Tiffany: Við Sandra smullum strax saman Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2022 21:56 Tiffany McCarty gerði samning við Þór/KA fyrir tímabilið. Þór/KA Tiffany McCarty, leikmaður Þór/KA, skoraði eitt og lagði upp annað mark í 3-2 sigri á Keflavík á Akureyri í kvöld. Hún var ánægð með frammistöðu liðsins og segir liðsfélaga sína hafi komið henni í vænlegar stöður í kvöld. „Mér fannst við vinna vel fyrir sigrinum, þær náðu að minnka muninn tvisvar sinnum þannig að við þurftum bara að halda forustunni sem við vorum komnar með og ég er stolt af þessum þremur stigum sem við uppskárum í dag,” sagði Tiffany McCarty í viðtali við Vísi. „Mér fannst liðsfélagar mínir spila mig upp í góðar stöður til að skora og leggja upp og mér fannst sóknarleikur okkar almennt góður í dag.” Þór/KA reyndi töluvert að setja boltann á bak við varnarlínu Keflavíkur með ágætis árangri og segir Tiffany það vera eitt af vopnum liðsins. „Við breytum svolítið sóknarplaninu eftir andstæðingnum og notum þá styrkleika sem hentar okkur að hverju sinni. Okkur finnst fínt að fara breytt og komast þannig á bak við varnirnar en í dag gekk þetta eiginlega allt upp.” Þór/KA hefur verið að leka mikið af mörkum og fyrir leikinn hafði aðeins eitt lið í deildinni fengið á sig fleiri mörk. Þá tapaði liðið góðri forystu gegn ÍBV í síðasta leik en Tiffany segir að liðið hafi ekkert verið hrætt í dag þrátt fyrir að Keflavík hafi tvisvar sinnum minnkað muninn niður í eitt mark. „Þú getur ekki verið hrædd um að tapa, þú verður bara að klára leikinn alveg í gegn og mér fannst við gera það en í síðustu þremur leikjum gekk þetta ekki upp hjá okkur en það gekk í dag og við tökum þessi þrjú stig með okkur í næsta leik.” Tiffany og Sandra María Jessen virðast ná vel saman í framlínu Þór/KA og segir Tiffany þær í raun hafa smollið saman mjög snemma. „Það er frábært að spila með henni, við smullum í raun saman um leið og við byrjuðum að spila saman og ég held að því meira sem við spilum með hvor annarri verðum við bara betri og betri og ég er mjög spennt að halda áfram að spila með henni”, sagði hin brosmilda Tiffany að lokum. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Mér fannst við vinna vel fyrir sigrinum, þær náðu að minnka muninn tvisvar sinnum þannig að við þurftum bara að halda forustunni sem við vorum komnar með og ég er stolt af þessum þremur stigum sem við uppskárum í dag,” sagði Tiffany McCarty í viðtali við Vísi. „Mér fannst liðsfélagar mínir spila mig upp í góðar stöður til að skora og leggja upp og mér fannst sóknarleikur okkar almennt góður í dag.” Þór/KA reyndi töluvert að setja boltann á bak við varnarlínu Keflavíkur með ágætis árangri og segir Tiffany það vera eitt af vopnum liðsins. „Við breytum svolítið sóknarplaninu eftir andstæðingnum og notum þá styrkleika sem hentar okkur að hverju sinni. Okkur finnst fínt að fara breytt og komast þannig á bak við varnirnar en í dag gekk þetta eiginlega allt upp.” Þór/KA hefur verið að leka mikið af mörkum og fyrir leikinn hafði aðeins eitt lið í deildinni fengið á sig fleiri mörk. Þá tapaði liðið góðri forystu gegn ÍBV í síðasta leik en Tiffany segir að liðið hafi ekkert verið hrætt í dag þrátt fyrir að Keflavík hafi tvisvar sinnum minnkað muninn niður í eitt mark. „Þú getur ekki verið hrædd um að tapa, þú verður bara að klára leikinn alveg í gegn og mér fannst við gera það en í síðustu þremur leikjum gekk þetta ekki upp hjá okkur en það gekk í dag og við tökum þessi þrjú stig með okkur í næsta leik.” Tiffany og Sandra María Jessen virðast ná vel saman í framlínu Þór/KA og segir Tiffany þær í raun hafa smollið saman mjög snemma. „Það er frábært að spila með henni, við smullum í raun saman um leið og við byrjuðum að spila saman og ég held að því meira sem við spilum með hvor annarri verðum við bara betri og betri og ég er mjög spennt að halda áfram að spila með henni”, sagði hin brosmilda Tiffany að lokum.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira