegna meints ágalla á kjörseðlum hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2022 14:27 Hér má sjá hvernig kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn saman. Yst til hægri á seðlinum er listi Miðflokksins, en á milli hans og lista Sjálfstæðisflokksins er listi Garðabæjarlistans. Kópavogs- og Garðapósturinn. Úrskurðarnefnd kosningamála hafnaði kröfu Miðflokksins í Garðabæ um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna þar vegna ágalla sem flokkurinn taldi á kjörseðlum. Frágangur kjörseðla hafi verið innan svigrúms sem yfirkjörstjórnir hafa um útlit þeirra. Kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn í tveimur brotum þegar hann var afhentur kjósendum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn. M-listi Miðflokksins fékk 3,7% atkvæða og náði ekki inn manni í bæjarstjórn. Miðflokkurinn kærði framkvæmd kosninganna og vísaði til þess að dæmi væru um að kjósendur hefðu ekki áttað sig á að fleiri listar væru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda. Umboðsmenn M-listans gerðu athugasemd á kjördag og segir framboðið að yfirkjörstjórn hafi viðurkennt mistök í kjölfarið. Starfsmönnum kjörstjórnir hafi þá verið sagt að breyta verklagi sínu. Hlutdeild flokksins í atkvæðatölum hafi aukist eftir það. „Í fyrstu og öðrum tölum hafi Miðflokkurinn mælst með samtals 3,3% en í lokatölum, eftir að verklagi hafði verið breytt, hafi flokkurinn mælst með 4,6%. Ekki sé unnt að fullyrða hvort tilviljun hafi ráðið eða ekki en ljóst sé að jafnræði hafi ekki verið viðhaft þegar sum framboð hafi verið auðsjáanleg á kjörseðli en önnur ekki,“ segir í lýsingu á málavöxtum í úrskurðinum. Miðflokkurinn hélt því meðal annars fram í kærunni að brjóta bæri kjörseðlana í miðju. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að miðjubrot væri meginregla sem kjörstjórnum bæri að líta til. Hönnun kjörfundargagna réðist meðal annars af fjölda framboðslista í viðkomandi sveitarfélagi og því ekki hægt að gefa fyrir fram út nákvæm fyrirmæli um hönnun og brot kjörseðlanna. Taldi úrskurðarnefndin að kjörgögnin í Garðabæ hafi verið í samræmi við lög. Kjósendum sem gengu inn í kjördeildir í bænum hafi ekki getað dulist að fimm listar væru í framboði. Í því ljósi yrði að telja að frágangur kjörseðilsins hefði verið innan þess svigrúms sem yfirkjörstjórni hafa til að útfæra útlit kjörseðla. Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði á COP30: „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Sjá meira
Kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn í tveimur brotum þegar hann var afhentur kjósendum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn. M-listi Miðflokksins fékk 3,7% atkvæða og náði ekki inn manni í bæjarstjórn. Miðflokkurinn kærði framkvæmd kosninganna og vísaði til þess að dæmi væru um að kjósendur hefðu ekki áttað sig á að fleiri listar væru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda. Umboðsmenn M-listans gerðu athugasemd á kjördag og segir framboðið að yfirkjörstjórn hafi viðurkennt mistök í kjölfarið. Starfsmönnum kjörstjórnir hafi þá verið sagt að breyta verklagi sínu. Hlutdeild flokksins í atkvæðatölum hafi aukist eftir það. „Í fyrstu og öðrum tölum hafi Miðflokkurinn mælst með samtals 3,3% en í lokatölum, eftir að verklagi hafði verið breytt, hafi flokkurinn mælst með 4,6%. Ekki sé unnt að fullyrða hvort tilviljun hafi ráðið eða ekki en ljóst sé að jafnræði hafi ekki verið viðhaft þegar sum framboð hafi verið auðsjáanleg á kjörseðli en önnur ekki,“ segir í lýsingu á málavöxtum í úrskurðinum. Miðflokkurinn hélt því meðal annars fram í kærunni að brjóta bæri kjörseðlana í miðju. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að miðjubrot væri meginregla sem kjörstjórnum bæri að líta til. Hönnun kjörfundargagna réðist meðal annars af fjölda framboðslista í viðkomandi sveitarfélagi og því ekki hægt að gefa fyrir fram út nákvæm fyrirmæli um hönnun og brot kjörseðlanna. Taldi úrskurðarnefndin að kjörgögnin í Garðabæ hafi verið í samræmi við lög. Kjósendum sem gengu inn í kjördeildir í bænum hafi ekki getað dulist að fimm listar væru í framboði. Í því ljósi yrði að telja að frágangur kjörseðilsins hefði verið innan þess svigrúms sem yfirkjörstjórni hafa til að útfæra útlit kjörseðla.
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði á COP30: „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Sjá meira