Frumkvöðlar frá fyrsta degi Bogi Nils Bogason skrifar 3. júní 2022 08:00 Í dag fagnar Icelandair 85 ára afmæli. Við þessi tímamót er gaman að staldra við og í senn líta yfir farinn veg og til framtíðar. Að mínu mati er rauði þráðurinn í gegnum alla söguna einstakur kraftur og ástríða starfsfólks og sá mikli frumkvöðlaandi sem einkennt hefur félagið alla tíð og gerir enn. Við höfum haldið merkjum Íslands á lofti um allan heim í áratugi og ætlum að láta til okkar taka í framtíðarþróun flugs. Rætur félagsins má rekja til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað sem síðar varð Flugfélag Íslands og sameinaðist Loftleiðum. Einstakir frumkvöðlar unnu þrekvirki á fyrstu dögum flugsins, Loftleiðaævintýrið var engu líkt og vert er að minnast þeirra merku tímamóta í íslenskri flugsögu þegar fyrstu flugin voru flogin yfir Atlantshafið árið 1944. Svo hófst tímabil uppbyggingar þar sem leiðakerfi félagsins með Ísland sem okkar heimahöfn var fest í sessi. Leiðakerfið er hjartað í okkar starfsemi og grundvöllur öflugra tenginga til, frá, um og innan Íslands. Það er jafnframt forsenda þess að við gátum byggt upp öfluga ferðþjónustu hér á landi. Þar vorum við í fararbroddi þar sem við fjárfestum í innviðum og nýsköpun og byggðum upp hágæða hótel um allt land. Þetta hefði ekki verið hægt nema fyrir frábært starfsfólk og uppbyggingu okkar góða vinnustaðar. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til íslensks samfélags og efnahags. Við erum á fleygiferð til framtíðar. Flugsamgöngur tengja okkur við umheiminn og stuðla að framþróun lands og þjóðar. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið þegar kemur að aukinni sjálfbærni í flugi og trúum því að orkuskipti í flugi muni skapa ný tækifæri fyrir Ísland sem miðstöð umhverfisvæns flugs á Norður-Atlantshafi. Við höfum verið frumkvöðlar frá 1937 og hlökkum til næstu 85 ára. Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Fréttir af flugi Bogi Nils Bogason Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Í dag fagnar Icelandair 85 ára afmæli. Við þessi tímamót er gaman að staldra við og í senn líta yfir farinn veg og til framtíðar. Að mínu mati er rauði þráðurinn í gegnum alla söguna einstakur kraftur og ástríða starfsfólks og sá mikli frumkvöðlaandi sem einkennt hefur félagið alla tíð og gerir enn. Við höfum haldið merkjum Íslands á lofti um allan heim í áratugi og ætlum að láta til okkar taka í framtíðarþróun flugs. Rætur félagsins má rekja til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað sem síðar varð Flugfélag Íslands og sameinaðist Loftleiðum. Einstakir frumkvöðlar unnu þrekvirki á fyrstu dögum flugsins, Loftleiðaævintýrið var engu líkt og vert er að minnast þeirra merku tímamóta í íslenskri flugsögu þegar fyrstu flugin voru flogin yfir Atlantshafið árið 1944. Svo hófst tímabil uppbyggingar þar sem leiðakerfi félagsins með Ísland sem okkar heimahöfn var fest í sessi. Leiðakerfið er hjartað í okkar starfsemi og grundvöllur öflugra tenginga til, frá, um og innan Íslands. Það er jafnframt forsenda þess að við gátum byggt upp öfluga ferðþjónustu hér á landi. Þar vorum við í fararbroddi þar sem við fjárfestum í innviðum og nýsköpun og byggðum upp hágæða hótel um allt land. Þetta hefði ekki verið hægt nema fyrir frábært starfsfólk og uppbyggingu okkar góða vinnustaðar. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til íslensks samfélags og efnahags. Við erum á fleygiferð til framtíðar. Flugsamgöngur tengja okkur við umheiminn og stuðla að framþróun lands og þjóðar. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið þegar kemur að aukinni sjálfbærni í flugi og trúum því að orkuskipti í flugi muni skapa ný tækifæri fyrir Ísland sem miðstöð umhverfisvæns flugs á Norður-Atlantshafi. Við höfum verið frumkvöðlar frá 1937 og hlökkum til næstu 85 ára. Höfundur er forstjóri Icelandair.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun