Segir stjórnvöld senda fatlaðan bróður sinn út í opinn dauðann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2022 21:31 Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun gildir til 31. maí. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Fjölskylda fatlaðs manns frá Írak sem vísa á úr landi segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér standi honum ekki til boða þar í landi. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um eitt og hálft ár, eftir að hafa komið hingað frá Grikklandi. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki standi til að vísa barnafjölskyldum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að þar sem allir fjölskyldumeðlimir séu eldri en átján ára hafi brottvísun þeirra ekki verið dregin til baka. Fjölskyldan bjó í Grikklandi í tvö og hálft ár áður en hún kom til Íslands. „Í Grikklandi er ekki hægt að lifa eðlilegu lífi. Þar er enga vinnu að fá. Eftir að ég fékk nafnskírteini var okkur hent út og sagt að finna okkur vinnu. Það var enga vinnu að fá hjá Grikkjunum,“ segir Sajjad Hussein. Fjölskyldan sækir nú námskeið til að læra íslensku. Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun rennur út 31. maí. Einn fjölskyldumeðlima, Hussein, notast við hjólastól. Á Íslandi hefur Hussein fengið læknisþjónustu sem hann fengi ekki í Grikklandi. „Þegar hann kom hingað komst hann í vikulega sjúkraþjálfun. Hann komst til læknis og fékk umönnun. Enginn annaðist hann í Grikklandi,“ segir Sajjad, bróðir Husseins. Sajjad óttast mjög um afdrif bróður síns ef af brottvísuninni verður. „Verði hann sendur aftur til Grikklands senda þeir hann út í opinn dauðann.“ Þó fjölskyldan hafi sérstakar áhyggjur af aðstæðum í Grikklandi vegna fötlunar Husseins, segja þau ekkert líf bíða sín í Grikklandi. Hussein segist hamingjusamur hér á landi. Hann muni ekki fá viðeigandi læknisþjónustu í Grikklandi, verði hann sendur þangað.Vísir/Bjarni Systurnar Zahraa og Yasameen myndu til að mynda ekki komast í skóla, og fengju enga vinnu. Fjölskyldan er hins vegar ánægð með lífið á Íslandi og segir fólk hér á landi hafa tekið sér vel. „Ég hef komið til margra landa og hef hitt margt fólk á lífsleiðinni, en ég hef aldrei kynnst fólki eins og Íslendingum. Ég tel íslensku þjóðina vera þá bestu í heimi. Þess vegna vil ég dvelja hér,“ segir Sajjad. Auk systkinanna fjögurra býr móðir þeirra, Maysoon Al Saedi, með þeim hér á landi. Hussein bætir við: „Ég er hamingjusamur hér.“ Í myndbandsfréttinni hér að ofan sagði að fjölskyldan væri frá Íran. Hið rétta er að hún er frá Írak. Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um eitt og hálft ár, eftir að hafa komið hingað frá Grikklandi. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki standi til að vísa barnafjölskyldum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að þar sem allir fjölskyldumeðlimir séu eldri en átján ára hafi brottvísun þeirra ekki verið dregin til baka. Fjölskyldan bjó í Grikklandi í tvö og hálft ár áður en hún kom til Íslands. „Í Grikklandi er ekki hægt að lifa eðlilegu lífi. Þar er enga vinnu að fá. Eftir að ég fékk nafnskírteini var okkur hent út og sagt að finna okkur vinnu. Það var enga vinnu að fá hjá Grikkjunum,“ segir Sajjad Hussein. Fjölskyldan sækir nú námskeið til að læra íslensku. Fjölskyldan fékk brottvísun sinni til Grikklands frestað, en sú frestun rennur út 31. maí. Einn fjölskyldumeðlima, Hussein, notast við hjólastól. Á Íslandi hefur Hussein fengið læknisþjónustu sem hann fengi ekki í Grikklandi. „Þegar hann kom hingað komst hann í vikulega sjúkraþjálfun. Hann komst til læknis og fékk umönnun. Enginn annaðist hann í Grikklandi,“ segir Sajjad, bróðir Husseins. Sajjad óttast mjög um afdrif bróður síns ef af brottvísuninni verður. „Verði hann sendur aftur til Grikklands senda þeir hann út í opinn dauðann.“ Þó fjölskyldan hafi sérstakar áhyggjur af aðstæðum í Grikklandi vegna fötlunar Husseins, segja þau ekkert líf bíða sín í Grikklandi. Hussein segist hamingjusamur hér á landi. Hann muni ekki fá viðeigandi læknisþjónustu í Grikklandi, verði hann sendur þangað.Vísir/Bjarni Systurnar Zahraa og Yasameen myndu til að mynda ekki komast í skóla, og fengju enga vinnu. Fjölskyldan er hins vegar ánægð með lífið á Íslandi og segir fólk hér á landi hafa tekið sér vel. „Ég hef komið til margra landa og hef hitt margt fólk á lífsleiðinni, en ég hef aldrei kynnst fólki eins og Íslendingum. Ég tel íslensku þjóðina vera þá bestu í heimi. Þess vegna vil ég dvelja hér,“ segir Sajjad. Auk systkinanna fjögurra býr móðir þeirra, Maysoon Al Saedi, með þeim hér á landi. Hussein bætir við: „Ég er hamingjusamur hér.“ Í myndbandsfréttinni hér að ofan sagði að fjölskyldan væri frá Íran. Hið rétta er að hún er frá Írak.
Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25
Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35