Þorsteinn framlengir um fjögur ár við KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2022 11:25 Þorsteinn Halldórsson þjálfar A-landslið kvenna til 2026 hið minnsta. vísir/Sigurjón Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnusamband Íslands um fjögur ár. Hann skrifaði undir samning til ársins 2026, með möguleika á frekari framlengingu. Þorsteinn tók við liðinu snemma árs 2021 eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum. Jón Þór hafði stýrt liðinu á EM á Englandi sem fram fer í sumar. Þorsteinn hætti sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks til að taka við starfinu en hann stýrði Blikakonum til Íslandsmeistaratitils árið 2020. Þorsteinn hefur verið þjálfari Íslands í sex leikjum í undankeppni HM þar sem gengi landsliðsins hefur verið framar vonum. Ísland er efst í riðlinum með 15 stig eftir sex leiki, stigi á undan stórliði Hollands sem er í öðru sæti og hefur leikið jafnmarga leiki. „Ég hef haft mikla ánægju af þessu starfi síðan ég tók við. Leikmennirnir hafa gert frábæra hluti og ég er með góðan hóp í höndunum, og ekki síður finnst mér síðustu ár hafa komið í ljós hvað það er mikil og góð breidd í A landsliði kvenna, fullt af góðum leikmönnum til að velja úr. Umgjörðin sem við störfum í er fyrsta flokks og ég hlakka mjög til þess að vinna áfram að þessu verðuga verkefni“ er haft eftir Þorsteini á heimasíðu KSÍ. KSÍ semur við Þorstein til ársins 2026 Our women's team head coach Þorsteinn has signed a new contract!#dottirhttps://t.co/5OZDyoNEdl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2022 Samningurinn sem Þorsteinn skrifaði undir gildir til 2026, með framlengingarákvæði fram yfir HM 2027, komist Ísland þangað. „A landslið kvenna hefur verið að gera virkilega góða hluti og við vildum gera okkar til að tryggja áframhald á þróun liðsins næstu ár og góðu gengi þess undir stjórn Steina. Ég er mjög ánægð með samninginn og hlakka mikið til framhaldsins með þessu flotta liði og öfluga þjálfarateymi“. hefur KSÍ eftir formanni sambandsins, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Ísland hefur keppni á EM þann 10. júlí og mætir Belgíu í fyrsta leik á Akademíuvelli Manchester City. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Þorsteinn tók við liðinu snemma árs 2021 eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum. Jón Þór hafði stýrt liðinu á EM á Englandi sem fram fer í sumar. Þorsteinn hætti sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks til að taka við starfinu en hann stýrði Blikakonum til Íslandsmeistaratitils árið 2020. Þorsteinn hefur verið þjálfari Íslands í sex leikjum í undankeppni HM þar sem gengi landsliðsins hefur verið framar vonum. Ísland er efst í riðlinum með 15 stig eftir sex leiki, stigi á undan stórliði Hollands sem er í öðru sæti og hefur leikið jafnmarga leiki. „Ég hef haft mikla ánægju af þessu starfi síðan ég tók við. Leikmennirnir hafa gert frábæra hluti og ég er með góðan hóp í höndunum, og ekki síður finnst mér síðustu ár hafa komið í ljós hvað það er mikil og góð breidd í A landsliði kvenna, fullt af góðum leikmönnum til að velja úr. Umgjörðin sem við störfum í er fyrsta flokks og ég hlakka mjög til þess að vinna áfram að þessu verðuga verkefni“ er haft eftir Þorsteini á heimasíðu KSÍ. KSÍ semur við Þorstein til ársins 2026 Our women's team head coach Þorsteinn has signed a new contract!#dottirhttps://t.co/5OZDyoNEdl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2022 Samningurinn sem Þorsteinn skrifaði undir gildir til 2026, með framlengingarákvæði fram yfir HM 2027, komist Ísland þangað. „A landslið kvenna hefur verið að gera virkilega góða hluti og við vildum gera okkar til að tryggja áframhald á þróun liðsins næstu ár og góðu gengi þess undir stjórn Steina. Ég er mjög ánægð með samninginn og hlakka mikið til framhaldsins með þessu flotta liði og öfluga þjálfarateymi“. hefur KSÍ eftir formanni sambandsins, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Ísland hefur keppni á EM þann 10. júlí og mætir Belgíu í fyrsta leik á Akademíuvelli Manchester City.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira