Framtíð vímuefnameðferðar á Íslandi ógnað Erla Björg Sigurðardóttir skrifar 31. maí 2022 11:32 Það eru alvarlegar blikur á lofti varðandi vímuefnameðferð á Íslandi. Núverandi framkvæmdarstjórn SÁÁ gerir sér alls ekki grein fyrir ábyrgð sinni á rekstri Sjúkrahússins Vogs og gagnvart þeim ávirðingum sem nú eru uppi að hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Eins og alþjóð er kunnungt er sótt að samtökunum vegna tilhæfulausrar reikningsgerðar frá meðferðarsviði sem vísað hefur til landlæknisembættis og hérðassaksóknara. Endurkrafa SÍ vegna þessa og annarra vanefnda á unglingameðferð eru samtals 174 milljónir. Við lestur bréfs SÍ frá 29.12.2021 er ekki betur séð en að brotavilji hafi verið fyrir hendi af hálfu stjórnar og starfsmanna SÁÁ. Aðgengi að meðferð hjá samtökunum hefur rýrnað mikið vegna aðgerða í kjölfar covid-19 sem bættist ofan á gífurlega fjölgun á biðlista eftir meðferð á Vogi. Á milli áranna 2017 og 2018 fjölgaði mjög á biðlista eftir meðferð á Vogi sem ekki er hægt að rekja til þekktra ytri aðstæðna. Á miðju ári 2017 var biðlisti eftir meðferð á Vogi um 200-300 manns, en í nóvember 2018 var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og ekki hefur verið farið í aðgerðir til að fækka á honum. Framkvæmd í þá veru að setja upp úrræði í göngudeild til að stytta biðlistann er ekki að sjá þrátt fyrir aukið fjármagn hafi verið veitt af stjórnvöldum ætlað til þessa. Breyttar áherslur í stefnu SÁÁ SÍ og SÁÁ hafa gert samninga um 1600 innritanir á ári á Vog, en innritanir hafa ávalt verið töluvert umfram það sem dæmi má nefna tímabilið 2015-2019 en þá voru innlagnir frá 2.137 – 2.275. SÁÁ hefur fjármagnað umframþjónustu með sjálfsaflafé sínu af metnaði til að mæta aðsókn eftir meðferð sem er langt umfram 1600 innritanir. Áratugum saman hafa fjáraflanir samtakanna verið nýttar í að auka þjónustu og þróa hana eftir nýjustu þekkingu á sviði vímuefnameðferðar. Alla tíð hafa samtökin lagt ríka áherslu á öfluga meðferð óháð því fjármagni sem ríkið hefur veitt til starfseminnar. Það ber að taka alvarlega minnkandi afköst á sjúkrahúsinu í meðferð SÁÁ síðastliðin tvö ár þó það megi rekja hluta þess til niðurskurðar á þjónustu í kjölfar heimsfaraldursins. Innritunum fækkaði umtalsvert árið 2020 sem voru aðeins 1.682 og rétt náðu að uppfylla samninginn við SÍ. Staðreyndin er líka að göngudeildin hefur ýmist verið lokuð eða rekin af hálfum afköstum undanfarin tvö ár. Árið 2020 var lokað fyrir þjónustu á göngudeild í níu mánuði meira og minna frá apríl til ársloka og reyndar alveg fram í mars 2021 þegar sambærileg þjónusta í landinu var opin. Breyttar áherslur eru í stefnu SÁÁ að fjáraflanir meðal almennings og fyrirtækja eru ekki lengur notaðar til nýsköpunar eða til að auka afköst þjónustunnar þ.e. að meðhöndla veikt fólk umfram skilgreint þjónustumagn þjónustusamninga. Höfundur er félagi í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það eru alvarlegar blikur á lofti varðandi vímuefnameðferð á Íslandi. Núverandi framkvæmdarstjórn SÁÁ gerir sér alls ekki grein fyrir ábyrgð sinni á rekstri Sjúkrahússins Vogs og gagnvart þeim ávirðingum sem nú eru uppi að hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Eins og alþjóð er kunnungt er sótt að samtökunum vegna tilhæfulausrar reikningsgerðar frá meðferðarsviði sem vísað hefur til landlæknisembættis og hérðassaksóknara. Endurkrafa SÍ vegna þessa og annarra vanefnda á unglingameðferð eru samtals 174 milljónir. Við lestur bréfs SÍ frá 29.12.2021 er ekki betur séð en að brotavilji hafi verið fyrir hendi af hálfu stjórnar og starfsmanna SÁÁ. Aðgengi að meðferð hjá samtökunum hefur rýrnað mikið vegna aðgerða í kjölfar covid-19 sem bættist ofan á gífurlega fjölgun á biðlista eftir meðferð á Vogi. Á milli áranna 2017 og 2018 fjölgaði mjög á biðlista eftir meðferð á Vogi sem ekki er hægt að rekja til þekktra ytri aðstæðna. Á miðju ári 2017 var biðlisti eftir meðferð á Vogi um 200-300 manns, en í nóvember 2018 var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og ekki hefur verið farið í aðgerðir til að fækka á honum. Framkvæmd í þá veru að setja upp úrræði í göngudeild til að stytta biðlistann er ekki að sjá þrátt fyrir aukið fjármagn hafi verið veitt af stjórnvöldum ætlað til þessa. Breyttar áherslur í stefnu SÁÁ SÍ og SÁÁ hafa gert samninga um 1600 innritanir á ári á Vog, en innritanir hafa ávalt verið töluvert umfram það sem dæmi má nefna tímabilið 2015-2019 en þá voru innlagnir frá 2.137 – 2.275. SÁÁ hefur fjármagnað umframþjónustu með sjálfsaflafé sínu af metnaði til að mæta aðsókn eftir meðferð sem er langt umfram 1600 innritanir. Áratugum saman hafa fjáraflanir samtakanna verið nýttar í að auka þjónustu og þróa hana eftir nýjustu þekkingu á sviði vímuefnameðferðar. Alla tíð hafa samtökin lagt ríka áherslu á öfluga meðferð óháð því fjármagni sem ríkið hefur veitt til starfseminnar. Það ber að taka alvarlega minnkandi afköst á sjúkrahúsinu í meðferð SÁÁ síðastliðin tvö ár þó það megi rekja hluta þess til niðurskurðar á þjónustu í kjölfar heimsfaraldursins. Innritunum fækkaði umtalsvert árið 2020 sem voru aðeins 1.682 og rétt náðu að uppfylla samninginn við SÍ. Staðreyndin er líka að göngudeildin hefur ýmist verið lokuð eða rekin af hálfum afköstum undanfarin tvö ár. Árið 2020 var lokað fyrir þjónustu á göngudeild í níu mánuði meira og minna frá apríl til ársloka og reyndar alveg fram í mars 2021 þegar sambærileg þjónusta í landinu var opin. Breyttar áherslur eru í stefnu SÁÁ að fjáraflanir meðal almennings og fyrirtækja eru ekki lengur notaðar til nýsköpunar eða til að auka afköst þjónustunnar þ.e. að meðhöndla veikt fólk umfram skilgreint þjónustumagn þjónustusamninga. Höfundur er félagi í SÁÁ.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar