Svindlaði á stelpunum okkar en fær ekki að mæta þeim aftur vegna ósættis Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2022 23:01 Amandine Henry í baráttu við Söru Björk Gunnarsdóttur á EM í Hollandi 2017 þar sem Henry fiskaði vítaspyrnu sem tryggði Frökkum 1-0 sigur. Getty/Dean Mouhtaropoulos Þrátt fyrir að hafa spilað og skorað í sigri Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir rúmri viku er Amandine Henry ekki í franska landsliðshópnum sem mætir Íslandi á EM í Englandi í sumar. Franski fjölmiðillinn L‘Equipe segir þetta ekki koma á óvart í ljósi sambandsins á milli Henry og landsliðsþjálfarans Corinne Diacre en stirt hefur verið á milli þeirra síðustu tvö ár og Henry sent þjálfaranum tóninn. Þar með verður ekkert af því að Henry mæti Íslandi aftur á EM líkt og á EM í Hollandi árið 2017, þegar hún dýfði sér eftirminnilega í grasið til þess að fiska vítaspyrnu fyrir Frakka. Úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný Brynjarsdóttir var liðsfélagi Henry um þetta leyti, hjá Portland Thorns, og sagði Henry síðar hafa viðurkennt að hafa svindlað. Auk Henry er Le Sommer sömuleiðis ekki í náðinni hjá franska landsliðsþjálfaranum og því ekki í 23 manna EM-hópnum sem tilkynntur var í dag. Le Sommer er liðsfélagi Henry og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og kom inn á í 3-1 sigrinum gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Samanlagt hafa þær Le Sommer og Henry spilað hátt í 300 landsleiki fyrir Frakka og skorað um hundrað mörk. Hamraoui ekki valin eftir árás og slagsmál Kheira Hamraoui, miðjumaður PSG, er heldur ekki í hópnum en hún hefur verið mikið í sviðsljósinu í vetur eftir að grímuklæddir menn réðust á hana fyrir utan heimili hennar í París í nóvember. L‘Equipe segir að slæmt samband Hamraoui við þær Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani, sem eru í franska hópnum, bitni auk þess á Hamraoui. Ísland og Frakkland mætast í lokaumferð riðlakeppninnar á EM, 18. júlí, á New York-leikvanginum í Rotherham. Franski hópurinn: Markmenn: Pauline Peyraud-Magnin (Juventus, ITA), Mylène Chavas (Bordeaux), Justine Lerond (Metz). Varnarmenn: Eve Périsset (Bordeaux), Marion Torrent (Montpellier), Griedge Mbock (OL), Wendie Renard (OL), Aïssatou Tounkara (Atlético de Madrid, ESP), Sakina Karchaoui (PSG), Selma Bacha (OL), Hawa Cissoko (West Ham, ENG). Miðjumenn: Charlotte Bilbault (Bordeaux), Kenza Dali (Everton, ANG), Sandie Toletti (Levante, ESP), Grace Geyoro (PSG), Ella Palis (Bordeaux). Sóknarmenn: Sandy Baltimore (PSG), Delphine Cascarino (OL), Kadidiatou Diani (PSG), Marie-Antoinette Katoto (PSG), Melvine Malard (OL), Clara Mateo (Paris FC), Ouleymata Sarr (Paris FC). EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira
Franski fjölmiðillinn L‘Equipe segir þetta ekki koma á óvart í ljósi sambandsins á milli Henry og landsliðsþjálfarans Corinne Diacre en stirt hefur verið á milli þeirra síðustu tvö ár og Henry sent þjálfaranum tóninn. Þar með verður ekkert af því að Henry mæti Íslandi aftur á EM líkt og á EM í Hollandi árið 2017, þegar hún dýfði sér eftirminnilega í grasið til þess að fiska vítaspyrnu fyrir Frakka. Úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný Brynjarsdóttir var liðsfélagi Henry um þetta leyti, hjá Portland Thorns, og sagði Henry síðar hafa viðurkennt að hafa svindlað. Auk Henry er Le Sommer sömuleiðis ekki í náðinni hjá franska landsliðsþjálfaranum og því ekki í 23 manna EM-hópnum sem tilkynntur var í dag. Le Sommer er liðsfélagi Henry og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og kom inn á í 3-1 sigrinum gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Samanlagt hafa þær Le Sommer og Henry spilað hátt í 300 landsleiki fyrir Frakka og skorað um hundrað mörk. Hamraoui ekki valin eftir árás og slagsmál Kheira Hamraoui, miðjumaður PSG, er heldur ekki í hópnum en hún hefur verið mikið í sviðsljósinu í vetur eftir að grímuklæddir menn réðust á hana fyrir utan heimili hennar í París í nóvember. L‘Equipe segir að slæmt samband Hamraoui við þær Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani, sem eru í franska hópnum, bitni auk þess á Hamraoui. Ísland og Frakkland mætast í lokaumferð riðlakeppninnar á EM, 18. júlí, á New York-leikvanginum í Rotherham. Franski hópurinn: Markmenn: Pauline Peyraud-Magnin (Juventus, ITA), Mylène Chavas (Bordeaux), Justine Lerond (Metz). Varnarmenn: Eve Périsset (Bordeaux), Marion Torrent (Montpellier), Griedge Mbock (OL), Wendie Renard (OL), Aïssatou Tounkara (Atlético de Madrid, ESP), Sakina Karchaoui (PSG), Selma Bacha (OL), Hawa Cissoko (West Ham, ENG). Miðjumenn: Charlotte Bilbault (Bordeaux), Kenza Dali (Everton, ANG), Sandie Toletti (Levante, ESP), Grace Geyoro (PSG), Ella Palis (Bordeaux). Sóknarmenn: Sandy Baltimore (PSG), Delphine Cascarino (OL), Kadidiatou Diani (PSG), Marie-Antoinette Katoto (PSG), Melvine Malard (OL), Clara Mateo (Paris FC), Ouleymata Sarr (Paris FC).
Markmenn: Pauline Peyraud-Magnin (Juventus, ITA), Mylène Chavas (Bordeaux), Justine Lerond (Metz). Varnarmenn: Eve Périsset (Bordeaux), Marion Torrent (Montpellier), Griedge Mbock (OL), Wendie Renard (OL), Aïssatou Tounkara (Atlético de Madrid, ESP), Sakina Karchaoui (PSG), Selma Bacha (OL), Hawa Cissoko (West Ham, ENG). Miðjumenn: Charlotte Bilbault (Bordeaux), Kenza Dali (Everton, ANG), Sandie Toletti (Levante, ESP), Grace Geyoro (PSG), Ella Palis (Bordeaux). Sóknarmenn: Sandy Baltimore (PSG), Delphine Cascarino (OL), Kadidiatou Diani (PSG), Marie-Antoinette Katoto (PSG), Melvine Malard (OL), Clara Mateo (Paris FC), Ouleymata Sarr (Paris FC).
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira