Telur að Heimir verði rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2022 10:00 Valsmennirnir hans Heimis Guðjónssonar hafa tapað fjórum leikjum í röð. vísir/Hulda Margrét Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, telur að Heimir Guðjónsson verði látinn taka pokann sinn sem þjálfari Vals. Í gær tapaði Valur 3-2 fyrir Fram í Safamýrinni. Þetta var fjórða tap Valsmanna í deild og bikar í röð. Þeir eru í 6. sæti Bestu deildarinnar með þrettán stig, ellefu stigum á eftir toppliði Blika, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og ekki með í Evrópukeppni. „Eins og ég er mikill talsmaður Heimis held ég að hann verði ekki þarna í næsta leik,“ sagði Albert í Stúkunni í gær. Núna tekur við landsleikjahlé og ekki verður leikið aftur í Bestu deildinni fyrr en um miðjan júní. Tíminn til að skipta um þjálfara er því nokkuð hentugur. „Upp á það að gera þessa breytingu. Nú er ég ekki bara að horfa á þessa þrjá leiki í deildinni sem hafa tapast, bikarinn og allt það heldur hvernig þeir enduðu síðasta tímabil, allur veturinn slakur og mér fannst meira að segja leikirnir sem unnust í sumar ekki sannfærandi, nema seinni hálfleikurinn á móti KR og þeir voru flottir gegn ÍA en það eru allir flottir gegn þeim þessa dagana. Svo kemur þessi hrina núna,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Heimis Guðjóns Hann segir að Valsmenn vanti sárlega eitthvað einkenni, einhvern sérstakan leikstíl. „Ef þú myndir spyrja mig núna hvernig fótbolta spilar Valur? Það veit það enginn. Þetta er rándýrt lið með dýrasta hópinn og það veit enginn hvert uppleggið er,“ sagði Albert. Valur hefur orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu og til að mynda eru báðir markverðir liðsins meiddir. En Albert segir að Valsmenn geti ekki skýlt sér á bak við það. „Það er óheppilegt fyrir Heimi en mér fannst samt frammistaðan í leikjunum sem þeir voru með ekki sérstök. Ég vil fá meira frá svona stórum og góðum hópi,“ sagði Albert. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Í gær tapaði Valur 3-2 fyrir Fram í Safamýrinni. Þetta var fjórða tap Valsmanna í deild og bikar í röð. Þeir eru í 6. sæti Bestu deildarinnar með þrettán stig, ellefu stigum á eftir toppliði Blika, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og ekki með í Evrópukeppni. „Eins og ég er mikill talsmaður Heimis held ég að hann verði ekki þarna í næsta leik,“ sagði Albert í Stúkunni í gær. Núna tekur við landsleikjahlé og ekki verður leikið aftur í Bestu deildinni fyrr en um miðjan júní. Tíminn til að skipta um þjálfara er því nokkuð hentugur. „Upp á það að gera þessa breytingu. Nú er ég ekki bara að horfa á þessa þrjá leiki í deildinni sem hafa tapast, bikarinn og allt það heldur hvernig þeir enduðu síðasta tímabil, allur veturinn slakur og mér fannst meira að segja leikirnir sem unnust í sumar ekki sannfærandi, nema seinni hálfleikurinn á móti KR og þeir voru flottir gegn ÍA en það eru allir flottir gegn þeim þessa dagana. Svo kemur þessi hrina núna,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Heimis Guðjóns Hann segir að Valsmenn vanti sárlega eitthvað einkenni, einhvern sérstakan leikstíl. „Ef þú myndir spyrja mig núna hvernig fótbolta spilar Valur? Það veit það enginn. Þetta er rándýrt lið með dýrasta hópinn og það veit enginn hvert uppleggið er,“ sagði Albert. Valur hefur orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu og til að mynda eru báðir markverðir liðsins meiddir. En Albert segir að Valsmenn geti ekki skýlt sér á bak við það. „Það er óheppilegt fyrir Heimi en mér fannst samt frammistaðan í leikjunum sem þeir voru með ekki sérstök. Ég vil fá meira frá svona stórum og góðum hópi,“ sagði Albert. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07