Mesta hækkun á leiguverði í tæp tvö ár Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2022 14:33 Tólf mánaða hækkun á leiguverði mælist nú tæp átta prósent. Vísir/Arnar Hækkun á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu milli mánaða mældist 2,1 prósent í apríl og er um að ræða mesta hækkunin síðan í júní 2020. Frá þessu segir í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að leiguverð hafi þróast með afar rólegum hætti frá því að heimsfaraldurinn skall á, ólíkt kaupverði íbúða. Tólf mánaða hækkun á leiguverði mælist nú tæp átta prósent, sem sé þó afar hóflegt í samanburði við hækkun íbúðaverðs. Segir að til lengri tíma litið fylgist leigu- og kaupverð þó yfirleitt að og sé því ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum íbúðaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. „Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1% milli mánaða í apríl sem er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum. Í mars lækkaði t.a.m. leiguverð að jafnaði um tæpt hálft prósentustig. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á eftirspurn eftir húsnæði til kaupa. Vextir á íbúðalánum lækkuðu töluvert í kjölfar stýrivaxtalækkana Seðlabankans og jókst þá kaupgeta margra. Við slíkar aðstæður dregst eftirspurn eftir leiguhúsnæði saman. Það, ásamt fækkun ferðamanna og þar með samdrætti í útleigu íbúða til þeirra, gerði það að verkum að spenna dróst verulega saman á leigumarkaði,“ segir í Hagsjánni. Vesturhluti Reykjavíkur dýrasta svæðið Þá segir að samanburður á fermetraverði tveggja og þriggja herbergja íbúða samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum frá janúar fram í apríl, gefi til kynna að leiga sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur þar sem leiguverð hækki um 8,1 prósent á milli ára í tilfelli þriggja herbergja íbúða og 10,4 prósent í tilfelli tveggja herbergja íbúða. „Á eftir vesturhluta Reykjavíkur mælist austurhluti Reykjavíkur, dýrasta svæðið samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum hvort sem litið er til tveggja eða þriggja herbergja íbúða en litlu munar á leiguverði að jafnaði á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Leiguverð mælist lægst í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi það sem af er ári hvort sem litið er til tveggja eða þriggja herbergja íbúða,“ segir í Hafsjá Landsbankans. Leigumarkaður Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Frá þessu segir í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að leiguverð hafi þróast með afar rólegum hætti frá því að heimsfaraldurinn skall á, ólíkt kaupverði íbúða. Tólf mánaða hækkun á leiguverði mælist nú tæp átta prósent, sem sé þó afar hóflegt í samanburði við hækkun íbúðaverðs. Segir að til lengri tíma litið fylgist leigu- og kaupverð þó yfirleitt að og sé því ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum íbúðaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. „Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1% milli mánaða í apríl sem er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum. Í mars lækkaði t.a.m. leiguverð að jafnaði um tæpt hálft prósentustig. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á eftirspurn eftir húsnæði til kaupa. Vextir á íbúðalánum lækkuðu töluvert í kjölfar stýrivaxtalækkana Seðlabankans og jókst þá kaupgeta margra. Við slíkar aðstæður dregst eftirspurn eftir leiguhúsnæði saman. Það, ásamt fækkun ferðamanna og þar með samdrætti í útleigu íbúða til þeirra, gerði það að verkum að spenna dróst verulega saman á leigumarkaði,“ segir í Hagsjánni. Vesturhluti Reykjavíkur dýrasta svæðið Þá segir að samanburður á fermetraverði tveggja og þriggja herbergja íbúða samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum frá janúar fram í apríl, gefi til kynna að leiga sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur þar sem leiguverð hækki um 8,1 prósent á milli ára í tilfelli þriggja herbergja íbúða og 10,4 prósent í tilfelli tveggja herbergja íbúða. „Á eftir vesturhluta Reykjavíkur mælist austurhluti Reykjavíkur, dýrasta svæðið samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum hvort sem litið er til tveggja eða þriggja herbergja íbúða en litlu munar á leiguverði að jafnaði á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Leiguverð mælist lægst í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi það sem af er ári hvort sem litið er til tveggja eða þriggja herbergja íbúða,“ segir í Hafsjá Landsbankans.
Leigumarkaður Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent