Haaland skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins fyrir Norðmenn á 26. mínútu eftir stoðsendingu frá Marcus Holmgren Pedersen.
Norðmenn eru því með þrjú stig í fjórða riðli B-deildar Þjóðadeildar Evrópu, líkt og Svíar sem unnu 2-0 sigur gegn Slóvenum.
Emil Forsberg kom Svíum yfir með marki af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik áður en Dejan Kulusevski tryggði liðinu sigurinn með marki á 88. mínútu.