„Er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2022 12:31 Vésteinn Hafsteinsson miðlar af reynslu sinni í heimabænum. stöð 2 sport Vésteinn Hafsteinsson er staddur í heimabænum, Selfossi, með þrjá af fremstu kringlukösturum heims. Hann hélt fyrirlestur í gær og um helgina keppa strákarnir hans á afmælismóti Frjálsíþróttasambands Íslands. Með Vésteini eru Svíarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Sven Martin Skagestad, fremsti kringlukastari Noregs, er einnig með í för. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Véstein að máli og spurði hann meðal annars hvað þyrfti til að ná jafn frábærum árangri og strákarnir hans Vésteins hafa náð. „Þeir verða að hafa viljann til að vinna með mér í 10-12 ár og síðan þarf ég að hafa endalausa þolinmæði að standa við hringinn og horfa á líklega hundrað til tvö hundruð þúsund köst á tíu árum. Þetta er fyrst og fremst vinna eins og önnur vinna,“ sagði Vésteinn sem sér samt ekki eftir einni mínútu sem hefur farið í þjálfunina. „Fyrir mig er þetta lífsstíll. Mér finnst ég aldrei vera í vinnunni því ég hef svo gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal við Véstein Hafsteinsson Vésteinn ætlar að fara með kringlukastarana sína á Ólympíuleikana í París eftir tvö ár. Eftir það gæti hann flutt heim á Selfoss. „Maður er alltaf á leiðinni heim. Maður er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár. En núna erum við hér þannig það er bara að njóta lífsins,“ sagði Vésteinn. Hann er afar hrifinn af aðstöðunni sem hefur verið byggð upp í heimabænum. „Hún er mjög góð og það er alveg stórkostlegt hvað er að gerast í þessu bæjarfélagi. Ég vil óska öllum til hamingju með það,“ sagði Vésteinn. En hvers saknar hann mest frá Selfossi? „Það er fjölskyldan og gamlir kunningjar. Svo er eitthvað við loftið hérna. Mér líður alltaf svo rosalega vel. Ég fer allur upp á háa c-ið þegar ég kem til Íslands út af þessu roki og hreina lofti. Það er eitthvað sérstakt við það. Svo er það bara lambakjöt og ýsa,“ svaraði Vésteinn. Allt viðtal Magnúsar Hlyns við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Svo er Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira
Með Vésteini eru Svíarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Sven Martin Skagestad, fremsti kringlukastari Noregs, er einnig með í för. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Véstein að máli og spurði hann meðal annars hvað þyrfti til að ná jafn frábærum árangri og strákarnir hans Vésteins hafa náð. „Þeir verða að hafa viljann til að vinna með mér í 10-12 ár og síðan þarf ég að hafa endalausa þolinmæði að standa við hringinn og horfa á líklega hundrað til tvö hundruð þúsund köst á tíu árum. Þetta er fyrst og fremst vinna eins og önnur vinna,“ sagði Vésteinn sem sér samt ekki eftir einni mínútu sem hefur farið í þjálfunina. „Fyrir mig er þetta lífsstíll. Mér finnst ég aldrei vera í vinnunni því ég hef svo gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal við Véstein Hafsteinsson Vésteinn ætlar að fara með kringlukastarana sína á Ólympíuleikana í París eftir tvö ár. Eftir það gæti hann flutt heim á Selfoss. „Maður er alltaf á leiðinni heim. Maður er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár. En núna erum við hér þannig það er bara að njóta lífsins,“ sagði Vésteinn. Hann er afar hrifinn af aðstöðunni sem hefur verið byggð upp í heimabænum. „Hún er mjög góð og það er alveg stórkostlegt hvað er að gerast í þessu bæjarfélagi. Ég vil óska öllum til hamingju með það,“ sagði Vésteinn. En hvers saknar hann mest frá Selfossi? „Það er fjölskyldan og gamlir kunningjar. Svo er eitthvað við loftið hérna. Mér líður alltaf svo rosalega vel. Ég fer allur upp á háa c-ið þegar ég kem til Íslands út af þessu roki og hreina lofti. Það er eitthvað sérstakt við það. Svo er það bara lambakjöt og ýsa,“ svaraði Vésteinn. Allt viðtal Magnúsar Hlyns við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Svo er
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira