UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 21:31 Fjölmargir stuðningsmenn Liverpool hafa sagt frá ofbeldi af hálfu frönsku lögreglunnar. Matthias Hangst/Getty Images Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. Leikurinn tafðist um meira en hálftíma þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, sem höfðu beðið í yfir tvær klukkustundir, stóðu enn í röð utan vallarins þegar leikurinn átti upprunalega að hefjast. Fjölmörg myndbönd birtust af franskri lögreglu að beita táragasi á stuðningsmenn liðsins sem voru margir hverjir enn í röð eftir að leikurinn hófst. Lögreglan í París hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins. Frönsk yfirvöld sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem stórfelldu miðasvindli var kennt um ástandið sem skapaðist. UEFA commissions independent report into events surrounding UEFA Champions League final.— UEFA (@UEFA) May 30, 2022 Í yfirlýsingu UEFA í dag segir að yfirgripsmikil og óháð rannsókn muni fara fram, þar sem þónokkrir þættir verða til skoðunar. Þar á meðal er ákvarðanataka, ábyrgð og hegðun þeirra sem áttu hlut að máli á laugardagskvöld. Meðal hlutaðeigandi aðila eru UEFA sem skipulagsaðili, frönsk yfirvöld, lögreglan í París og stuðningsmenn Liverpool. Dr. Brandao Rodrigues, sem er portúgalskur þingmaður og fyrrum menntamálaráðherra þar í landi, mun leiða rannsóknina. Fram kemur í yfirlýsingu UEFA að hann geri það án greiðslu frá sambandinu (e. pro bono) til að gætt sé að heilindum. Real Madrid vann leikinn á laugardag 1-0 og vann þar með sinn 14. Meistaradeildartitil. Where were the police when my wife got mugged her watch stolen bruised and my son attack and beaten. Nowhere @GDarmanin . Pathetic excuses #UEFA #ChampionsLeagueFinal #France pic.twitter.com/EYXLjaQ2ug— Jason Mcateer (@MCATEER4) May 30, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Tengdar fréttir Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31 Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Leikurinn tafðist um meira en hálftíma þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, sem höfðu beðið í yfir tvær klukkustundir, stóðu enn í röð utan vallarins þegar leikurinn átti upprunalega að hefjast. Fjölmörg myndbönd birtust af franskri lögreglu að beita táragasi á stuðningsmenn liðsins sem voru margir hverjir enn í röð eftir að leikurinn hófst. Lögreglan í París hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins. Frönsk yfirvöld sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem stórfelldu miðasvindli var kennt um ástandið sem skapaðist. UEFA commissions independent report into events surrounding UEFA Champions League final.— UEFA (@UEFA) May 30, 2022 Í yfirlýsingu UEFA í dag segir að yfirgripsmikil og óháð rannsókn muni fara fram, þar sem þónokkrir þættir verða til skoðunar. Þar á meðal er ákvarðanataka, ábyrgð og hegðun þeirra sem áttu hlut að máli á laugardagskvöld. Meðal hlutaðeigandi aðila eru UEFA sem skipulagsaðili, frönsk yfirvöld, lögreglan í París og stuðningsmenn Liverpool. Dr. Brandao Rodrigues, sem er portúgalskur þingmaður og fyrrum menntamálaráðherra þar í landi, mun leiða rannsóknina. Fram kemur í yfirlýsingu UEFA að hann geri það án greiðslu frá sambandinu (e. pro bono) til að gætt sé að heilindum. Real Madrid vann leikinn á laugardag 1-0 og vann þar með sinn 14. Meistaradeildartitil. Where were the police when my wife got mugged her watch stolen bruised and my son attack and beaten. Nowhere @GDarmanin . Pathetic excuses #UEFA #ChampionsLeagueFinal #France pic.twitter.com/EYXLjaQ2ug— Jason Mcateer (@MCATEER4) May 30, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Tengdar fréttir Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31 Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31
Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01