Ísak Snær Þorvaldsson: Barátta, sýning og allt í þessu Sverrir Mar Smárason skrifar 29. maí 2022 21:53 Ísak Snær hefur gert níu mörk fyrir fullkomna Blika. Vísir/Hulda Margrét Ísak Snær, leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö mörk er Blikar unnu Leikni í Breiðholti 1-2 í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur og skrýtinn að mati Ísaks. „Þetta var skrýtinn leikur. Við sköpuðum ekki mörg færi og við vorum ekki að leyfa þeim að fá færi. Þetta var mikið inni á miðjunni, baráttan, en við tókum færin sem við fengum. Við hefðum getað tekið fleiri færi en svona er þetta og við tökum stigin,“ sagði Ísak og hélt svo áfram „Það var erfitt að finna leiðir í gegnum þétta vörn en við fundum nokkrar leiðir sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Þetta var mjög erfitt en við tókum færin sem við fengum.“ Fyrra mark Ísaks var virkilega fallegt þar sem hann vippaði boltanum yfir Viktor Freyr í marki Leiknis eftir skyndisókn. Ísak hugsaði ekki mikið áður en hann kláraði færið svoleiðis. „Það fór ekki mikið í gegnum hausinn á mér þarna. Ég sá hann bara koma út og þá var allt svæðið opið fyrir aftan hann og fyrir ofan hann þannig ég ákvað bara að setja boltann yfir hann,“ sagði Ísak. Eftir að Ísak hafði komið Blikum í 0-2 þá komust Leiknismenn inn í leikinn. Að sögn Ísaks þá hægðu Blikar full mikið á eftir seinna markið. „Mér fannst við aðeins hægja á okkur. Við fórum að fara aðrar leiðir í staðinn fyrir að fara sömu leiðir og voru að ganga fyrst. Þeir tóku það og nýttu sér það. Þeir pressuðu á okkur og settu síðan mark í andlitið á okkur. Damir og öll varnarnlínan voru sterkir undir lokin og allt liðið í heildina. Sáttir með baráttuna. Þeir voru ekkert að skapa sér neitt þannig,“ sagði Ísak. Ísak og Brynjar Hlöðversson, varnarmaður Leiknis, tókust reglulega á í gegnum leikinn í dag og oftar en ekki endaði annar þeirra í grasinu. Allt skilið eftir inná vellinum segir Ísak. „Ekkert illt. Þetta var bara inná vellinum. Það er alltaf barátta þar. Það var greinilega ákveðið fyrir leikinn að reyna að komast inn í hausinn á mér. Hann var að klípa mig og klóra mig og reyndi að gera allt til þess að pirra mig. Hann náði því í byrjun en svo ákvað ég bara að láta þetta ekki pirra mig. Svona er þetta bara, þetta er skemmtilegt. Barátta, sýning og allt í þessu,“ sagði Ísak. Breiðablik eru svo gott sem stungnir af á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 8 umferðir. Ísak er markahæstur með níu mörk. „Þetta verður bara að koma í ljós. Ef ég tek markametið þá er ég bara sáttur en ég stefni bara á að taka næsta leik og spila hann vel og við sjáum hvernig það fer svo þaðan,“ sagði Ísak að lokum. Breiðablik Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
„Þetta var skrýtinn leikur. Við sköpuðum ekki mörg færi og við vorum ekki að leyfa þeim að fá færi. Þetta var mikið inni á miðjunni, baráttan, en við tókum færin sem við fengum. Við hefðum getað tekið fleiri færi en svona er þetta og við tökum stigin,“ sagði Ísak og hélt svo áfram „Það var erfitt að finna leiðir í gegnum þétta vörn en við fundum nokkrar leiðir sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Þetta var mjög erfitt en við tókum færin sem við fengum.“ Fyrra mark Ísaks var virkilega fallegt þar sem hann vippaði boltanum yfir Viktor Freyr í marki Leiknis eftir skyndisókn. Ísak hugsaði ekki mikið áður en hann kláraði færið svoleiðis. „Það fór ekki mikið í gegnum hausinn á mér þarna. Ég sá hann bara koma út og þá var allt svæðið opið fyrir aftan hann og fyrir ofan hann þannig ég ákvað bara að setja boltann yfir hann,“ sagði Ísak. Eftir að Ísak hafði komið Blikum í 0-2 þá komust Leiknismenn inn í leikinn. Að sögn Ísaks þá hægðu Blikar full mikið á eftir seinna markið. „Mér fannst við aðeins hægja á okkur. Við fórum að fara aðrar leiðir í staðinn fyrir að fara sömu leiðir og voru að ganga fyrst. Þeir tóku það og nýttu sér það. Þeir pressuðu á okkur og settu síðan mark í andlitið á okkur. Damir og öll varnarnlínan voru sterkir undir lokin og allt liðið í heildina. Sáttir með baráttuna. Þeir voru ekkert að skapa sér neitt þannig,“ sagði Ísak. Ísak og Brynjar Hlöðversson, varnarmaður Leiknis, tókust reglulega á í gegnum leikinn í dag og oftar en ekki endaði annar þeirra í grasinu. Allt skilið eftir inná vellinum segir Ísak. „Ekkert illt. Þetta var bara inná vellinum. Það er alltaf barátta þar. Það var greinilega ákveðið fyrir leikinn að reyna að komast inn í hausinn á mér. Hann var að klípa mig og klóra mig og reyndi að gera allt til þess að pirra mig. Hann náði því í byrjun en svo ákvað ég bara að láta þetta ekki pirra mig. Svona er þetta bara, þetta er skemmtilegt. Barátta, sýning og allt í þessu,“ sagði Ísak. Breiðablik eru svo gott sem stungnir af á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 8 umferðir. Ísak er markahæstur með níu mörk. „Þetta verður bara að koma í ljós. Ef ég tek markametið þá er ég bara sáttur en ég stefni bara á að taka næsta leik og spila hann vel og við sjáum hvernig það fer svo þaðan,“ sagði Ísak að lokum.
Breiðablik Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira