„Veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 16:01 Stephen Curry og félagar í Golden State þykja líklegri til að landa NBA-meistaratitlinum. Getty „Það kemst upp í smáæfingu að vaka eftir NBA og núna er ærið tilefni til að vaka fram eftir,“ segir Kjartan Atli Kjartansson sem stýra mun umfjöllun í veglegum útsendingum frá úrslitaleikjunum í NBA-deildinni í körfubolta á Stöð 2 Sport 2. Fyrsta útsending hefst klukkan hálfeitt í nótt og hálftíma síðar hefst einvígi Golden State Warriors og Boston Celtics um NBA-meistaratitilinn. „Þetta eru mjög áhugaverð lið. Boston átti mjög sérstakt tímabil. Liðið var í 11. sæti í austurdeildinni í janúar og sneri tímabilinu algjörlega við og er komið í úrslitin. Golden State að sama skapi náði ekki alveg fullum krafti í deildakeppninni, tók tímabil og rispur eins og Boston, en Golden State-menn eru líklegri, svo að maður sé alveg hreinskilinn þó að ég haldi með Boston og fari ekki í grafgötur með það. Þeir eru með Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green, sem hafa allir verið þarna áður og eru með mikla reynslu og margfaldir meistarar. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Kjartan Atli. Klippa: Veglegar útsendingar frá NBA-úrslitunum Greining í staðinn fyrir auglýsingar Kjartan verður með góða gesti hjá sér á hverri leiknóttu og fjallað verður ítarlega um allt sem gerist í einvíginu: „Upphitun hefst hálftíma fyrir leik og við komum inn hér í stúdíóinu í leikhléum og hálfleik, það er nóg af leikhléum í NBA, og á meðan Bandaríkjamenn fá auglýsingar þá fá Íslendingar smá greiningu. Ég held að ef maður rýnir aðeins í söguna þá verði þetta mögulega veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar og við erum stoltir af því. Hér verður fullt sett af sérfræðingum, ég að spyrja þá spjörunum úr og mikil vinna að baki hjá tæknimönnum. Þetta verður veisla,“ segir Kjartan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Sjá meira
Fyrsta útsending hefst klukkan hálfeitt í nótt og hálftíma síðar hefst einvígi Golden State Warriors og Boston Celtics um NBA-meistaratitilinn. „Þetta eru mjög áhugaverð lið. Boston átti mjög sérstakt tímabil. Liðið var í 11. sæti í austurdeildinni í janúar og sneri tímabilinu algjörlega við og er komið í úrslitin. Golden State að sama skapi náði ekki alveg fullum krafti í deildakeppninni, tók tímabil og rispur eins og Boston, en Golden State-menn eru líklegri, svo að maður sé alveg hreinskilinn þó að ég haldi með Boston og fari ekki í grafgötur með það. Þeir eru með Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green, sem hafa allir verið þarna áður og eru með mikla reynslu og margfaldir meistarar. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Kjartan Atli. Klippa: Veglegar útsendingar frá NBA-úrslitunum Greining í staðinn fyrir auglýsingar Kjartan verður með góða gesti hjá sér á hverri leiknóttu og fjallað verður ítarlega um allt sem gerist í einvíginu: „Upphitun hefst hálftíma fyrir leik og við komum inn hér í stúdíóinu í leikhléum og hálfleik, það er nóg af leikhléum í NBA, og á meðan Bandaríkjamenn fá auglýsingar þá fá Íslendingar smá greiningu. Ég held að ef maður rýnir aðeins í söguna þá verði þetta mögulega veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar og við erum stoltir af því. Hér verður fullt sett af sérfræðingum, ég að spyrja þá spjörunum úr og mikil vinna að baki hjá tæknimönnum. Þetta verður veisla,“ segir Kjartan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Sjá meira