Miklir aðdáendur
Sýninguna opnaði að sjálfsögðu enginn annar en Tinna-aðdáandinn Gísli Marteinn en sjálfur hefur Óskar verið aðdáandi Tinna frá barnsaldri. Tinna bækurnar voru lesnar þar til kjölur þeirra gaf sig en Óskar átti þann draum heitastan að Hergé myndi senda frá sér bók sem gerðist alfarið á Íslandi.
Það rættist svo að hluta til þegar Tinni og Kolbeinn stöldruðu stutt við á Akureyri í Dularfullu Stjörnunni. Það nægði Óskari ekki sem hefur nú málað og teiknað Tinna og félaga á fjölbreyttum stöðum í íslenskri náttúru.
Óskar hefur málað frá unga aldri og haldið nokkrar myndlistarsýningar. Hann starfar einnig sem rithöfundur og hefur sent frá sér fjórar spennusögur.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af opnunninni en sýningin mun standa yfir til 31. júlí í Epal Gallerí.













