Óttast vaxandi fordóma fyrir samkynhneigðum vegna apabólu Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 08:44 Gestir gleðigöngu við Cibeles-gosbrunninn í miðborg Madridar árið 2017. Vísir/EPA Samtök hinsegin fólks á Spáni óttast að faraldur apabólu í Evrópu leiði til aukinnar andúðar á samkynhneigðum vegna vanþekkingar fólks á sjúkdóminum. Stærstu gleðigöngu Evrópu verða gengnar á næstu vikum. Flestir þeirra sem hafa greinst smitaðir af apabólunni í Evrópu eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum og fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir líklegt að bólan hafi smitast og orðið að faraldri með kynlíf á tveimur stórum mannamótum í Evrópu, þar á meðal gleðigöngu á Kanaríeyjum. Tilfellin í Evrópu eru flest á Spáni en þar hafa nú 84 greinst smitaðir af bólunni. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda þar beinist að gleðigöngunni á Kanarí sem um 80.000 manns tóku þátt í fyrr í þessum mánuði og baðhúsi í Madrid. Í byrjun júlí stendur fyrir dyrum gleðiganga í Madrid. Síðast þegar hún var haldin voru þátttakendur um 1,6 milljónir, að mati skipuleggjenda. Margir sam- og tvíkynhneigðir karlmenn óttast að viðbrögð almennings við apabólunni nú litist af fordómum líkt og gerðist við upphaf HIV/AIDS-faraldursins á 9. áratug síðustu aldar. „Þetta er sjúkdómur sem hver sem er í samfélaginu getur fengið. Við stöndum frammi fyrir faraldri sem hefur því miður enn einu sinni skollið á LGBTQ-fólki og sérstaklega sam- og tvíkynhneigðum karlmönnum. Það sem á sér stað hefur ýmis líkindi við fyrstu tilfelli HIV,“ segir Mario Blázquez, sem stýrir heilbrigðisverkefnum hjá hinseginsamtökunum COGAM í Madrid. Líkindi við fordóma við upphaf HIV-faraldursins Blázquez óttast að gleðigangan í höfuðborginni gæti verið í hættu af ýktum sóttvarnaviðbrögðum vegna fordóma og hræðslu við annan faraldur í kjöfar Covid. „Við vitum ekki hvað gerist. Við vitum ekki hversu mikið veiran mun hafa smitast eða til hvaða lagalegu ráðstafana hefur verið gripið og hvaða skömm verði til með þeim lagalegu aðgerðum sem mismuna fólki stundum,“ segir hann við AP-fréttastofuna. Spænsk yfirvöld hafa þó ekki gefið nein merki um að þau ætli að grípa til sóttvarnaaðgerða eins og samkomutakmarkana til þess að hefta útbreiðslu apabólunnar. Að sögn sérfræðinga smitast apabólan við náið samneyti við smitaðan einstakling, fatnað hans eða rúmföt. Flestir ná sér á tveimur til fjórum vikum án þess að leggjast inn á sjúkrahús. Dánartíðni af völdum veirunnar er þó sögð 3-6 prósent. Til þessa hefur apabóla verið landlæg í nokkrum löndum Afríku. Fátítt er að hún derifi sér utan álfunnar. Spánn Apabóla Hinsegin Tengdar fréttir Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39 Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48 Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Flestir þeirra sem hafa greinst smitaðir af apabólunni í Evrópu eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum og fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir líklegt að bólan hafi smitast og orðið að faraldri með kynlíf á tveimur stórum mannamótum í Evrópu, þar á meðal gleðigöngu á Kanaríeyjum. Tilfellin í Evrópu eru flest á Spáni en þar hafa nú 84 greinst smitaðir af bólunni. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda þar beinist að gleðigöngunni á Kanarí sem um 80.000 manns tóku þátt í fyrr í þessum mánuði og baðhúsi í Madrid. Í byrjun júlí stendur fyrir dyrum gleðiganga í Madrid. Síðast þegar hún var haldin voru þátttakendur um 1,6 milljónir, að mati skipuleggjenda. Margir sam- og tvíkynhneigðir karlmenn óttast að viðbrögð almennings við apabólunni nú litist af fordómum líkt og gerðist við upphaf HIV/AIDS-faraldursins á 9. áratug síðustu aldar. „Þetta er sjúkdómur sem hver sem er í samfélaginu getur fengið. Við stöndum frammi fyrir faraldri sem hefur því miður enn einu sinni skollið á LGBTQ-fólki og sérstaklega sam- og tvíkynhneigðum karlmönnum. Það sem á sér stað hefur ýmis líkindi við fyrstu tilfelli HIV,“ segir Mario Blázquez, sem stýrir heilbrigðisverkefnum hjá hinseginsamtökunum COGAM í Madrid. Líkindi við fordóma við upphaf HIV-faraldursins Blázquez óttast að gleðigangan í höfuðborginni gæti verið í hættu af ýktum sóttvarnaviðbrögðum vegna fordóma og hræðslu við annan faraldur í kjöfar Covid. „Við vitum ekki hvað gerist. Við vitum ekki hversu mikið veiran mun hafa smitast eða til hvaða lagalegu ráðstafana hefur verið gripið og hvaða skömm verði til með þeim lagalegu aðgerðum sem mismuna fólki stundum,“ segir hann við AP-fréttastofuna. Spænsk yfirvöld hafa þó ekki gefið nein merki um að þau ætli að grípa til sóttvarnaaðgerða eins og samkomutakmarkana til þess að hefta útbreiðslu apabólunnar. Að sögn sérfræðinga smitast apabólan við náið samneyti við smitaðan einstakling, fatnað hans eða rúmföt. Flestir ná sér á tveimur til fjórum vikum án þess að leggjast inn á sjúkrahús. Dánartíðni af völdum veirunnar er þó sögð 3-6 prósent. Til þessa hefur apabóla verið landlæg í nokkrum löndum Afríku. Fátítt er að hún derifi sér utan álfunnar.
Spánn Apabóla Hinsegin Tengdar fréttir Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39 Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48 Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39
Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48
Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent