Viðskipti innlent

Arion appið liggur niðri

Atli Ísleifsson skrifar
Appið datt út um klukkan 11 í morgun.
Appið datt út um klukkan 11 í morgun. Vísir/Vilhelm

Arion appið liggur nú niðri og er sem stendur ekki aðgengilegt.

Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs og sjálfbærni Arion banka, segir að appið hafi legið niðri frá um klukkan 11 og að unnið sé að viðgerð.

Á vef bankans er viðskiptavinum bent á netbankann og netspjallið á arionbanki.is.

„Einnig er hægt að koma við í útibúi eða hafa samband við þjónustuver bankans í síma 444 7000, en mikið álag er þessa stundina í þjónustuveri bankans.

Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningunni.

Uppfært klukkan 14:17: Haraldur Guðni segir í samtali við fréttastofu að appið sé komið aftur upp. Þó sé mögulegt að einhverjir notendur finni fyrir minni háttar truflunum við notkun þess í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×