Mikilvægt framlag fatlaðra barna á barnaþingi Anna Lára Steindal og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 30. maí 2022 17:00 Í síðustu viku afhentu sex börn úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna ásamt Salvöru Nordal, umboðsmanni barna, ráðherrum skýrslu barnaþings 2022. Í skýrslunni eru dregnar fram helstu niðurstöður barnaþingsins sem haldið var í byrjun mars. Þar á meðal mikilvægi þess að standa vörð um réttindi fatlaðra barna. Þetta er í annað sinn sem Barnaþing er haldið. Það er umboðsmaður barna sem annast utanumhald og framkvæmd þingsins og er markmiðið að skapa reglubundinn vettvang fyrir börn til þess að koma skoðunum sínum og sjónarmiðum á framfæri, efla lýðræðislega þátttöku barna og virkja þau í umræðu um málefni er varða börn og ungmenni. Barnaþingi er ætlað að vera valdeflandi og jákvæð reynsla fyrir börnin. Landssamtökin Þroskahjálp hafa átt farsælt samstarf við umboðsmann barna um að tryggja þátttöku fatlaðra barna og þá um leið að rödd þeirra heyrist í þessu mikilvæga samráðsferli. Barnaþingmenn eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar eru auðvitað börn sem spegla margbreytileika barna á Íslandi. En til að tryggja með öruggum hætti þátttöku fatlaðra barna hafa Landssamtökin Þroskahjálp tilnefnt börn til þátttöku, óháð úrtakinu. Að þessu sinni tóku þátt fimm barnaþingmenn sem tilefndir voru af Þroskahjálp. Bæði í samráðshópi sem hafði það verkefni að koma með hugmyndir um aðgengismál, framkvæmd og vellíðan barna sem tóku þátt og á þinginu sjálfu. Ráðinn var sérstakur starfsmaður til þess að vera börnunum innan handar og vera skipuleggjendum ráðgefandi um framkvæmdina. Landssamtökin Þroskahjálp leggja sérstaklega áherslu á að standa vörð um réttindi fatlaðra barna og tækifæri þeirra til virkrar þátttöku til jafns við önnur börn og án aðgreiningar. Markmið samtakanna í þessu verkefni er að þau fötluðu börn sem taka þátt fái tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri, að þau séu fullgildir þátttakendur og fái viðeigandi stuðning. Var í því sambandi sérstaklega horft til 23. greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um stöðu fatlaðra barna, en einnig til 7. greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þar segir: 1. Aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fötluð börn fái notið fullra mannréttinda og mannfrelsis til jafns við önnur börn. 3. Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum börnum rétt til þess að láta skoðanir sínar óhindrað í ljós um öll mál er þau varða, jafnframt því að sjónarmiðum þeirra sé gefinn gaumur eins og eðlilegt má telja miðað við aldur þeirra og þroska, til jafns við önnur, börn og veita þeim aðstoð, þar sem tekið er eðlilegt tillit til fötlunar þeirra og aldurs, til þess að sá réttur megi verða að veruleika. Á þinginu í mars völdu þátttakendur þrjú þemu sem fjallað var ítarlega um: mannréttindi, menntun og umhverfis- og loftslagsmál. Mikilvægi þess að styðja fötluð börn sérstaklega til þátttöku sýndi sig í því að þingmenn lögðu mikla áherslu á réttindi fatlaðra barna og mikilvægi þess að taka tillit til mismunandi fatlana, upprætingu fordóma, aðgengismál og mikilvægi þessi að allir fái stuðning til þess að taka þátt og njóta sín á eigin forsendum. Landssamtökin Þroskahjálp senda barnaþingmönnum og umboðsmanni barna sérstakar þakkir fyrir ánægjulegt og mikilvægt samstarf. Unnur Helga Óttarsdóttir er formaður Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri í málefnum barna og ungmenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku afhentu sex börn úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna ásamt Salvöru Nordal, umboðsmanni barna, ráðherrum skýrslu barnaþings 2022. Í skýrslunni eru dregnar fram helstu niðurstöður barnaþingsins sem haldið var í byrjun mars. Þar á meðal mikilvægi þess að standa vörð um réttindi fatlaðra barna. Þetta er í annað sinn sem Barnaþing er haldið. Það er umboðsmaður barna sem annast utanumhald og framkvæmd þingsins og er markmiðið að skapa reglubundinn vettvang fyrir börn til þess að koma skoðunum sínum og sjónarmiðum á framfæri, efla lýðræðislega þátttöku barna og virkja þau í umræðu um málefni er varða börn og ungmenni. Barnaþingi er ætlað að vera valdeflandi og jákvæð reynsla fyrir börnin. Landssamtökin Þroskahjálp hafa átt farsælt samstarf við umboðsmann barna um að tryggja þátttöku fatlaðra barna og þá um leið að rödd þeirra heyrist í þessu mikilvæga samráðsferli. Barnaþingmenn eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar eru auðvitað börn sem spegla margbreytileika barna á Íslandi. En til að tryggja með öruggum hætti þátttöku fatlaðra barna hafa Landssamtökin Þroskahjálp tilnefnt börn til þátttöku, óháð úrtakinu. Að þessu sinni tóku þátt fimm barnaþingmenn sem tilefndir voru af Þroskahjálp. Bæði í samráðshópi sem hafði það verkefni að koma með hugmyndir um aðgengismál, framkvæmd og vellíðan barna sem tóku þátt og á þinginu sjálfu. Ráðinn var sérstakur starfsmaður til þess að vera börnunum innan handar og vera skipuleggjendum ráðgefandi um framkvæmdina. Landssamtökin Þroskahjálp leggja sérstaklega áherslu á að standa vörð um réttindi fatlaðra barna og tækifæri þeirra til virkrar þátttöku til jafns við önnur börn og án aðgreiningar. Markmið samtakanna í þessu verkefni er að þau fötluðu börn sem taka þátt fái tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri, að þau séu fullgildir þátttakendur og fái viðeigandi stuðning. Var í því sambandi sérstaklega horft til 23. greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um stöðu fatlaðra barna, en einnig til 7. greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þar segir: 1. Aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fötluð börn fái notið fullra mannréttinda og mannfrelsis til jafns við önnur börn. 3. Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum börnum rétt til þess að láta skoðanir sínar óhindrað í ljós um öll mál er þau varða, jafnframt því að sjónarmiðum þeirra sé gefinn gaumur eins og eðlilegt má telja miðað við aldur þeirra og þroska, til jafns við önnur, börn og veita þeim aðstoð, þar sem tekið er eðlilegt tillit til fötlunar þeirra og aldurs, til þess að sá réttur megi verða að veruleika. Á þinginu í mars völdu þátttakendur þrjú þemu sem fjallað var ítarlega um: mannréttindi, menntun og umhverfis- og loftslagsmál. Mikilvægi þess að styðja fötluð börn sérstaklega til þátttöku sýndi sig í því að þingmenn lögðu mikla áherslu á réttindi fatlaðra barna og mikilvægi þess að taka tillit til mismunandi fatlana, upprætingu fordóma, aðgengismál og mikilvægi þessi að allir fái stuðning til þess að taka þátt og njóta sín á eigin forsendum. Landssamtökin Þroskahjálp senda barnaþingmönnum og umboðsmanni barna sérstakar þakkir fyrir ánægjulegt og mikilvægt samstarf. Unnur Helga Óttarsdóttir er formaður Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri í málefnum barna og ungmenna.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun