Kári gagnrýndi varnarleik Harðar Björgvins og áræðni Alberts Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 09:31 Hörður Björgvin niðurlútur eftir seinna mark Ísrael. Ahmad Mora/Getty Images Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, er nú meðal þeirra sem stýra skútunni í umfjöllun Viaplay. Hann lét tvo fyrrum samherja sína hjá landsliðinu heyra það eftir leik Íslands og Ísraels í Þjóðadeildinni. Ísland náði í sitt fyrsta stig í sögu Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á útivelli. Fín úrslit ef miðað er við aldur og fyrri störf leikmanna Íslands en tveir af reyndari mönnum liðsins fengu á baukinn frá Kára. Kári - sem spilaði 90 A-landsleiki áður en skórnir fóru upp í hillu - talaði um að skipulag íslenska liðsins hefði litið ágætlega út þegar liðið var komið í skotgrafirnar en Ísland komst 2-1 yfir í leiknum. Varnarmennirnir Alfons Sampsted og Brynjar Ingi Bjarnason litu ekki nægilega vel út í fyrra marki Ísrael og nefndi Kári það áður en hann tók Albert og Hörð Björgvin fyrir. „Mér finnst þetta dapurt hjá Alfons, brjóttu á honum frekar en að sleppa honum í gegn.“ „Ég held að fyrir leik hafi ákveðin skipting verið ákveðin, leikurinn var þannig að við vorum 2-1 yfir og það er fyrirsjáanlegt hvað gerist í lok leikja. Þú ert til baka, það koma lengri sendingar og þá þarf „target“ til að hitta. Þá á ekki að setja Albert inn sem eina framherja liðsins þegar það þarf stóran og sterkan mann sem boltinn límist við,“ byrjaði Kári á að segja um innkomu Alberts en hann kom af bekknum þegar klukkustund var liðin. Varðandi umræðu af hverju Albert hefði byrjað á bekknum þá sagði Kári „þarna ertu með svarið við því“ er klippa af Alberti að fara í návígi var sýnd. Hörður Björgvin viðurkenndi eftir leik að hann hefði átt að gera betur í öðru marki Ísrael. Kári var vægast sagt sammála því. „Þú ert vinur minn og allt það en þetta bara gengur ekki. Þú kemur út á sléttu (sending Harðar Björgvins skóp annað mark Íslands) en þú verður að líta um öxl. Leikmaður Ísrael er fyrir miðju marki, þú mátt ekki sogast að boltanum. Pikkaðu hann upp, þú pakkar honum saman í loftinu.“ „Þú þarft ekki að lesa boltann í loftinu, þú verður að vita hvar framherjinn er. Hann dregur sig í svæðið sem Hörður Björgvin er ekki í. Þú verður að gera betur Höddi,“ sagði Kári að endingu um síðara mark Ísrael. Næsti leikur Íslands er á mánudag þegar Albanía mætir á Laugardalsvöll. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Ísland náði í sitt fyrsta stig í sögu Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á útivelli. Fín úrslit ef miðað er við aldur og fyrri störf leikmanna Íslands en tveir af reyndari mönnum liðsins fengu á baukinn frá Kára. Kári - sem spilaði 90 A-landsleiki áður en skórnir fóru upp í hillu - talaði um að skipulag íslenska liðsins hefði litið ágætlega út þegar liðið var komið í skotgrafirnar en Ísland komst 2-1 yfir í leiknum. Varnarmennirnir Alfons Sampsted og Brynjar Ingi Bjarnason litu ekki nægilega vel út í fyrra marki Ísrael og nefndi Kári það áður en hann tók Albert og Hörð Björgvin fyrir. „Mér finnst þetta dapurt hjá Alfons, brjóttu á honum frekar en að sleppa honum í gegn.“ „Ég held að fyrir leik hafi ákveðin skipting verið ákveðin, leikurinn var þannig að við vorum 2-1 yfir og það er fyrirsjáanlegt hvað gerist í lok leikja. Þú ert til baka, það koma lengri sendingar og þá þarf „target“ til að hitta. Þá á ekki að setja Albert inn sem eina framherja liðsins þegar það þarf stóran og sterkan mann sem boltinn límist við,“ byrjaði Kári á að segja um innkomu Alberts en hann kom af bekknum þegar klukkustund var liðin. Varðandi umræðu af hverju Albert hefði byrjað á bekknum þá sagði Kári „þarna ertu með svarið við því“ er klippa af Alberti að fara í návígi var sýnd. Hörður Björgvin viðurkenndi eftir leik að hann hefði átt að gera betur í öðru marki Ísrael. Kári var vægast sagt sammála því. „Þú ert vinur minn og allt það en þetta bara gengur ekki. Þú kemur út á sléttu (sending Harðar Björgvins skóp annað mark Íslands) en þú verður að líta um öxl. Leikmaður Ísrael er fyrir miðju marki, þú mátt ekki sogast að boltanum. Pikkaðu hann upp, þú pakkar honum saman í loftinu.“ „Þú þarft ekki að lesa boltann í loftinu, þú verður að vita hvar framherjinn er. Hann dregur sig í svæðið sem Hörður Björgvin er ekki í. Þú verður að gera betur Höddi,“ sagði Kári að endingu um síðara mark Ísrael. Næsti leikur Íslands er á mánudag þegar Albanía mætir á Laugardalsvöll.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira