Segir að Sara Björk myndi henta leikstíl Chelsea, Man City eða Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 13:01 Sara Björk fagnar sínum öðrum Evróputitli. Jonathan Moscrop/Getty Images Reikna má með að landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir verði eftirsótt í sumar en samningur hennar við Evrópumeistara Lyon er við það að renna út. Hún segir sjálf að deildirnar í Englandi, Spáni og Þýskalandi heilli mest. Sara Björk gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð tvívegis Evrópumeistari með liðinu. Hún hóf tíma sinn þar með því að skora gegn sínu gamla félagi Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú tveimur árum síðar en hún samningslaus og má ætla að stór lið séu á höttunum á eftir landsliðsfyrirliða Íslands. Sara Björk heldur spilunum þétt að sér og hafa engin lið enn verið nefnd til sögunnar. Abdullah Abdullah, fjölmiðlamaður og leikgreinandi sem sérhæfir sig í kvennafótbolta, hefur nefnt þrjú stórlið þar sem hæfileikar Söru Bjarkar ættu að nýtast sem best. Um er að ræða Englandsmeistara Chelsea, Íslendingalið Bayern München og svo Manchester City. „Sterkur leikmaður sem hefur mikið fram að færa,“ segir Abdullah á Twitter-síðu sinni áður en hann nefnir áðurnefnd félög. Big player that has a lot to give yet. Chelsea, City, or Bayern could do well with her signature https://t.co/H49Zt8NZwp— Abdullah Abdullah (@KunAbd) June 2, 2022 Sara Björk þekkir vel til þýsku deildarinnar eftir veru sína hjá Wolfsburg. Þá gæti Bayern heillað þar sem um hálfgerða Íslendinganýlendu er að ræða. Chelsea hefur drottnað yfir enskri knattspyrnu undanfarin ár og er því augljóslega mjög spennandi kostur. Manchester City er svo að fara í gegnum ákveðna uppbyggingu og gæti verið áhugavert fyrir landsliðsfyrirliðann að taka að sér að stýra umferðinni á miðju liðsins næstu misseri. Það því nóg um að vera hjá Söru Björk sem fer með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Mótið hefst í byrjun júlí og verður áhugavert að sjá hvort Sara Björk verði búin að skrifa undir eða nýti EM til að minna stórlið álfunnar á hversu góð hún er. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Sara Björk gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð tvívegis Evrópumeistari með liðinu. Hún hóf tíma sinn þar með því að skora gegn sínu gamla félagi Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú tveimur árum síðar en hún samningslaus og má ætla að stór lið séu á höttunum á eftir landsliðsfyrirliða Íslands. Sara Björk heldur spilunum þétt að sér og hafa engin lið enn verið nefnd til sögunnar. Abdullah Abdullah, fjölmiðlamaður og leikgreinandi sem sérhæfir sig í kvennafótbolta, hefur nefnt þrjú stórlið þar sem hæfileikar Söru Bjarkar ættu að nýtast sem best. Um er að ræða Englandsmeistara Chelsea, Íslendingalið Bayern München og svo Manchester City. „Sterkur leikmaður sem hefur mikið fram að færa,“ segir Abdullah á Twitter-síðu sinni áður en hann nefnir áðurnefnd félög. Big player that has a lot to give yet. Chelsea, City, or Bayern could do well with her signature https://t.co/H49Zt8NZwp— Abdullah Abdullah (@KunAbd) June 2, 2022 Sara Björk þekkir vel til þýsku deildarinnar eftir veru sína hjá Wolfsburg. Þá gæti Bayern heillað þar sem um hálfgerða Íslendinganýlendu er að ræða. Chelsea hefur drottnað yfir enskri knattspyrnu undanfarin ár og er því augljóslega mjög spennandi kostur. Manchester City er svo að fara í gegnum ákveðna uppbyggingu og gæti verið áhugavert fyrir landsliðsfyrirliðann að taka að sér að stýra umferðinni á miðju liðsins næstu misseri. Það því nóg um að vera hjá Söru Björk sem fer með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Mótið hefst í byrjun júlí og verður áhugavert að sjá hvort Sara Björk verði búin að skrifa undir eða nýti EM til að minna stórlið álfunnar á hversu góð hún er.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira