Segir gjörsamlega óforsvaranlegt að vísa fötluðum flóttamanni úr landi Árni Sæberg skrifar 29. maí 2022 22:50 Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Stöð 2/Bjarni Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir það gjörsamlega óforsvaranlegt að yfirvöld ætli að senda írakskan flóttamann, sem notast við hjólastól, til Grikklands. Fjölskylda mannsins segir yfirvöld munu senda manninn út í opinn dauðann með því. Til stendur að vísa írakskri fjölskyldu úr landi og til Grikklands. Einn fjölskyldumeðlimanna notast við hjólastól og telur fjölskyldan að hann muni einfaldlega deyja verði hann sendur til Grikklands. Þar muni hann ekki fá þá nauðsynlegu læknisþjónustu sem hann nýtur hér á landi. „Okkur finnst þetta gjörsamlega óforsvaranlegt. Allir sem hafa kynnt sér aðstæður í Grikklandi vita að þær eru skelfilega erfiðar fyrir flóttafólk almennt og alls kyns mismunun og alls kyns óyfirstíganlegar hindranir sem mæta fötluðu fólki og fólki almennt þar,“ segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, í samtali við fréttastofu. Rætt var við Árna Múla og fjölskyldu mannsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Árni Múli segir að hverjum manni eigi að vera ljóst að erfiðara er fyrir fatlaða flóttamenn en aðra að vera sendir til Grikklands. Óttast að fleiri séu í sömu stöðu Árni Múli segir Þroskahjálp óttast að fleira fatlað flóttafólk vera í þeirri erfiðu stöðu að til standi að senda það úr landi. Stjórnvöld hafi ekki svarað fyrirspurn samtakanna um það hvort sú sé raunin. „Eftir samskipti okkar við útlendingayfirvöld í þessum málum þá er ekki að ástæðulausu að vi höfum áhyggjur af því. Þau hafa að okkar mati ekki sinnt skyldum sínum gagnvart þessum berskjaldaða hópi, alls ekki nægilega, og sett sig inn í réttindi þess,“ segir hann. Ómannúðlegt að senda fatlað fólk í þessar aðstæður Þá segir Árni Múli að það sé í meira lagi umdeilanlegt hvort það standist skyldur íslenkskra stjórnvalda hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks, sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Ísland hefur undirgengist, að vísa fötluðu flóttafólki úr landi. „Okkur finnst, hvernig sem það veltur og ég er nú sannfærður um að þetta eru mannréttindabrot, að maður geti varla hugsað sér ómannúðlegri meðferð á fötluðu fólki heldur en að senda það í þesssar aðstæður,“ segir Árni Múli að lokum. Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Til stendur að vísa írakskri fjölskyldu úr landi og til Grikklands. Einn fjölskyldumeðlimanna notast við hjólastól og telur fjölskyldan að hann muni einfaldlega deyja verði hann sendur til Grikklands. Þar muni hann ekki fá þá nauðsynlegu læknisþjónustu sem hann nýtur hér á landi. „Okkur finnst þetta gjörsamlega óforsvaranlegt. Allir sem hafa kynnt sér aðstæður í Grikklandi vita að þær eru skelfilega erfiðar fyrir flóttafólk almennt og alls kyns mismunun og alls kyns óyfirstíganlegar hindranir sem mæta fötluðu fólki og fólki almennt þar,“ segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, í samtali við fréttastofu. Rætt var við Árna Múla og fjölskyldu mannsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Árni Múli segir að hverjum manni eigi að vera ljóst að erfiðara er fyrir fatlaða flóttamenn en aðra að vera sendir til Grikklands. Óttast að fleiri séu í sömu stöðu Árni Múli segir Þroskahjálp óttast að fleira fatlað flóttafólk vera í þeirri erfiðu stöðu að til standi að senda það úr landi. Stjórnvöld hafi ekki svarað fyrirspurn samtakanna um það hvort sú sé raunin. „Eftir samskipti okkar við útlendingayfirvöld í þessum málum þá er ekki að ástæðulausu að vi höfum áhyggjur af því. Þau hafa að okkar mati ekki sinnt skyldum sínum gagnvart þessum berskjaldaða hópi, alls ekki nægilega, og sett sig inn í réttindi þess,“ segir hann. Ómannúðlegt að senda fatlað fólk í þessar aðstæður Þá segir Árni Múli að það sé í meira lagi umdeilanlegt hvort það standist skyldur íslenkskra stjórnvalda hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks, sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Ísland hefur undirgengist, að vísa fötluðu flóttafólki úr landi. „Okkur finnst, hvernig sem það veltur og ég er nú sannfærður um að þetta eru mannréttindabrot, að maður geti varla hugsað sér ómannúðlegri meðferð á fötluðu fólki heldur en að senda það í þesssar aðstæður,“ segir Árni Múli að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira