Bjarni og félagar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap í vítakeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 19:39 Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde unnu dramatískan sigur í kvöld. Skövde Ystads IF er sænskur meistari í handbolta eftir sigur gegn Bjarna Ófeigi Valdimarssyni og félögum hans í Skövde í kvöld. Lokatölur eftir tvær framlengingar og vítakeppni urðu 47-46. Heimamenn í Ystads leiddu einvígið 2-1 fyrir leik kvöldsins og Bjarni og félagar því með bakið upp við vegg. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins, en gestirnir í Skövde skoruðu næstu þrjú. Eftir það var jafnt á öllum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en heimamenn í Ystads fóru með eins marks forystu inn í hléið, 15-14. Hægt og bítandi bjuggu náðu heimamenn yfirhöndinni í síðari hálfleik og þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka höfðu þeir náð fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Bjarni og félagar gáfust þó ekki upp og unnu sig aftur inn í leikinn. Bjarni jafnaði svo metin fyrir gestina í stöðunni 30-30 þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og við tóku æsispennandi lokamínútur. Liðin skiptust á að skora á lokamínútunum. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma varð jafntefli, 32-32, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Sömu sögu var að segja um framlenginguna. Liðin héldust í hendur frá upphafi til enda og þegar 70 mínútur voru komnar á klukkuna var enn allt jafnt, 36-36. Önnur framlengingin bauð svo upp á meira af því sama. Liðin skoruðu á víxl og engin leið að knýja fram sigurvegara með venjulegum handbolta. Þegar klukkan sló 80 mínútur var staðan 42-42 og því ekkert annað í stöðunni en að grípa til vítakeppni. Vítakeppnin í sænska boltanum er ekki þessi hefðbundna vítakastkeppni þar sem liðin skiptast á að stilla sér upp á vítalínunni. Markmaðurinn byrjar með boltann og gefur á liðsfélaga sinn sem fer einn á móti markmanni eins og um hraðaupphlaup sé að ræða. Viktor Hallén sem skoraði 14 mörk í leiknum klikkaði á fyrsta víti Skövde, en heimamenn í Ystads skoruðu úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér þar með sænska meistaratitilinn á dramatískan hátt. Það var Julius Lindskog Andersson sem skoraði sigurmarkið og eins og sjá má á myndbandi frá handboltaspekúlantinum Rasmus Boysen hér fyrir neðan ætlaði allt um koll að keyra þegar titillinn var í höfn. Ystads IF are Swedish champions for the first time in 30 years after an insane 4th final decided after shoot-out.#handball pic.twitter.com/E3SvpPrgzW— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 27, 2022 Sænski handboltinn Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira
Heimamenn í Ystads leiddu einvígið 2-1 fyrir leik kvöldsins og Bjarni og félagar því með bakið upp við vegg. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins, en gestirnir í Skövde skoruðu næstu þrjú. Eftir það var jafnt á öllum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en heimamenn í Ystads fóru með eins marks forystu inn í hléið, 15-14. Hægt og bítandi bjuggu náðu heimamenn yfirhöndinni í síðari hálfleik og þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka höfðu þeir náð fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Bjarni og félagar gáfust þó ekki upp og unnu sig aftur inn í leikinn. Bjarni jafnaði svo metin fyrir gestina í stöðunni 30-30 þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og við tóku æsispennandi lokamínútur. Liðin skiptust á að skora á lokamínútunum. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma varð jafntefli, 32-32, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Sömu sögu var að segja um framlenginguna. Liðin héldust í hendur frá upphafi til enda og þegar 70 mínútur voru komnar á klukkuna var enn allt jafnt, 36-36. Önnur framlengingin bauð svo upp á meira af því sama. Liðin skoruðu á víxl og engin leið að knýja fram sigurvegara með venjulegum handbolta. Þegar klukkan sló 80 mínútur var staðan 42-42 og því ekkert annað í stöðunni en að grípa til vítakeppni. Vítakeppnin í sænska boltanum er ekki þessi hefðbundna vítakastkeppni þar sem liðin skiptast á að stilla sér upp á vítalínunni. Markmaðurinn byrjar með boltann og gefur á liðsfélaga sinn sem fer einn á móti markmanni eins og um hraðaupphlaup sé að ræða. Viktor Hallén sem skoraði 14 mörk í leiknum klikkaði á fyrsta víti Skövde, en heimamenn í Ystads skoruðu úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér þar með sænska meistaratitilinn á dramatískan hátt. Það var Julius Lindskog Andersson sem skoraði sigurmarkið og eins og sjá má á myndbandi frá handboltaspekúlantinum Rasmus Boysen hér fyrir neðan ætlaði allt um koll að keyra þegar titillinn var í höfn. Ystads IF are Swedish champions for the first time in 30 years after an insane 4th final decided after shoot-out.#handball pic.twitter.com/E3SvpPrgzW— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 27, 2022
Sænski handboltinn Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira