Hlutfall erlends vinnuafls aldrei hærra og þörf á aukningu Eiður Þór Árnason skrifar 2. júní 2022 12:15 Meðal annars er mikil eftirspurn eftir starfsfólki í byggingariðnaði. Vísir/Vilhelm Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu. Þetta kemur fram í samantekt hagfræðideildar Landsbankans en erlendir ríkisborgarar voru innan við 7% af íbúafjölda á Íslandi á árunum 2010 til 2017 og eru í ár um 15%. Frá árinu 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 160%. Samtök atvinnulífsins hafa gefið út að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Störfum muni fjölga um 15 þúsund á árunum 2022 til 2025 en á sama tíma muni innlendum íbúum á starfsaldri einungis fjölga um 3 þúsund. Ef spá samtakanna rætist mun hlutfall innflytjenda af starfandi fólki vera komið yfir 27% á árinu 2025. Þurfi að laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins „Fram til þessa hefur starfsfólk úr röðum innflytjenda einkum verið ófaglært, en bent hefur verið á að á næstu árum verði ekki síður skortur á háskólamenntuðu fólki. Í því sambandi þurfi laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Í mars taldi Vinnumálastofnun að fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara samsvaraði 10,5% atvinnuleysi meðal þeirra. Á sama tíma var almennt atvinnuleysi allra 4,9% eða innan við helmingi minna en hjá erlendum ríkisborgurum. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið á síðustu árum úr því að vera um 15% á árinu 2010 í yfir 40% upp á síðkastið. Hlutfallið hefur verið tæp 43% á þessu ári og hefur aukist úr um 40% frá sumrinu 2021, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Á árinu 2020 voru um 6.500 atvinnulausir erlendir ríkisborgarar hér á landi og fækkaði aftur í fyrra. Nýjustu gögn frá því í apríl benda til þess að nú séu um 3.850 erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysiskrá. Árið 2017 voru innan við eitt þúsund erlendir ríkisborgarar að meðaltali á atvinnuleysisskrá. Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu. Þetta kemur fram í samantekt hagfræðideildar Landsbankans en erlendir ríkisborgarar voru innan við 7% af íbúafjölda á Íslandi á árunum 2010 til 2017 og eru í ár um 15%. Frá árinu 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 160%. Samtök atvinnulífsins hafa gefið út að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Störfum muni fjölga um 15 þúsund á árunum 2022 til 2025 en á sama tíma muni innlendum íbúum á starfsaldri einungis fjölga um 3 þúsund. Ef spá samtakanna rætist mun hlutfall innflytjenda af starfandi fólki vera komið yfir 27% á árinu 2025. Þurfi að laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins „Fram til þessa hefur starfsfólk úr röðum innflytjenda einkum verið ófaglært, en bent hefur verið á að á næstu árum verði ekki síður skortur á háskólamenntuðu fólki. Í því sambandi þurfi laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Í mars taldi Vinnumálastofnun að fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara samsvaraði 10,5% atvinnuleysi meðal þeirra. Á sama tíma var almennt atvinnuleysi allra 4,9% eða innan við helmingi minna en hjá erlendum ríkisborgurum. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið á síðustu árum úr því að vera um 15% á árinu 2010 í yfir 40% upp á síðkastið. Hlutfallið hefur verið tæp 43% á þessu ári og hefur aukist úr um 40% frá sumrinu 2021, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Á árinu 2020 voru um 6.500 atvinnulausir erlendir ríkisborgarar hér á landi og fækkaði aftur í fyrra. Nýjustu gögn frá því í apríl benda til þess að nú séu um 3.850 erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysiskrá. Árið 2017 voru innan við eitt þúsund erlendir ríkisborgarar að meðaltali á atvinnuleysisskrá.
Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira