Framtíð vímuefnameðferðar á Íslandi ógnað Erla Björg Sigurðardóttir skrifar 31. maí 2022 11:32 Það eru alvarlegar blikur á lofti varðandi vímuefnameðferð á Íslandi. Núverandi framkvæmdarstjórn SÁÁ gerir sér alls ekki grein fyrir ábyrgð sinni á rekstri Sjúkrahússins Vogs og gagnvart þeim ávirðingum sem nú eru uppi að hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Eins og alþjóð er kunnungt er sótt að samtökunum vegna tilhæfulausrar reikningsgerðar frá meðferðarsviði sem vísað hefur til landlæknisembættis og hérðassaksóknara. Endurkrafa SÍ vegna þessa og annarra vanefnda á unglingameðferð eru samtals 174 milljónir. Við lestur bréfs SÍ frá 29.12.2021 er ekki betur séð en að brotavilji hafi verið fyrir hendi af hálfu stjórnar og starfsmanna SÁÁ. Aðgengi að meðferð hjá samtökunum hefur rýrnað mikið vegna aðgerða í kjölfar covid-19 sem bættist ofan á gífurlega fjölgun á biðlista eftir meðferð á Vogi. Á milli áranna 2017 og 2018 fjölgaði mjög á biðlista eftir meðferð á Vogi sem ekki er hægt að rekja til þekktra ytri aðstæðna. Á miðju ári 2017 var biðlisti eftir meðferð á Vogi um 200-300 manns, en í nóvember 2018 var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og ekki hefur verið farið í aðgerðir til að fækka á honum. Framkvæmd í þá veru að setja upp úrræði í göngudeild til að stytta biðlistann er ekki að sjá þrátt fyrir aukið fjármagn hafi verið veitt af stjórnvöldum ætlað til þessa. Breyttar áherslur í stefnu SÁÁ SÍ og SÁÁ hafa gert samninga um 1600 innritanir á ári á Vog, en innritanir hafa ávalt verið töluvert umfram það sem dæmi má nefna tímabilið 2015-2019 en þá voru innlagnir frá 2.137 – 2.275. SÁÁ hefur fjármagnað umframþjónustu með sjálfsaflafé sínu af metnaði til að mæta aðsókn eftir meðferð sem er langt umfram 1600 innritanir. Áratugum saman hafa fjáraflanir samtakanna verið nýttar í að auka þjónustu og þróa hana eftir nýjustu þekkingu á sviði vímuefnameðferðar. Alla tíð hafa samtökin lagt ríka áherslu á öfluga meðferð óháð því fjármagni sem ríkið hefur veitt til starfseminnar. Það ber að taka alvarlega minnkandi afköst á sjúkrahúsinu í meðferð SÁÁ síðastliðin tvö ár þó það megi rekja hluta þess til niðurskurðar á þjónustu í kjölfar heimsfaraldursins. Innritunum fækkaði umtalsvert árið 2020 sem voru aðeins 1.682 og rétt náðu að uppfylla samninginn við SÍ. Staðreyndin er líka að göngudeildin hefur ýmist verið lokuð eða rekin af hálfum afköstum undanfarin tvö ár. Árið 2020 var lokað fyrir þjónustu á göngudeild í níu mánuði meira og minna frá apríl til ársloka og reyndar alveg fram í mars 2021 þegar sambærileg þjónusta í landinu var opin. Breyttar áherslur eru í stefnu SÁÁ að fjáraflanir meðal almennings og fyrirtækja eru ekki lengur notaðar til nýsköpunar eða til að auka afköst þjónustunnar þ.e. að meðhöndla veikt fólk umfram skilgreint þjónustumagn þjónustusamninga. Höfundur er félagi í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru alvarlegar blikur á lofti varðandi vímuefnameðferð á Íslandi. Núverandi framkvæmdarstjórn SÁÁ gerir sér alls ekki grein fyrir ábyrgð sinni á rekstri Sjúkrahússins Vogs og gagnvart þeim ávirðingum sem nú eru uppi að hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Eins og alþjóð er kunnungt er sótt að samtökunum vegna tilhæfulausrar reikningsgerðar frá meðferðarsviði sem vísað hefur til landlæknisembættis og hérðassaksóknara. Endurkrafa SÍ vegna þessa og annarra vanefnda á unglingameðferð eru samtals 174 milljónir. Við lestur bréfs SÍ frá 29.12.2021 er ekki betur séð en að brotavilji hafi verið fyrir hendi af hálfu stjórnar og starfsmanna SÁÁ. Aðgengi að meðferð hjá samtökunum hefur rýrnað mikið vegna aðgerða í kjölfar covid-19 sem bættist ofan á gífurlega fjölgun á biðlista eftir meðferð á Vogi. Á milli áranna 2017 og 2018 fjölgaði mjög á biðlista eftir meðferð á Vogi sem ekki er hægt að rekja til þekktra ytri aðstæðna. Á miðju ári 2017 var biðlisti eftir meðferð á Vogi um 200-300 manns, en í nóvember 2018 var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og ekki hefur verið farið í aðgerðir til að fækka á honum. Framkvæmd í þá veru að setja upp úrræði í göngudeild til að stytta biðlistann er ekki að sjá þrátt fyrir aukið fjármagn hafi verið veitt af stjórnvöldum ætlað til þessa. Breyttar áherslur í stefnu SÁÁ SÍ og SÁÁ hafa gert samninga um 1600 innritanir á ári á Vog, en innritanir hafa ávalt verið töluvert umfram það sem dæmi má nefna tímabilið 2015-2019 en þá voru innlagnir frá 2.137 – 2.275. SÁÁ hefur fjármagnað umframþjónustu með sjálfsaflafé sínu af metnaði til að mæta aðsókn eftir meðferð sem er langt umfram 1600 innritanir. Áratugum saman hafa fjáraflanir samtakanna verið nýttar í að auka þjónustu og þróa hana eftir nýjustu þekkingu á sviði vímuefnameðferðar. Alla tíð hafa samtökin lagt ríka áherslu á öfluga meðferð óháð því fjármagni sem ríkið hefur veitt til starfseminnar. Það ber að taka alvarlega minnkandi afköst á sjúkrahúsinu í meðferð SÁÁ síðastliðin tvö ár þó það megi rekja hluta þess til niðurskurðar á þjónustu í kjölfar heimsfaraldursins. Innritunum fækkaði umtalsvert árið 2020 sem voru aðeins 1.682 og rétt náðu að uppfylla samninginn við SÍ. Staðreyndin er líka að göngudeildin hefur ýmist verið lokuð eða rekin af hálfum afköstum undanfarin tvö ár. Árið 2020 var lokað fyrir þjónustu á göngudeild í níu mánuði meira og minna frá apríl til ársloka og reyndar alveg fram í mars 2021 þegar sambærileg þjónusta í landinu var opin. Breyttar áherslur eru í stefnu SÁÁ að fjáraflanir meðal almennings og fyrirtækja eru ekki lengur notaðar til nýsköpunar eða til að auka afköst þjónustunnar þ.e. að meðhöndla veikt fólk umfram skilgreint þjónustumagn þjónustusamninga. Höfundur er félagi í SÁÁ.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar