Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 08:31 Martin Hermannsson og félagar í Valencia enduðu í 3. sæti deildakeppninnar á Spáni en féllu svo úr leik í 8-liða úrslitum, með tapi í leiknum sem Martin meiddist í. vísir/bára Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. Martin verður frá keppni fram á næsta ár vegna meiðslanna. Í samningi hans við Valencia er uppsagnarákvæði sem báðir aðilar geta nýtt í sumar og því gæti allt eins farið svo að Martin verði án félags í sumar. Fari svo hyggst hann flytja til Íslands. Gæti flutt heim fyrir seinni hálfleikinn „Framhaldið er svolítið óráðið en ég hef á tilfinningunni að þeir [forráðamenn Valencia] skrifi upp á alla vega eitt ár í viðbót og hjálpi mér í þessu. Ef ekki þá kem ég heim og verð örugglega heima allan næsta vetur að vinna í sjálfum mér, sem er svo sem enginn heimsendir heldur. Það gæti verið gott að koma heim og kúpla sig aðeins út fyrir „seinni hálfleikinn“, seinni partinn af atvinnumennskunni. En núna er ég bara að bíða eftir því að komast í aðgerð og svo sjáum við hvað gerist,“ segir Martin. Klippa: Martin fékk spennandi símtöl Hann fer í aðgerð vegna krossbandsslitanna strax á mánudaginn en svo alvarleg meiðsli slá á áhuga annarra félaga á að fá Martin til sín. Áhugi frá Madrid og Mílanó Eftir því sem Vísir kemst næst höfðu bæði Real Madrid og Olimpia Milano, sem bæði spila í EuroLeague, sýnt Martin áhuga. Hann vill ekki tjá sig um það en segist vissulega hafa heyrt að „skemmtileg lið“ væru áhugasöm. „Það var ekkert neglt niður né heldur komnir pappírar á borð. En það var áhugi frá skemmtilegum liðum sem hefði verið gaman að skoða. Á sama tíma þá líður okkur svo hrikalega vel hérna og framtíðarplönin hér eru stór og mikil, hér er til dæmis verið að byggja flottustu höll Evrópu sem verður tilbúin á næsta ári, og þú finnur ekki mikið betri aðstöðu. Það hefði því þurft rosalega mikið fyrir okkur til að við færum eitthvert annað,“ segir Martin en meiðslin taka af allan vafa um það. Breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum Núna vonast Martin til þess að semja við Valencia um að vera hjá félaginu til 2024. „Okkur líður hrikalega vel hérna og ég væri til í að vera hér allan minn feril þannig séð. En eins og þessi „business“ er þá er alltaf einhver áhugi og fyrirspurnir í gangi. Ég var byrjaður að fá áhuga og hringingar annars staðar frá en var ekkert að pæla í því enda tímabilið enn í gangi. Núna er annar bragur yfir þessu en það sem væri óskandi væri kannski að fá nýjan tveggja ára samning hérna og hafa þá fyrra árið til að koma sér til baka en geta verið 150% seinna árið,“ segir Martin og bætir við að mikilvægt sé að vera jákvæður þrátt fyrir meiðslin alvarlegu: „Þolinmæði er eitthvað sem að ég hef átt erfitt með í gegnum tíðina og núna mun reyna þokkalega á það. Þetta breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum eftir 3-4 ár. Maður er sem betur fer enn ungur og ég sný aftur í janúar eða febrúar, 28 ára, sem er bara besti aldur.“ Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Martin verður frá keppni fram á næsta ár vegna meiðslanna. Í samningi hans við Valencia er uppsagnarákvæði sem báðir aðilar geta nýtt í sumar og því gæti allt eins farið svo að Martin verði án félags í sumar. Fari svo hyggst hann flytja til Íslands. Gæti flutt heim fyrir seinni hálfleikinn „Framhaldið er svolítið óráðið en ég hef á tilfinningunni að þeir [forráðamenn Valencia] skrifi upp á alla vega eitt ár í viðbót og hjálpi mér í þessu. Ef ekki þá kem ég heim og verð örugglega heima allan næsta vetur að vinna í sjálfum mér, sem er svo sem enginn heimsendir heldur. Það gæti verið gott að koma heim og kúpla sig aðeins út fyrir „seinni hálfleikinn“, seinni partinn af atvinnumennskunni. En núna er ég bara að bíða eftir því að komast í aðgerð og svo sjáum við hvað gerist,“ segir Martin. Klippa: Martin fékk spennandi símtöl Hann fer í aðgerð vegna krossbandsslitanna strax á mánudaginn en svo alvarleg meiðsli slá á áhuga annarra félaga á að fá Martin til sín. Áhugi frá Madrid og Mílanó Eftir því sem Vísir kemst næst höfðu bæði Real Madrid og Olimpia Milano, sem bæði spila í EuroLeague, sýnt Martin áhuga. Hann vill ekki tjá sig um það en segist vissulega hafa heyrt að „skemmtileg lið“ væru áhugasöm. „Það var ekkert neglt niður né heldur komnir pappírar á borð. En það var áhugi frá skemmtilegum liðum sem hefði verið gaman að skoða. Á sama tíma þá líður okkur svo hrikalega vel hérna og framtíðarplönin hér eru stór og mikil, hér er til dæmis verið að byggja flottustu höll Evrópu sem verður tilbúin á næsta ári, og þú finnur ekki mikið betri aðstöðu. Það hefði því þurft rosalega mikið fyrir okkur til að við færum eitthvert annað,“ segir Martin en meiðslin taka af allan vafa um það. Breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum Núna vonast Martin til þess að semja við Valencia um að vera hjá félaginu til 2024. „Okkur líður hrikalega vel hérna og ég væri til í að vera hér allan minn feril þannig séð. En eins og þessi „business“ er þá er alltaf einhver áhugi og fyrirspurnir í gangi. Ég var byrjaður að fá áhuga og hringingar annars staðar frá en var ekkert að pæla í því enda tímabilið enn í gangi. Núna er annar bragur yfir þessu en það sem væri óskandi væri kannski að fá nýjan tveggja ára samning hérna og hafa þá fyrra árið til að koma sér til baka en geta verið 150% seinna árið,“ segir Martin og bætir við að mikilvægt sé að vera jákvæður þrátt fyrir meiðslin alvarlegu: „Þolinmæði er eitthvað sem að ég hef átt erfitt með í gegnum tíðina og núna mun reyna þokkalega á það. Þetta breytir plönunum en ekki framtíðarplönunum eftir 3-4 ár. Maður er sem betur fer enn ungur og ég sný aftur í janúar eða febrúar, 28 ára, sem er bara besti aldur.“
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira