Hin berskjölduðu í heiminum og hér Drífa Snædal skrifar 27. maí 2022 13:00 Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna vinna ómetanlegt starf á hverjum degi við að fara á vinnustaði, fræða vinnandi fólk og ekki síst finna hvar misbrestirnir liggja. Afrakstur þessara eftirlitsferða eru iðulega kröfur um leiðréttingu launa, stundum úttekt vinnueftirlitsins, ábendingar til skattsins og í erfiðustu tilvikunum ábendingar um mansal. Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna innan ASÍ hittust á vinnudegi í vikunni þar sem áherslan var einmitt á fræðslu um mansal og misneytingu. Í tilefni af því rifjaði ég upp þau sláandi sannindi að í dag eru fleiri þrælar í heiminum en öll þau ár sem þrælasala var lögleg með flutningi afríkubúa til vesturheims. Samkvæmt tölum frá 2016 er áætlað að um 40 milljón manns séu þrælar í heiminum, þar af 25 milljónir í þrælavinnu. Við ákveðnar kringumstæður er meiri hætta á að glæpamenn nýti sér neyð annarra og þær aðstæður eru áþreifanlegar í heiminum í dag: Stríð og kreppa. Við höfum ekki farið varhluta af þessu á Íslandi, enda fjölmörg dæmi um grun um mansal sem eftirlitsfulltrúarnir sögðu frá á vinnudeginum. Að auki komu fulltrúar sem vinna með flóttafólki og hælisleitendum og staðfestu að þessar skuggahliðar eru sannanlega til hér á landi og ákveðnir hópar eru sérstaklega berskjaldaðir. Bara á þessu ári hafa 1536 flóttamenn sótt um hæli, fólk sem þarf að hefja nýtt líf, þarf húsnæði, vinnu og öryggi en veit ekki endilega mikið um íslenskan vinnumarkað eða hvaða varnir við höfum byggt hér upp gegn misnotkun. Staðan er sem sagt sú að gríðarlegur fjöldi hér á landi er fullkomlega berskjaldaður fyrir misnotkun, bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði. Fólk sem er bæði af innlendu og erlendu bergi brotið. Við svona aðstæður þurfum við öll að vera vakandi og tilkynna misnotkun. Mansal þrífst hér á landi og það er ábyrgð okkar allra að uppræta það. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna vinna ómetanlegt starf á hverjum degi við að fara á vinnustaði, fræða vinnandi fólk og ekki síst finna hvar misbrestirnir liggja. Afrakstur þessara eftirlitsferða eru iðulega kröfur um leiðréttingu launa, stundum úttekt vinnueftirlitsins, ábendingar til skattsins og í erfiðustu tilvikunum ábendingar um mansal. Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna innan ASÍ hittust á vinnudegi í vikunni þar sem áherslan var einmitt á fræðslu um mansal og misneytingu. Í tilefni af því rifjaði ég upp þau sláandi sannindi að í dag eru fleiri þrælar í heiminum en öll þau ár sem þrælasala var lögleg með flutningi afríkubúa til vesturheims. Samkvæmt tölum frá 2016 er áætlað að um 40 milljón manns séu þrælar í heiminum, þar af 25 milljónir í þrælavinnu. Við ákveðnar kringumstæður er meiri hætta á að glæpamenn nýti sér neyð annarra og þær aðstæður eru áþreifanlegar í heiminum í dag: Stríð og kreppa. Við höfum ekki farið varhluta af þessu á Íslandi, enda fjölmörg dæmi um grun um mansal sem eftirlitsfulltrúarnir sögðu frá á vinnudeginum. Að auki komu fulltrúar sem vinna með flóttafólki og hælisleitendum og staðfestu að þessar skuggahliðar eru sannanlega til hér á landi og ákveðnir hópar eru sérstaklega berskjaldaðir. Bara á þessu ári hafa 1536 flóttamenn sótt um hæli, fólk sem þarf að hefja nýtt líf, þarf húsnæði, vinnu og öryggi en veit ekki endilega mikið um íslenskan vinnumarkað eða hvaða varnir við höfum byggt hér upp gegn misnotkun. Staðan er sem sagt sú að gríðarlegur fjöldi hér á landi er fullkomlega berskjaldaður fyrir misnotkun, bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði. Fólk sem er bæði af innlendu og erlendu bergi brotið. Við svona aðstæður þurfum við öll að vera vakandi og tilkynna misnotkun. Mansal þrífst hér á landi og það er ábyrgð okkar allra að uppræta það. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun