Diljá segir hatur og mannfyrirlitningu vella upp úr séra Davíð Jakob Bjarnar skrifar 1. júní 2022 13:45 Diljá Mist spyr hvort ekki sé kominn tími á breytingar þegar upp úr Séra Davíð Þór velli daglega hatur og mannfyrirlitning. vísir/vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, 4. varaforseti Alþingis, vandar séra Davíð Þór Jónssyni sóknarpresti í Laugarneskirkju ekki kveðjurnar í pistli sem birtist í Fréttablaðinu. Pistillinn er ekki langur en þeim mun harðorðari. Hann hefst á hugleiðingum forsetans um að þekkt sé og skiljanlegt að fólk skipti um starfsvettvang yfir ævina í ljósi hækkandi aldurs. Fólk á miðjum aldrei sé orðið „eirðarlaust og gramt, jafnvel þannig að það smitist út í umhverfið, ætti e.t.v. að hugsa sér til hreyfings,“ skrifar Dilja og segir að hún og fleiri hafi orðið áskynja óstöðugrar hegðunar sóknarprests í Reykjavík. Segir prest misnota hempuna Hún segir að til prestsstarfa veljist menn sem búa yfir hæfileikanum að miðla málum en því sé ekki að fagna hvað þennan umrædda prest varðar. „Umræddur prestur nefnir tiltekið fólk fasista og dæmir það til helvítisvistar og réttlætir skrifin með vísan til Biblíunnar. Það er því sannarlega ekki hægt að aðgreina prestinn og persónuna,“ segir Diljá. Liggur þá fyrir, hafi einhver velkst þar í vafa um, að hún er að tala um Séra Davíð Þór en nýlegur pistill sem hann birti á Facebook hefur vakið mikla athygli og leiddi til þess að Agnes M. Sigurðardóttir biskup veitti honum áminningu. Diljá segir Davíð hafa notað hempuna og Guðs hús til að predika „eigin stjórnmálaskoðanir yfir fækkandi sóknarbörnum sínum. Ég er því fegin eins og fleiri að hann er ekki minn sóknarprestur. Þegar hatur og mannfyrirlitning er farin að vella daglega upp úr prestinum undir þeim formerkjum að hann sé kærleiksríkari og betri en aðrir, er þá ekki kominn tími á breytingar?“ Ræðst að forsætisráðherra sem tryggt hefur kirkjunni fjárhagslegt öryggi Fyrir liggur að Séra Davíð Þór er ekki í hávegum hafður meðal stjórnarliða en hann hefur gagnrýnt stjórnvöld harkalega í tengslum við fyrirhugaða brottvikningu hælisleitenda. Pistill þingmannsins tekur af öll tvímæli þar um. Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins birti grein í Morgunblaðinu í gær þar sem hann segir Séra Davíð hafa ráðist gegn forsætisráðherra með illmælgi, sem skjóti skökku við því það hafi verið undir forystu hans sem endurnýjað var kirkjujarðasamkomulag ríkis og kirkju sem hefur skapað kirkjunni fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi.Vísir/vilhelm Þá birti Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokks grein í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Illmælgi klerks“ þar sem hann beinir einnig spjótum sínum að Séra Davíð Þór. Grein sinni lýkur hann á því að segja, eftir að hafa haldið því fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi mátt sitja undir „rætinni illmælgi“, að það skjóti skökku við. Því skemmst sé að minnast þess að undir „forystu forsætisráðherra hefur verið endurnýjað kirkjujarðasamkomulag ríkis og kirkju sem reynst hefur kirkjunni traustur bakhjarl og hefur gegnt lykilhlutverki í að skapa henni fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi.“ Alþingi Þjóðkirkjan Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu. 30. maí 2022 12:55 Segir einkennilegt að hægt sé að veita prestum tiltal fyrir Facebook-skrif Formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal. 27. maí 2022 17:00 „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Pistillinn er ekki langur en þeim mun harðorðari. Hann hefst á hugleiðingum forsetans um að þekkt sé og skiljanlegt að fólk skipti um starfsvettvang yfir ævina í ljósi hækkandi aldurs. Fólk á miðjum aldrei sé orðið „eirðarlaust og gramt, jafnvel þannig að það smitist út í umhverfið, ætti e.t.v. að hugsa sér til hreyfings,“ skrifar Dilja og segir að hún og fleiri hafi orðið áskynja óstöðugrar hegðunar sóknarprests í Reykjavík. Segir prest misnota hempuna Hún segir að til prestsstarfa veljist menn sem búa yfir hæfileikanum að miðla málum en því sé ekki að fagna hvað þennan umrædda prest varðar. „Umræddur prestur nefnir tiltekið fólk fasista og dæmir það til helvítisvistar og réttlætir skrifin með vísan til Biblíunnar. Það er því sannarlega ekki hægt að aðgreina prestinn og persónuna,“ segir Diljá. Liggur þá fyrir, hafi einhver velkst þar í vafa um, að hún er að tala um Séra Davíð Þór en nýlegur pistill sem hann birti á Facebook hefur vakið mikla athygli og leiddi til þess að Agnes M. Sigurðardóttir biskup veitti honum áminningu. Diljá segir Davíð hafa notað hempuna og Guðs hús til að predika „eigin stjórnmálaskoðanir yfir fækkandi sóknarbörnum sínum. Ég er því fegin eins og fleiri að hann er ekki minn sóknarprestur. Þegar hatur og mannfyrirlitning er farin að vella daglega upp úr prestinum undir þeim formerkjum að hann sé kærleiksríkari og betri en aðrir, er þá ekki kominn tími á breytingar?“ Ræðst að forsætisráðherra sem tryggt hefur kirkjunni fjárhagslegt öryggi Fyrir liggur að Séra Davíð Þór er ekki í hávegum hafður meðal stjórnarliða en hann hefur gagnrýnt stjórnvöld harkalega í tengslum við fyrirhugaða brottvikningu hælisleitenda. Pistill þingmannsins tekur af öll tvímæli þar um. Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins birti grein í Morgunblaðinu í gær þar sem hann segir Séra Davíð hafa ráðist gegn forsætisráðherra með illmælgi, sem skjóti skökku við því það hafi verið undir forystu hans sem endurnýjað var kirkjujarðasamkomulag ríkis og kirkju sem hefur skapað kirkjunni fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi.Vísir/vilhelm Þá birti Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokks grein í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Illmælgi klerks“ þar sem hann beinir einnig spjótum sínum að Séra Davíð Þór. Grein sinni lýkur hann á því að segja, eftir að hafa haldið því fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi mátt sitja undir „rætinni illmælgi“, að það skjóti skökku við. Því skemmst sé að minnast þess að undir „forystu forsætisráðherra hefur verið endurnýjað kirkjujarðasamkomulag ríkis og kirkju sem reynst hefur kirkjunni traustur bakhjarl og hefur gegnt lykilhlutverki í að skapa henni fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi.“
Alþingi Þjóðkirkjan Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu. 30. maí 2022 12:55 Segir einkennilegt að hægt sé að veita prestum tiltal fyrir Facebook-skrif Formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal. 27. maí 2022 17:00 „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu. 30. maí 2022 12:55
Segir einkennilegt að hægt sé að veita prestum tiltal fyrir Facebook-skrif Formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal. 27. maí 2022 17:00
„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16