Menntun á óvissutímum Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 1. júní 2022 16:30 Menntun er eitt skarpasta verkfæri allra þjóða til að stuðla að breytingum og búa til betra samfélag. Um þessar mundir sækja tæplega 900 manns menntaráðstefnuna NERA 2022 á Íslandi. Menntavísindasvið Háskóla Íslands heldur ráðstefnuna í samstarfi við samtökin Nordic Educational Research Association en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: Menntun og þátttaka á óvissutímum. Flestir ráðstefnugestir koma frá háskólum á Norðurlöndum en einnig hvaðan æva úr heimunum, sem dæmi eru þátttakendur frá England, Hollandi, Japan og Kína. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi hvað hefur breyst og hvar við erum stödd eftir um það bil tvö ár sem COVID-faraldurinn hefur truflað líf okkar á nánast allan mögulegan hátt. Það er erfitt að taka ekki eftir því hversu mikið það hefur leitt í ljós um samfélög okkar. Faraldurinn hefur leitt í ljós hversu brothætt við erum, en það hefur líka sýnt að við erum sterk. Skólatakmarkanir og takmarkaður aðgangur að opinberri þjónustu bitnaði vissulega harðast á þeim sem þegar eru jaðarsettir, og því miður eru þau of mörg í okkar annars velmegandi norrænum samfélögum. Og vissulega halda tímarnir áfram að vera ótryggir, með stríði og pólitískri og efnahagslegri spennu í Evrópu, eins og í of mörgum öðrum heimsálfum. Hvers vegna? Hvers vegna er þetta að gerast? Hvers vegna velur vel menntað fólk aftur og aftur stríð fram yfir frið? Fræðimenn, kennarar og hugsjónafólk hefur haldið því fram öldum saman að efling menntunar sé lykillinn að betra lífi, velmegunarsamfélögum og alþjóðlegum friði? Hvar getum við leitað svara og lausna? Er það í rannsóknum, samfélagi eða trú? Eða verðum við kannski að leita lausna og samvinnu á öllum þessum sviðum? Ég varpa fram þessum spurningum til að hvetja þig til að hugsa um hið mikilvæga hlutverk menntarannsókna í ljósi þeirra miklu alþjóðlegu og staðbundnu áskorana sem samfélög um allan heim standa frammi fyrir. Ég hvet þig til að velta fyrir þér skyldum þess fræðafólks og fagfólks sem hafa ákveðið að helga starfsferil sinn menntun og menntarannsóknum, að kanna og varpa ljósi á hvernig samfélög okkar, ef til vill markvisst eða kannski fyrir tilviljun, skipuleggja formlega og óformlega menntun. Við hvern ættum við menntarannsakendur að tala við, hlusta á, eiga samstarf við og bindast böndum? Það eru svo margir ólíkir hagsmunaaðilar sem ættu að taka virkan þátt í að móta raunveruleikann innan skóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og heimila. Sjónarhorn þeirra og upplifun mótast af mismunandi völdum, aðgengi og sýnileika. Tökum höndum saman við þá sem þurfa að vera sýnilegri, efla og taka þátt. Tökum einnig höndum saman við þau sem veita menntakerfinu faglega og pólitíska forystu til að móta stefnuna, taka virkan þátt í menntaumræðunni. Tökum líka höndum saman við þau sem leiða nýsköpun í menntakerfinu og öflugt hugsjónafólk. Flest okkar viljum það sama – við viljum betri samfélög og við viljum búa í heimi þar sem hlúð er að fólki, það er ekki myrt eða hrakið frá löndum sínum, heimilum sínum. Menntavísindasvið hefur á undanförnum árum á markvissan hátt komið á samstarfi við stjórnvöld, fagfélög og sveitarfélög, ekki síst Reykjavíkurborg, til að efla íslenskt menntakerfi. Næsta haust mun Nýsköpunarstofa menntunar taka til starfa og verða spennandi vettvangur fyrir fræðimenn, kennara, frumkvöðla sem og skóla og þekkingarfyrirtæki, til að deila og þróa samfélagslega nýsköpun innan menntunar. Hlutverk fræðasamfélagsins er einnig að sinna fjölbreyttum grunnrannsóknum. Háskóli Íslands hefur síðan 2019 hlotið viðurkenningu Times Higher Education Ranking sem einn af 301 til 400 fremstu háskólum í heimi á sviði menntavísinda. Það ber vott um mikla sókn á sviði menntavísinda hér á landi. Á árunum 2020 til 2021 tvöfölduðu fræðimenn innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands alþjóðlega rannsóknarfjármögnun sína. Því ber að þakka metnaðarfullu starfi innan Háskóla Íslands en einnig sterku samstarfi við norræna og alþjóðlega samstarfsmenn, þar á meðal NERA rannsóknarnetin. Meginmarkmið okkar er að hafa áhrif, skapa þekkingu sem breytir lífi. Gerum það saman! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Greinin byggir á ávarpi sem höfundur flutti við upphaf NERA ráðstefnunnar 1. júní 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Menntun er eitt skarpasta verkfæri allra þjóða til að stuðla að breytingum og búa til betra samfélag. Um þessar mundir sækja tæplega 900 manns menntaráðstefnuna NERA 2022 á Íslandi. Menntavísindasvið Háskóla Íslands heldur ráðstefnuna í samstarfi við samtökin Nordic Educational Research Association en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: Menntun og þátttaka á óvissutímum. Flestir ráðstefnugestir koma frá háskólum á Norðurlöndum en einnig hvaðan æva úr heimunum, sem dæmi eru þátttakendur frá England, Hollandi, Japan og Kína. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi hvað hefur breyst og hvar við erum stödd eftir um það bil tvö ár sem COVID-faraldurinn hefur truflað líf okkar á nánast allan mögulegan hátt. Það er erfitt að taka ekki eftir því hversu mikið það hefur leitt í ljós um samfélög okkar. Faraldurinn hefur leitt í ljós hversu brothætt við erum, en það hefur líka sýnt að við erum sterk. Skólatakmarkanir og takmarkaður aðgangur að opinberri þjónustu bitnaði vissulega harðast á þeim sem þegar eru jaðarsettir, og því miður eru þau of mörg í okkar annars velmegandi norrænum samfélögum. Og vissulega halda tímarnir áfram að vera ótryggir, með stríði og pólitískri og efnahagslegri spennu í Evrópu, eins og í of mörgum öðrum heimsálfum. Hvers vegna? Hvers vegna er þetta að gerast? Hvers vegna velur vel menntað fólk aftur og aftur stríð fram yfir frið? Fræðimenn, kennarar og hugsjónafólk hefur haldið því fram öldum saman að efling menntunar sé lykillinn að betra lífi, velmegunarsamfélögum og alþjóðlegum friði? Hvar getum við leitað svara og lausna? Er það í rannsóknum, samfélagi eða trú? Eða verðum við kannski að leita lausna og samvinnu á öllum þessum sviðum? Ég varpa fram þessum spurningum til að hvetja þig til að hugsa um hið mikilvæga hlutverk menntarannsókna í ljósi þeirra miklu alþjóðlegu og staðbundnu áskorana sem samfélög um allan heim standa frammi fyrir. Ég hvet þig til að velta fyrir þér skyldum þess fræðafólks og fagfólks sem hafa ákveðið að helga starfsferil sinn menntun og menntarannsóknum, að kanna og varpa ljósi á hvernig samfélög okkar, ef til vill markvisst eða kannski fyrir tilviljun, skipuleggja formlega og óformlega menntun. Við hvern ættum við menntarannsakendur að tala við, hlusta á, eiga samstarf við og bindast böndum? Það eru svo margir ólíkir hagsmunaaðilar sem ættu að taka virkan þátt í að móta raunveruleikann innan skóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og heimila. Sjónarhorn þeirra og upplifun mótast af mismunandi völdum, aðgengi og sýnileika. Tökum höndum saman við þá sem þurfa að vera sýnilegri, efla og taka þátt. Tökum einnig höndum saman við þau sem veita menntakerfinu faglega og pólitíska forystu til að móta stefnuna, taka virkan þátt í menntaumræðunni. Tökum líka höndum saman við þau sem leiða nýsköpun í menntakerfinu og öflugt hugsjónafólk. Flest okkar viljum það sama – við viljum betri samfélög og við viljum búa í heimi þar sem hlúð er að fólki, það er ekki myrt eða hrakið frá löndum sínum, heimilum sínum. Menntavísindasvið hefur á undanförnum árum á markvissan hátt komið á samstarfi við stjórnvöld, fagfélög og sveitarfélög, ekki síst Reykjavíkurborg, til að efla íslenskt menntakerfi. Næsta haust mun Nýsköpunarstofa menntunar taka til starfa og verða spennandi vettvangur fyrir fræðimenn, kennara, frumkvöðla sem og skóla og þekkingarfyrirtæki, til að deila og þróa samfélagslega nýsköpun innan menntunar. Hlutverk fræðasamfélagsins er einnig að sinna fjölbreyttum grunnrannsóknum. Háskóli Íslands hefur síðan 2019 hlotið viðurkenningu Times Higher Education Ranking sem einn af 301 til 400 fremstu háskólum í heimi á sviði menntavísinda. Það ber vott um mikla sókn á sviði menntavísinda hér á landi. Á árunum 2020 til 2021 tvöfölduðu fræðimenn innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands alþjóðlega rannsóknarfjármögnun sína. Því ber að þakka metnaðarfullu starfi innan Háskóla Íslands en einnig sterku samstarfi við norræna og alþjóðlega samstarfsmenn, þar á meðal NERA rannsóknarnetin. Meginmarkmið okkar er að hafa áhrif, skapa þekkingu sem breytir lífi. Gerum það saman! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Greinin byggir á ávarpi sem höfundur flutti við upphaf NERA ráðstefnunnar 1. júní 2022.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun