Segir gjörsamlega óforsvaranlegt að vísa fötluðum flóttamanni úr landi Árni Sæberg skrifar 29. maí 2022 22:50 Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Stöð 2/Bjarni Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir það gjörsamlega óforsvaranlegt að yfirvöld ætli að senda írakskan flóttamann, sem notast við hjólastól, til Grikklands. Fjölskylda mannsins segir yfirvöld munu senda manninn út í opinn dauðann með því. Til stendur að vísa írakskri fjölskyldu úr landi og til Grikklands. Einn fjölskyldumeðlimanna notast við hjólastól og telur fjölskyldan að hann muni einfaldlega deyja verði hann sendur til Grikklands. Þar muni hann ekki fá þá nauðsynlegu læknisþjónustu sem hann nýtur hér á landi. „Okkur finnst þetta gjörsamlega óforsvaranlegt. Allir sem hafa kynnt sér aðstæður í Grikklandi vita að þær eru skelfilega erfiðar fyrir flóttafólk almennt og alls kyns mismunun og alls kyns óyfirstíganlegar hindranir sem mæta fötluðu fólki og fólki almennt þar,“ segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, í samtali við fréttastofu. Rætt var við Árna Múla og fjölskyldu mannsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Árni Múli segir að hverjum manni eigi að vera ljóst að erfiðara er fyrir fatlaða flóttamenn en aðra að vera sendir til Grikklands. Óttast að fleiri séu í sömu stöðu Árni Múli segir Þroskahjálp óttast að fleira fatlað flóttafólk vera í þeirri erfiðu stöðu að til standi að senda það úr landi. Stjórnvöld hafi ekki svarað fyrirspurn samtakanna um það hvort sú sé raunin. „Eftir samskipti okkar við útlendingayfirvöld í þessum málum þá er ekki að ástæðulausu að vi höfum áhyggjur af því. Þau hafa að okkar mati ekki sinnt skyldum sínum gagnvart þessum berskjaldaða hópi, alls ekki nægilega, og sett sig inn í réttindi þess,“ segir hann. Ómannúðlegt að senda fatlað fólk í þessar aðstæður Þá segir Árni Múli að það sé í meira lagi umdeilanlegt hvort það standist skyldur íslenkskra stjórnvalda hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks, sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Ísland hefur undirgengist, að vísa fötluðu flóttafólki úr landi. „Okkur finnst, hvernig sem það veltur og ég er nú sannfærður um að þetta eru mannréttindabrot, að maður geti varla hugsað sér ómannúðlegri meðferð á fötluðu fólki heldur en að senda það í þesssar aðstæður,“ segir Árni Múli að lokum. Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Til stendur að vísa írakskri fjölskyldu úr landi og til Grikklands. Einn fjölskyldumeðlimanna notast við hjólastól og telur fjölskyldan að hann muni einfaldlega deyja verði hann sendur til Grikklands. Þar muni hann ekki fá þá nauðsynlegu læknisþjónustu sem hann nýtur hér á landi. „Okkur finnst þetta gjörsamlega óforsvaranlegt. Allir sem hafa kynnt sér aðstæður í Grikklandi vita að þær eru skelfilega erfiðar fyrir flóttafólk almennt og alls kyns mismunun og alls kyns óyfirstíganlegar hindranir sem mæta fötluðu fólki og fólki almennt þar,“ segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, í samtali við fréttastofu. Rætt var við Árna Múla og fjölskyldu mannsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Árni Múli segir að hverjum manni eigi að vera ljóst að erfiðara er fyrir fatlaða flóttamenn en aðra að vera sendir til Grikklands. Óttast að fleiri séu í sömu stöðu Árni Múli segir Þroskahjálp óttast að fleira fatlað flóttafólk vera í þeirri erfiðu stöðu að til standi að senda það úr landi. Stjórnvöld hafi ekki svarað fyrirspurn samtakanna um það hvort sú sé raunin. „Eftir samskipti okkar við útlendingayfirvöld í þessum málum þá er ekki að ástæðulausu að vi höfum áhyggjur af því. Þau hafa að okkar mati ekki sinnt skyldum sínum gagnvart þessum berskjaldaða hópi, alls ekki nægilega, og sett sig inn í réttindi þess,“ segir hann. Ómannúðlegt að senda fatlað fólk í þessar aðstæður Þá segir Árni Múli að það sé í meira lagi umdeilanlegt hvort það standist skyldur íslenkskra stjórnvalda hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks, sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Ísland hefur undirgengist, að vísa fötluðu flóttafólki úr landi. „Okkur finnst, hvernig sem það veltur og ég er nú sannfærður um að þetta eru mannréttindabrot, að maður geti varla hugsað sér ómannúðlegri meðferð á fötluðu fólki heldur en að senda það í þesssar aðstæður,“ segir Árni Múli að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Sjá meira